Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 363 Tafia V. Samanburður þeirra sem ekki reykja og höfðu lágt kólesteról (hópur 1) við reykingamenn með lágt kólesteról (hópur 4). Hópur 1 Reykir ekki Hópur 4 Reykir p-giidi Fjöldi 38 30 Aldur (ár) 47 ±6 48 ±6 em Kólesteról (mg/dl) 195 ±19 192 ±24 em Þríglýseríð (mg/dl) 94 ±66 102 ±49 em Fyrir áreynslu Púlstíðni (sl./mín.) 78 ±13 85 ±15 <0,1 Blóðþrýstingur (mm Hg) 125 ±12 127 ±14 em ABI hægra megin 1,14± 0,07 1,10± 0,08 <0,1 ABI vinstra megin 1,13± 0,08 1,11± 0,07 em Mesta tíðni hægri nára (kHz) 3,9 ±1,1 3,6 ± 1,2 em Mesta tiðni vinstri nára (kHz) 3,7 ± 1,0 3,4 ± 0,9 em Eftir áreynslu Púlstíðni (sl./mín.) 114 ±17 122 ±15 <0,1 Blóðþrýstingur (mm Hg) 139 ±16 147 ±19 em ABI hægra megin 1.08+ 0,1 1,01 ± 0,1 <0,01 ABI vinstra megin 1,05± 0,09 0,97± 0,12 <0,01 Mesta tíðni hægri nára (kHz) 4,9 ± 1,3 5,7 ± 1,6 <0,05 Mesta tíðni vinstri nára (kHz) 4,6 ± 1,5 5,5 ± 1,7 <0,05 em=ekki marktækt 1 khz=1000 rið ABI=ökkla/upparms hlutfall eða blóðþrýstingi í hvfld. Hjartsláttartíðni reykingamanna var hins vegar marktækt aukin í hvfld. Þessi munur hélst eftir áreynslu og þá varð blóðþrýstingur þeirra sem reyktu greinilega hærri. Ökkla/arms hlutfallið (ö/a) var sömuleiðis hærra í hvíld meðal reyklausra og varð munurinn enn greinilegri eftir áreynslu. Einng jókst blóðrennslishraði (topphraði) í náraslagæðum reykingamanna úr 1,2 í 1,7 m/s við áreynslu á meðan rennslishraðinn varð mestur 1,4 m/s hjá þeim reyklausu (p<0,05). Tafla III sýnir samanlögð áhrif reykinga og kólesteróls á blóðflæði og blóðþrýsting. Hér voru bornir saman annars vegar menn, sem ekki reyktu og voru með lágt kólesteról, og hins vegar reykingamenn með há gildi kólesteróls, það er að segja hópar 1 og 3. Það var því eðlilega mjög marktækur ntunur á kólestrólgildum hópanna en ekki reyndist munur á hjartsláttartíðni. Greinilegur munur var hins vegar á blóðþrýstingi bæði í hvíld og eftir áreynslu. Ö/a-hlutfallið var einnig greinilega lægra meðal reykingamanna, þótt það lækkaði í báðum hópum eftir áreynslu. Munur á blóðrennslishraða kom hins vegar ekki í ljós. Þar sem hópur 2 var fámennur verður erfiðara að sýna fram á marktæk p- gildi. Tafla IV metur áhrif reykinga á blóðþrýsting og blóðrennsli í ganglimum karla þar sem allir höfðu hátt kólesteról (hópar 2 og 3). Eins og taflan sýnir var ekki munur á aldri, blóðfitugildum eða púlshraða, en blóðþrýstingur var aftur greinilega hærri meðal reykingamanna eftir áreynslu. Ö/a- hlutfall reyndist marktækt lægra meðal reykingamanna. Blóðrennslishraði var einnig aukinn meðal reykingamanna en munurinn var þó ekki tölfræðilega marktækur, sennilega vegna fárra einstaklinga í hvorum hópi. Tafla V sýnir áhrif reykinga á karla með lág eða eðlileg kólesterólgildi (hópar I og 4). Ekki var munur á aldri eða blóðfitugildum en púls var hraðari í hvfld og eftir áreynslu meðal þeirra sem reykja. Munur á ö/a- hlutfalli reyndist verulega marktækur eftir áreynslu í þessum hópum og blóðrennslishraði var greinilega aukinn í náraslagæðum reykingamanna. Að síðustu var gerður samanburður á áhrifum kólesterólgilda án tillits til reykinga (tafla VI). Blóðfita, bæði kólesteról og þríglýseríð eru marktækt mismunandi í þessum hópum karla. Hins vegar kom ekki fram raunverulegur munur í mælingu á púlsi, blóðþrýstingi eða blóðrennslishraða hjá þessum mönnum í hvfld eða eftir áreynslu. Ö/a-hlutfall breyttist ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.