Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 4
4 13. júní 2013 Flottar sýningar í Duushúsum Í Duushúsum eru þessar vikurnar skemmtilegar sýningar, sem vert er að skoða. Brúðusýningin “Móðir, kona, meyja”. Hér er um að ræða á íslenskum þjóðbúningardúkkum. Á vertíð, þyrping verður að þorpi sýnir vel hvernig lífið var og hversu miklar breytingar hafa orðið á öllum sviðum. Fróðlegt sérílagi fyrir unga fólkið að sjá hvernig lífið var fyrr á tímum. Við geigvænan mar, Reykjanes og mynd- listin er sýning fjölmargra listaverka frá Reykjanesi. Nú svo er að sjálfsögðu bátasýning Gríms á sínum stað. Kvennahlaup ÍSÍ: Hressar Garðkonur hlaupa Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fór fram um síðustu helgi. Í ár hlaupa konurnar í grænum bolum. Hér er hópurinn í Garðinum að hita upp áður en lagt er af stað í hlaupið. Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í útrás Það er oft talað um að fyrirtæki sé í útrás ef það fer að vinna verkefni í öðrum löndum eða jafnvel má yfirfæra það yfir á aðra bæi hérna á landinu. Í það minnsta tvö sjávarútsfyrirtæki eru í útrás núna um þessar mundir. Hið fyrra er Nesfiskur því þeir eru búnir að ræsa rækjuverk- smiðju á Hvammstanga og nota þeir öll sín skip nema dragnótabátinn Arnþór GK og frystitogarann Baldvin Njálsson GK til rækjuveiða. Hitt fyrirtækið sem er í útrás er Stakkavík í Grindavík. Stakkavík gerir út þónokkra báta og þar af þrjá 15 tonna plastbáta sem hingað til voru á línu með beitningavél. Fyrr á þessu ári þá voru allar beitningavélarnar teknar úr þessum þrem bátum, en þeir heita Hópsnes GK, Þórkatla GK og Óli á Stað GK. Fóru þessi bátar að róa með balalínu. Þar sem afli bátanna á línu er yfirleitt mjög slakur hérna á heima- miðum þá voru þessi þrír bátar sendir austur á Djúpavog og þar er Stakkavík að setja upp beitningaðstöðu sem pistlahöfundur á smá þátt í, því hann fór um daginn austur og setti hana upp og ók í leiðinni 530 hestafla DAF 95 XF trukknum þeirra. Svo til allir 15 tonna línubátarnir frá Suðurnesjnum eru komnir austur á land til veiða og merkilegt er að balabáturinn Hópsnes GK var aflahæstur allra þeirra báta í maí með 111 tonn í 22 róðrum. Gísli Súrsson GK kom þar á eftir með 102 tonn í 21 róðri. Dóri GK var með 100 tonn í 20. Von GK 93 tonn í 10. Auður Vésteins SU 90 tn í 18, Þórkatla GK 83 tn í 18, Óli á Stað GK 77 tn í 18. Dúddi Gísla GK var eini báturinn sem var að róa á heimamiðum og var hann með 57 tn í 16. Ef skoðaðir eru fleiri smábátar yfir 10 Bt þá var t. d Sædís Bára GK á færum með 23 tonn í 9, Ragnar Alfreðs GK á færum með 18 tn í 4, Sæborg SU á færum með 16 tn í 9 og stálbáturinn Una SU sem Stakkavík gerir út var með 11 tn í 7 á færum, Flestir handfærabátanna voru á strandveiðum og var aðalega landað í tveim höfnum Grindavík þar sem að um 20 bátar undir 10 BT voru og var þar Sandvík GK hæst með 7,6 tn í 11, Hrappur GK va rmeð 7 tn í 11. Í Sand- gerði voru bátarnir hátt í 60 talsins og þar var hæstur Addi Afi GK með 10 tonn í 4, Dísa GK var með 9,1 tn í 12 á grásleppu. Dragnótabáturinn Arnþór GK fiskaði ansi vel í maí og var með 190 tonn í 18 róðrum, en hann er eini Neskfiskbáturinn sem á bolfiskveiðum og strákarnir á bátnum greinilega nota það vel því báturinn varð þriðji aflahæsti dragnótabátur landsins í maí. Farsæll GK var með 100 tonn í 14 róðrum. Örn KE 87 tn í 7 og Njáll RE 64 tn í 7. Gjögursbátarnir sem eru á trolli fiskuðu mjög vel í maí og lönduðu samtals um 800 tonnum. Vörður EA var með 440 tonn í 7 löndunum og Áskell EA 353 tonn í 6 löndunum. Erling KE var á netum og var með 161 tn í 12 róðrum. Maron HU var á lönguveiðum og landaði 74 tonnum í 6 róðrum og kom mest með 18 tonn að landi og af þeim afla, Bátnum gekk feiknarvel í byrjum og landaði t. d 51 tonni í einungis 3 róðrum. Af þessum 74 tonnum þá var langa 48 tonn. Happasæll KE var með 65 tonn í 12 á netum. Rækjuveiðarnar gengu ansi vel. Sóley Sigurjóns GK var með 120 tonn í 6 róðrum og komst tvisvar yfir 30 tonn af rækju í löndun. Berglín GK var með 59 tonn í 3. Sigurfari GK 30 tonn í 5 og Benni Sæm GK 25 tn í 5. Gísli R Aflafréttir Gísli Reynisson 17. júní 2013 í Reykjanesbæ Menningarráð Reykjanes-bæjar leggur til að hátíðarhöld á þjóð- hátíðardaginn verði með sama hætti og síðustu tvö árin, þ. e. hefðbundin dagskrá að degi til en kvölddagskrá sleppt. Þótti þetta gefa góða raun og stefnt er að því dagurinn verði fjölskyldufólki í bæjarfélaginu til ánægju. Nöfn fjallkonu, fánahyllis og ræðumanns verða gefin upp síðar eins og venja er. Leikfélag Keflavíkur hefur umsjón með dagskránni og ráðið mælir með umsókn Unglingaráðs körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur um einkasölu í skrúðgarðinum. Garður: Göngustígur malbikaður Eins og bæjarbúar hafa tekið eftir hefur vinna við göngustíg, frá Nýjalandi og út á Garðskaga, verið í gangi um nokkurt skeið. Í morgun hófust framkvæmdir við mal- bikun á göngustígnum, eða frá frá Nýjalandi og alveg út á Skaga. Verður nú hægt að fara á mal- bikuðum göngustíg frá Garð- vangi og alveg út á Garðskaga. Það er von bæjaryfirvalda að stígurinn auki öryggi gangandi vegfarenda út á Skaga, en um- ferð gangandi vegfarenda er þó nokkur á þessum slóðum, þar sem Garðskaginn er mjög vin- sæll sem fallegt og sérstakt úti- vistarsvæði.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.