Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 40
370 LÆKNABLAÐIÐ fyrir því að dauðsfallið væri ekki að rekja til afleiðinga uppskurðarins. Það tókst sjúkrahúsinu ekki og aðstandendum hins látna voru dæmdar bætur. Þá má nefna hér nokkra íslenska hæstaréttardóma varðandi sönnun fyrir orsakasambandi. Fyrst skal nefna dóm frá 1990 (8), svonefndan fjöltaugabólgudóm. Kona gekkst undir aðgerð á Landspítalanum vegna fjöltaugabólgu og fólst aðgerðin í því að taugahnoðu voru fjarlægð. ígerð komst í skurðsárin, sem að áliti konunnar leiddi til líkamstjóns. Konan var metin 75% varanlegur öryrki. í málinu lágu fyrir mörg læknisfræðileg álit og bar læknum ekki saman um nokkur atriði, til dæmis hver eða hverjar væru orsakir sjúkdóms konunnar eftir aðgerðina. Konan byggði skaðabótakröfu sína ekki á því að mistök hafi verið gerð við sjálfa aðgerðina, heldur hafi eftirmeðferðinni verið ábótavant, að orsakasamband væri á milli eftirmeðferðarinnar og eftirfarandi sjúkdóms hennar. Héraðsdómur sýknaði vegna þess að hann taldi að ekki væri sannað orsakasamband milli ígerðarinnar og sjúkdómsins. Hæstiréttur sýknaði einnig. í dómi Hæstaréttar er tekið fram að læknisfræðileg gögn málsins veittu ekki sönnun fyrir því að sjúkdómur konunnar yrði rakinn til vanrækslu eða annarrar saknæmrar hegðunar starfsmanna Landspítalans við meðferð hennar eftir skurðaðgerðina. 1 dómnum var ekki tekin afstaða til þess hvort það að ígerð skyldi komast í skurðsárið væri að rekja til saknæmrar háttsemi, en þar sem orsakasambandið var ósannað var sýknað. Þá skal nefndur dómur er gekk í Hæstarétti í desembermánuði 1992 (9). Um var að ræða bótamál vegna drengs sem var 100% öryrki frá fæðingu. Talið var að hann hefði skaddast á heila vegna súrefnis- og næringarskorts í fæðingu o§ á fyrstu mínútunum eftir fæðinguna. í hæstaréttardómnum er bent á ýmislegt sem betur hefði mátt fara í fæðingunni. Læknir var ekki viðstaddur sjálfa fæðinguna, en kom á vettvang á fyrstu mínútunum. Samkvæmt starfsreglum sjúkrahússins á læknir að vera viðstaddur allar fæðingar. Þar sem brugðið var út frá þessurn starfsreglum sjúkrahússins var búið að sanna að um gáleysi, saknæma athöfn, var að ræða. Þá var eftir að sanna hvort orsakasamband væri á milli þessarar saknæmu athafnar eða athafnaleysis, það er að enginn læknir var viðstaddur, og tjónsins. Af hálfu sjúkrahússins var því haldið fram að það hefði engu breytt að hafa lækni viðstaddan. Læknirinn hefði ekki gripið inn í hvort eð var, þar sem ekkert gaf til kynna að eitthvað væri að barninu fyrir fæðinguna. Hæstiréttur taldi í ljós leitt að nokkuð hafi skort á að nægilegra öryggisráðstafana hafi verið gætt við fæðingu drengsins miðað við aðstæður á sjúkrahúsinu og starfsreglur þess. Þá segir í dómi Hæstaréttar: »Orsakasamhengi milli þess, sem fór úrskeiðis, og heilaskaðans, sem drengurinn varð fyrir, er að vísu ósannað, enda má telja víst af þeim læknisfræðilegu gögnum, sem við er að styðjast í inálinu, að sú sönnunarfærsla sé mjög torveld. A hinn bóginn verður það ráðið af gögnum þessum, að um orsakasamband geti hafa verið að ræða. Eins og atvikum er háttað leiða sönnunarreglur til þess, að stefndi (sjúkrahúsið) verður að bera halla af óvissu í þessum efnum.« Sjúkrahúsið var því látið bera óskipta fébótaábyrgð á tjóninu. I þessum dómi er talið nægja að sanna að um sök hafi verið að ræða. Sönnunarbyrðinni varðandi orsakasambandið er velt yfir á sjúkrahúsið, snúið við. Jafnframt skal nefndur héraðsdómur frá 8. júní 1993 (10). Foreldrar drengs, sem var 100% öryrki frá fæðingu, höfðuðu mál á hendur sjúkrahúsi þar sem þau töldu að örorkuna væri að rekja til mistaka starfsfólks þess við fæðingu barnsins. Dómurinn taldi að ekki hefði verið rétt staðið að fæðingu drengsins, einkum að því er varðaði öryggisráðstafanir og ákvarðanatöku. Af læknisfræðilegum gögnum málsins kæmi ekki fram hvenær skaðinn sem olli örorku drengsins hefði komið fram svo öruggt væri, fyrir, í eða eftir fæðingu. Læknisfræðilegu gögnin bentu hins vegar til þess að orsakasantband gæti hafa verið milli þess sem úrskeiðis fór og heilaskaða drengsins. Dómurinn taldi að sjúkrahúsið ætti að bera halla af óvissu í þeim efnum og dæmdi því sjúkrahúsið bótaskylt. Þessi dómur fellir sönnunarbyrði varðandi orsakasamhengið á sjúkrahúsið rétt eins og Hæstiréttur gerði í dómnum frá 10. desember 1992 (9). Dómi þessum var ekki áfrýjað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.