Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 345 Tafla IV. Niðurstöður (%) spumingalista um lungnaeinkenni siðuslu 12 mánuði eftir kyni. Karlar Konur p-gildi 1. Píp, (ýl) eða surgur fyrir brjósti . 18,4 17,7 0,6 2. Vaknað með þyngsl fyrir brjósti .. 11,3 12,1 0,5 3. Vaknað vegna mæðiskasta 1,1 1,8 0,2 4. Vaknað vegna hóstakasta 17,1 24,1 <,001 5. Fengið astmakast 1,9 2,6 0,2 6. Notar einhver astmalyf núna 1,7 3,1 <,05 7. Ofnæmi í nefi af einhverju tagi . 16,6 18,9 0,1 Tafla V. Einkenni (%) karla síðustu 12 mánuði eftir aldri. Aldurshópar 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 1. Píp, (ýl) eða surgur fyrir brjósti 17,0 16,0 19,5 23,7 15,0 2. Vaknað með þyngsl fyrir brjósti 10,5 9,0 12,5 13,6 10,6 3. Vaknað vegna mæðiskasta 0,8 1,7 1,0 1,3 0,8 4. Vaknað vegna hóstakasta 25,3 17,2 13,0 19,7 11,0 5. Fengið astmakast 1,6 1,7 1,6 3,3 0,8 6. Notar einhver astmalyf núna 1,6 2,1 0,7 2,0 2,4 7. Ofnæmi í nefi af einhverju tagi 15,7 14,8 18,2 17,3 16,6 Tafla VI. Einkenni (%) kvenna síðustu 12 mánuði eftir aldri. Aldurshópar 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 1. Pip, (ýl) eða surgur fyrir brjósti 15,9 20,0 19,6 16,7 15,8 2. Vaknað með þyngsl fyrir brjósti 11,8 11,9 13,4 12,3 11,2 3. Vaknað vegna mæðiskasta 1,1 1,9 1,3 2,6 2,3 4. Vaknað vegna hóstakasta 30,9 26,2 24,1 19,0 20,5 5. Fengið astmakast 2,6 1,3 3,2 1,5 4,3 6. Notar einhver astmalyf núna 3,0 3,2 4,1 1,9 3,0 7. Ofnæmi í nefi af einhverju tagi 18,9 17,7 21,0 19,6 17,3 NIÐURSTÖÐUR Tíðni einkenna: Alls kváðust 18,0% hafa tekið eftir pípi (ýli) eða surgi fyrir brjósti síðustu 12 mánuði og rúmur helmingur þeirra hafði einnig fundið fyrir einhverri mæði (tafla II). Píp (ýl) eða surgur kom fyrir án kvefs hjá 64% þeirra (tafla II). Þrjár spurningar fjölluðu um hvort öndunarfæraeinkenni hefðu truflað svefn síðustu 12 mánuði. Alls kváðust 20,7% hafa vaknað vegna hóstakasta, 11,7% vaknað með þyngsl fyrir brjósti, en aðeins 1,5% vaknað vegna mæðiskasta (tafla II). Á síðustu 12 mánuðum kváðust 2,2% hafa fengið astmakast. Á þeim tíma sem könnunin fór fram kváðust 2,4% nota astmalyf. Alls töldu 17,8% sig hafa ofnæmi í nefi. Einkenni eftir kynjum: Fleiri konur en karlar vöknuðu vegna hóstakasta á nóttunni (tafla IV) (p<0,001). Konur notuðu einnig oftar astmalyf (p<0,05). Konur lýstu öðrum einkennum nokkuð oftar en karlar, en munurinn var þó ekki marktækur tölfræðilega (tafla IV). Einkenni karla eftir aldri: Þegar mismunandi tíðni einkenna meðal karla í fimm ára aldurshópum er borin saman kemur í ljós að píp (ýl) eða surgur varð algengara með hækkandi aldri og var algengast í aldurshópnum 35-39 ára (23,7%) (tafla V), en lækkaði svo í elsta aldurshópnum (40- 44 ára). Algengi astmakasta var líka mest í aldurshópnum 35-39 ára (3,3%). Að vakna vegna hósta var algengast í aldurshópnum 20- 24 ára (25,3%). Ofnæmi í nefi af einhverju tagi var algengara í eldri aldurshópum en þeim yngri. Að vakna með þyngsl var algengast í aldurshópnum 35-39 ára.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.