Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 2
2 13. júní 2013 Reykjanes 11. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Á mánudaginn 17. júní höldum við uppá þjóðhátíðardag okkar Ís-lendinga. Í ár eru 69 ár frá því við urðum alfarið sjálfstæð þjóð. Það er merkilegt fyrir jafn fámenna þjóð að geta stjórnað alfarið okkar eigin málum. Við tökum okkar eigin ákvarðanir í öllum málum. Ísland er rík þjóð og þrátt fyrir fámennið hefur okkur tekist að standa í fremstu röð þjóða á flestum sviðum. Því miður er það svo að sumir stjórnmálamenn telja að hag okkur væri betur borgið með því að ganga í ESB. Sérstaklega er um að ræða Samfylkinguna, sem hefur sett inngöngu í ESB á oddinn og sér í því lausn allra mála. Ef Ísland gengur í ESB fer ekki hjá því að við erum að afsala miklu af fullveldi okkar í hendur ráðamanna í Brussel. Við munum þá ekki ráða ein hvernig við stjórnum fiksveiðum okkar. Við verðum að hlýta stefnu ESB í þeim málum eins og öllum öðrum. Eftir inngöngu í ESB erum við ekki lengur alfarið sjálfstæð þjóð. Ísland á öflug fiskimið, við eigum orkuna, hugvitið, vatnið og margt annað. Við þurfum ekki að örvænta um hag landsins í framtíðinni. Við eigum að leggja á það höfuðáherslu að standa vörð um sjálfstæði landsins. Það á að vera okkar helsta baráttumál á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní. Kjósum sem fyrst Í samræmi við stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa viðræður um inn- göngu Íslands í ESB verið stöðvaðar. Frekari viðræður um inngöngu verða ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðis- flokkurinn boðaði það mjög stíft fyrir síðustu kosningar að á kjörtímabilinu yrði efnt til þjóðaratkvæðagreisðlu hvort halda ætti viðræðum um inngöngu áfram eða ekki. Við það verður að standa. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu það sterklega til kynna þótt ákveðin dagsetning væri ekki nefnd að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Við það á að standa. Það er alfarið nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort meirihluti kjósenda vilji halda áfram með aðlögunarferlið eða ekki. Leiðari Stöndum vörð um sjálfstæði Íslands Jákvæð niðurstaða í Vogum Ársreikningur sveitarfélagsins Voga var samþykktur á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 17.05.2013. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 178 miljónir króna, en rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 192 miljónir króna, sem er mikill við- snúningur frá fyrra ári. Helsta skýring bættrar afkomu eru áhrif fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfé- lagsins Fasteignar (EFF). Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að kaupa til baka þær fasteignir sem eru í eigu EFF á þessu ári og því næsta. Kaupin verða að mestu fjármögnuð með inneign sveitarfélagsins í Framfarasjóði, sem og öðru handbæru fé. Einnig er gert ráð fyrir að ráðast í lántöku í lok árs 2014 að fjárhæð 400 m. kr. Eiginfjár- hlutfall sveitarfélagsins er nú um 40% og skuldahlutfall um áramót var um 95%. Leyfilegt hámark skuldahlut- falls er 150% af tekjum, samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga, og sveitarfélagið því vel innan þeirra marka. Þá hefur sveitarfélagið einnig náð að uppfylla ákvæði jafnvægis- reglu sveitarstjórnarlaganna, og hefur því náð að uppfylla öll skilyrði sveit- arstjórnarlaganna einungis tveimur árum eftir gildistöku þeirra. Það ríkir því bjartsýni um rekstur og afkomu sveitarfélagsins Voga á næstu árum, sem er ánægjulegt eftir að nokkur erfið ár í rekstrinum í kjölfar afleiðinga efna- hagshrunsins 2008. Skólaslit Stóru-Vogaskóla Skólaárinu er lokið og nemendur hafa fengið sín prófskírteini. Nemendur og starfsfólk halda nú út í sumarið, sem vonandi verður sólríkt og gott hjá okkur. Reykjanes leit við á skólaslit í Stóru-Vogaskóla, en þar voru nemendur í 8-10 bekk að ljúka skólaárinu. Nemendur í 10. bekk að ljúka sínu námi í skólanum. Svava Bogadóttir, skólastjóri, rakti í ræðu sínu helstu þætti í skólastarfinu. Fram kom í hennar máli að öflugt og fjölbreytt starf er í Stóru-Vogaskóla. Verðlaunaafhending fyrir góðan náms- árangur, framfarir í námi og fleiri verð- laun voru veitt. Það er alveg augljóst að skólastarfið í Vogum blómstrar. Flott hjá Holta- skóla Nýlega mættu nemendur úr Holtaskóla á Léttan föstu-dag á Nesvöllum og sungu nokkur lög fyrir gesti. Flott að heyra og sjá hversu góður kór nemenda er starfandi í skólanum. Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 27. júní næsta blað

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.