Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 12.12.2013, Blaðsíða 9
12. desember 2013 9 Líflegur basar Á Léttum föstudegi í lok nóvember var haldinn heljarinnar mikill basar á Nesvöllum, sem Félag eldri borgara stóð fyrir. Hér er um árlegan viðburð að ræða þar sem selt er bakkelsi, skart- gripir, fatnaður og alls konar fallegir munir. Kaffi og vöfflur voru á boðstólum, en allur ágóði af þeirri sölu rennur til að styrkja gott málefni. Hér koma svo nokkrar svipmyndir. Manfred Lemke, prestur Aðventkirkjunnar: Jólin, hátíð hefða Á jólunum er rykið dustað af mörgum hefðum. Jafnvel þeir sem telja sig vera tiltölulega laus við hefðbundið líf, sem njóta þess að ganga ótroðnar slóðir allt árið, detta í ákveðnar hefðir um jólin. Við erum að tala um hefðir sem snerta öll hugsanleg atriði tengd jólunum og jólaundirbúningnum. Sennilega er jólamaturinn efstur á list- anum. Þegar rjúpnaveiði var bönnuð um árið fór ramakvein um þjóðfélagið. Heima hjá mörgum var hreint óhugs- anlegt að jólin myndu vera almennileg nema þegar rjúpa væri á boðstólum. Margar fjölskyldur hafa líka mjög sterkar hefðir sem tengjast jólaboðum. Hver verður hjá hverjum og hvenær? Síðan koma hefðir sem snúast um gjafir, þar er auðvitað jólaflíkin mik- ilvæg, enginn vill fara í jólaköttinn. Kerti og spil eru einnig víða hefð- bundnar gjafir, eftir jólalaginu góða. Í stuttu máli, jólin eru sennilega há- punktur hefðanna á flestum íslenskum heimilum. Hvað eru eiginlega hefðir? Ég spurði nokkra einstaklinga að þessu í aðdraganda jólanna og þar spunnust mjög áhugaverð samtöl. Einn viðmæl- anda minna talaði um skammtíma- og langtíma hefðir. Samkvæmt þessu er hægt að búa til hefðir á nokkrum dögum og láta þær „rúlla“ í ákveðinn tíma. Til dæmis að setjast niður eftir vinnudag og fá sér tesopa með maka sínum eða að fara saman í heita pott- inn. Síðan eru það langtímahefðirnar. Þær eru einhvern veginn fastari í sessi. Það er jafnan erfiðara að hreyfa við þeim. Annað sem kom fram er að hefðir geta verið bæði skemmtilegar og íþyngjandi. Sennilega er það þannig að við flest viljum nokkurn veginn vita hvað er framundan í daglegu lífi okkar. Þó að þa sé gaman að sumt komi okkur á óvart, þá viljum við ekki stökkva frá einu „surprise party“ til annars. Það tekur einfaldlega allt og mikla orku. Þess vegna held ég að við viljum gjarnan vita að hverju við göngum, til dæmis um jólin. Við vitum hvað verður í matinn og hver kemur í heim- sókn. Engar uppákomur, heldur frið- sæld og hvíld. Hefðir geta veitt okkur þennan frið, þetta öryggi. Við þekkjum þetta sennilega flest. En það er ekki alltaf þannig. Á stundum gefum við hefðum ógurleg og óverðskulduð völd yfir okkur, yfir fjölskyldum okkar, vinahópi o. s. frv. Ég þekki dæmi þar sem umræðan um það hver yrði hvar á hvaða degi varð að ægilegu rifrildi. Svefnlausar nætur og fýlusvipur vikum saman. Hvert fór þá jólaandinn? Ég þekki líka dæmi þar sem klúður í eldamennskunni um jólin leiddi til meiriháttar átaka innan fjöl- skyldunnar. Ef svona er háttað þá hefur hefðin fengið að verða að einhverju allt öðru en því sem hún átti að vera í upphafi. Þá höfum við gefið henni völd sem hún mátti aldrei fá. Biblían talar einstaka sinnum um hefðir. Eins og hjá okkur í dag þá eru þær stundum til góðs - en stundum ekki. Þó að það standi ekki berum orðum, þá getum við ímyndað okkur til dæmis að Guð sjálfur hafi haft þá hefð að ganga í kvöldsvalanum um aldingarðinn (1. Mósebók 3.8). Það hljómar eins og góður og fallegur siður. Kvöldganga í svalanum. Miklu síðar, í Nýja testamentinu, nánar í guðspjöllunum, lesum við hvernig Jesús er óánægður með hefðir Farísea og fræðimanna. Hann setur ekki út á matarhefðir eða fatnað. Hann átelur þá vegna þess að þeir hafa myndað með sér ákveðnar hefðir um útleggingu orðs Guðs. Í kirkju höfum við margar hefðir og þær eru mörgum kærar. Fólk situr gjarnan á sömu stöðum og býst við því að guðsþjónustan sé með ákveðnu, hefðbundnu sniði. Það er vel. En samt mega hefðir aldrei verða að trúaratriði. Ég skal segja ykkur sögu um eina hefð. Jósef Mohr war prestur í Oberndorf, sem er sveitaþorp nálægt Salzburg í Austurríki. Upphaflega vildi hann verða tónlistarmaður en síðar fór hann í prestaskóla. Jólin 1818 var hann að undirbúa kirkjuna fyrir aftansönginn, sennilega átti allt að vera samkvæmt hefðinni, enda eru Austurríkismenn enn frægir fyrir einstaklega sterka rækt við hefðir af hverjum toga. Á aðfangadag uppgötaði séra Jósef hins vegar nokkuð sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Kirkjuorgelið var bilað. Mýs höfðu étið gat á fýsi- belginn. Það var ekki hægt að spila á orgelið í aftansöngnum. Ég get rétt ímyndað mér stressið sem greip um prestinn og organista hans, Franz Gru- ber. En þeir fundu ráð. Tveimur árum áður hafði séra Jósef samið ljóðið: „Stille Nacht, heilige Nacht“. Við þetta lag samdi nú Franz Gru- ber undirleik fyrir gítar en það vildi þannig til að presturinn, sem var líka barnakennari kunni ágætlega á gítar. Úr þessari óvenjulegu og sannarlega óhefðbundnu uppákomu varð til jólasámurinn sem öll heimsbygglin þekkir nú: „Heims um ból“. Ég er viss um að kirkjugestirnir í Oberndorf urðu hissa þegar séra Jósef dró fram gítarinn þenna aðfangadag árið 1818. Þeir gætu jafnvel hafa hneykslast. Slíkt hafði aldrei gerst áður. Hvað ætlar hann sér eiginlega með þetta hljóðfæri hér, í guðshúsi?! Það sem séra Jósef ætlaði sér var að halda jól. Að lofa Guð sem fæddist sem lítið barn í Betlehem endur fyrir löngu. Þessi neyðarredding og tilbreyting í kirkjunni í Oberndorf kom öllum á óvart. En hún leiddi af sér jólasálm sem okkur öllum er kær. Njótum jólahefðanna glöð og ein- læg. Og - ef ske kynni að eitthvað óvænt kæmi uppá, eitthvað sem er ekki samkvæmt hefðinni – munum þá, aldrei að vita nema hér sé á ferðinni stórfengleg gjöf sem fólk man eftir um aldur og æfi. Gleðilega hátíð

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.