Reykjanes - 10.01.2013, Blaðsíða 14
14 10. janúar 2013
Aðalfundur
Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja
boðar til aðalfundar
miðvikudaginn 30. janúar kl. 20:00 í Arnarhreiðrinu
• venjuleg aðalfundarstörf
• kosning stjórnar
Hjólakveðjur, Stjórnin
w w w. reykjanesblad.is
SKipHóLL, bLAð
ALLrA gArðmAnnA
Fyir jólin kom Skiphóll út, sem er blað allra Garðmanna. Eins og ávallt er um að ræða vandað
blað með skemmtilegu efni. Skiphóll
er nú að fagna sínum 35. árgangi. Út-
koma Skiphóls er einn af þessum föstu
punktum í jólahaldi Garðmanna.
Páll Valur hættir sem bæjarfulltrúi:
gengur tiL LiðS Við bjArtA FrAmtíð
Páll Valur Björnsson bæjar-fulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík tilkynnti á bæjar-
stjórnarfundi í gær að hann hættir
sem bæjarfulltrúi um áramót þar sem
hann hefur ákveðið að ganga til liðs
við stjórnmálaaflið Bjarta framtíð.
Páll Valur bókaði eftirfarandi á bæj-
arstjórnarfundi í gærkvöldi:
„Ég Páll Valur Björnsson tilkynni
hér með að ég læt af störfum sem
bæjarfulltrúi fyrir Samfylkingarfélag
Grindavíkurlistans frá og með 31.
desember 2012. Sú ákvörðun helgast
af því að ég hef ákveðið að ganga til
liðs við stjórnmálaaflið Bjarta fram-
tíð. Vil ég nú þegar að leiðir skilja
þakka samstarfsfólki mínu í bæj-
arstjórn Grindavíkur fyrir frábært
samstarf og ógleymanlegan tíma
síðustu tvö og hálft ár, einnig þakka
ég starfsmönnum Grindavíkur fyrir
gott samstarf. Það er með söknuði og
trega sem þessi ákvörðun er tekin þar
sem að ég hef haft mikla ánægju af
setu minni í bæjarstjórninni og þrátt
fyrir að þetta starf hafi verið mjög
krefjandi þá hefur það verið umfram
allt gífurlega gefandi og lærdómsríkt
og hefur uppfyllt allar þær vonir sem
ég bar til þess. Ég geng stoltur frá
borði og er afskaplega ánægður með
að hafa verið hluti af bæjarstjórn
sem þurfti að taka stórar og erfiðar
ákvarðanir en sem hafa komið í ljós
að voru réttar og til hagsbóta fyrir
Grindavík og íbúa hennar.
Allt frá því að ég hóf að hafa af-
skipti af pólitík hef ég talað fyrir
auknu samstarfi milli flokka og leitast
við að reyna leysa þau ágreiningsmál
sem óhjákvæmilega koma upp í sem
breiðustu sátt. Ég tel að það hafi tek-
ist og sú hugmyndafræði sem ég og
minn flokkur lögðum upp með í upp-
hafi hafi náð að skjóta rótum í starfi
bæjarstjórnar. Marta Sigurðardóttir
varamaður minn mun taka sæti mitt í
bæjarstjórn og nýtur hún fulls traust
bæði frá mér og eins frá stjórn og
baklandi Samfylkingarfélagsins. Ég
skil við Samfylkingarfélag Grinda-
víkurlistans í fullkominni sátt og óska
þeim alls hins besta í framtíðinni. Að
lokum óska ég bæjarstjórn Grinda-
víkur gæfu og velgengni og mun ekki
liggja á liði mínu og styðja hana til
góðra verka hér eftir sem hingað til
íbúum Grindavíkur til heilla og hag-
sældar.
meStur FjöLdi bátAnnA StundAr LínuVeiðAr
Nýtt ár hafið og það byrjar strax á vetrarvertíðinni. Hérna á árum áður þá var
ætíð mikið fjör í höfnum hérna á
suðurnesjunum þegar að vertíðinn
var að byrja. Dragnótabátar frá Sand-
gerði gerðu oft mjög góða túra í fyrstu
sjóferðum sínum. Má þar t. d nefna
að í byrjun janúar árið 1989 þá gerðu
nokkrir bátar frá Sandgerði ansi góða
túra. Baldur KE kom með 13,3 tonn
í einni löndun. Haförn KE kom með
15 tonn í einni löndun og Reykjarborg
RE sem var systurbátur Hafarnar kom
drakkhlaðin með 29 tonn að landi.
Bæði Reykjarborg RE og Haförn KE
voru systurbátar Sölku GK sem sökk
í sandgerði í október árið 2011.
Dragnótaveiðarnar núna byrjar ekki
með svona miklum látum og er Örn
KE ( Örn KE var keyptur nýr og kom
í staðin fyrir Haförn KE) er kominn
með um 7 tonn í 2 róðrum. Siggi
Bjarna GK 3 tn í einum róðri.
Ekki er nú mikið um netabáta sem
róa á svæðinu enn þó eru nokkrir
og það er ansi ánægjulegt að sjá að
í Sandgerði er kominn þangað bátur
sem á sér ansi mikla sögu á suðurnesj-
unum. Heitir sá bátur Þórsnes SH og
var smíðaður árið 1964 og hefur á
48 ára sögu sinni alltaf verið gerður
út frá Suðurnesjunum nema síðustu
6 mánuði eða svo. . Þórsnes SH var
keypt í fyrra til stykkishólms frá
Grindavík þar sem að báturinn hét
Marta Ágústdóttir GK. Þar á undan
þá hafði báturinn heitið Bergur Vig-
fús GK og var undirritaður á þeim
báti eina loðnuvertíð. Þess má geta
að Salka GK sem minnst er að ofan
og Bergur Vigfús GK voru báðir
undir skipstjórns Grétars Mar Jóns-
sonar. Báturinn hét Keflvíkingur KE
í 32 ár og er hvað þekktastur undir
því nafni. Þess má geta að í dag þá
er frammastrið sem er á bátnum af
aflaskipinu Súlan EA sem var sett í
brotajárn árið 2010. Ekki var kominn
skráður afli á bátinn þegar þessi orð
eru skrifuð.
Erling KE er búinn að landa um 6
tn, Happasæll KE 2 tn, Askur GK 3,3
tn í einni löndun. Maron HU 5 tn í 2.
Mestur fjöldi bátanna stundar línu-
veiðar og má segja að þeir séu allir
að róa frá Sandgerði. Auður Vésteins
SU var með 8 tn, Gísli Súrsson 7 tn,
Óli á Stað GK 7,2 tn Daðey GK 5,4,
Sæborg SU ( gerð út af Einhamri í
Grindavík) 4,8 tn, Pálína Ágústdóttir
GK 2,5 tn, Muggur KE 5,3 tn, Maggi
Jóns KE 3,8tn, Guðrún Petrína GK 4,2
og Þórkatla GK 7,8 tn allir eftir eina
löndun. Óli Gísla HU er á skagaströnd
og er búinn að landa 11 tonnum í 2
róðrum, þar er líka Von GK sem tók
á sig ansi mikið ferðalag því báturinn
var á Neskaupstað en í staðin fyrir að
koma suður eins og allir bátarnir hafa
gert fór Von GK norður og er búinn að
landa á Skagaströnd um 4,3 tn í einni
löndun. Af smábátunum undir 10 BT
þá var Birta Dís GK með 5,4 tn, Líf GK
2,6 og Addi Afi GK 5,6 tn.
Gulltoppur GK er ennþá á Djúpa-
vogi og var með 9,1 tn í einni löndun.
Allir stóru línubátarnir eru farnir til
veiða en hafa ekki landað afla þegar
þessi orð eru skrifuð.
Gísli R.
Aflafréttir
Hraðvirkt bólgueyðandi verkjalyf
ibuxin rapid
fæst án lyfseðils í apótekum
ibuprofen
Notkunarsvið: ibuxin rapid inniheldur ibuprofen sem er lyf sem dregur úr verkjum og hita (flokkur:
bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki er steri). ibuxin rapid er notað við vægum til miðlungi miklum verkjum,
svo sem höfuðverk, tannverk, tíðaverk, bráðum mígrenihöfuðverk, hita og verkjum vegna kvefs. Ekki má
nota ibuxin rapid: Ef þú ert með ofnæmi fyrir ibuprofeni eða einhverju öðru innihaldsefni ibuxin rapid. Ef
þú hefur fundið fyrir mæði, astma, nefrennsli, þrota eða ofsakláða eftir notkun acetylsalicylsýru eða
annarra bólgueyðandi gigtarlya sem ekki eru sterar (NSAID). Ef þú ert með óútskýrða blóðmyndunar-
truflun. Ef þú ert með eða hefur haft endurtekin sár (ætisár) eða blæðingu í maga/skeifugörn. Ef þú hefur
fengið blæðingu eða rof í meltingarvegi við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyum (NSAID). Ef þú
ert með blæðingu í heilaæðum eða aðra virka blæðingu. Ef þú ert með alvarlega skerðingu á lifrar- eða
nýrnastarfsemi. Á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Ef þú ert með kransæðasjúkdóm eða alvarlega
hjartabilun. Ef þú þjáist af verulegri ofþornun. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun ibuxin rapid:
Ef þú ert með arfgengan blóðmyndunarsjúkdóm (bráða porfýríu með hléum). Ef þú ert með ákveðna
sjálfsnæmissjúkdóma (rauða úlfa og blandaðan bandvefssjúkdóm). Ef þú ert með sjúkdóma í
meltingarfærum eða langvinna bólgusjúkdóma í þörmum (sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdóm). Ef þú ert
með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Ef þú þjáist af ofþornun. Ef þú ert með eða hefur haft háþrýsting eða
hjartabilun. Ef þú ert með ofnæmi (t.d. húðviðbrögð við öðrum lyum, astma, ofnæmiskvef ), langvarandi
þrota í slímhúðum eða langvarandi teppusjúkdóm í öndunarfærum. Ef þú ert með storkutruflun í blóði.
Strax eftir stórar skurðaðgerðir. Meðganga og brjóstagjöf: Þú mátt aðeins nota ibuxin rapid á fyrstu 6
mánuðum meðgöngu eftir að hafa ráðfært þig við lækninn. Ekki má nota ibuxin rapid síðustu 3 mánuði
meðgöngu. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að gera hlé á brjóstagjöf við skammtíma notkun í ráðlögðum
skömmtum. Algengustu aukaverkanir: Sár, rof eða blæðing í meltingarvegi, stundum lífshættuleg,
einkum hjá öldruðum, geta komið fram. Ógleði, uppköst, niðurgangur, vindgangur, hægðatregða,
meltingartruflanir, kviðverkur, sortusaur, blóðuppköst, sáramunnbólga, versnun ristilbólgu og Crohn´s
sjúkdóms hafa komið fram. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar yfir 40 kg: 200 mg – 400 mg
skammtar, að hámarki 1.200 mg á sólarhring. Börn og unglingar: Hámarksskammtur af ibuprofeni á dag
er 30 mg á hvert kg líkamsþyngdar, skipt niður í 3 til 4 staka skammta. 20-29 kg: 200 mg skammtar, að
hámarki 600 mg á sólarhring. 30-39 kg: 200 mg skammtar, að hámarki 800 mg á sólarhring. Ekki skulu líða
minna en 6 klst. á milli skammta. ibuxin rapid skal aðeins nota hjá börnum sem eru a.m.k. 20 kg að
þyngd. Lesið vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir lynu. Júlí 2012.
HÖFUÐVERKUR - TANNVERKUR - TÍÐAVERKUR - MÍGRENI - HITI