Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 349-358 349 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson1*, Steinn Jónsson1>, Bjarni Agnar Agnarsson2>, Tryggvi Ásmundsson3> BANDVEFSMYNDANDI BERKJUNGATEPPA MEÐ LUNGNABÓLGU: Klínísk sérkenni 19 sjúklinga á íslandi INNGANGUR Bandvefsmyndandi berkjungateppa nieð lungnabólgu (Bronchiolitis Obliterans Organizing Pneumonia - BOOP) er sjúkdómsgreining byggð á sérkennandi vefjabreytingum í lungum, sem fyrst var lýst af Lange árið 1901 (1). A undanförnum áratug hefur orðið ljóst að þessum breytingum fylgja oft sérkennandi sjúkdómseinkenni og breytingar á röntgenmynd (2,3). BOOP hefur því í vaxandi mæli verið skilgreind sem sérstakt sjúkdómsástand. Þessi áhersla á BOOP sem sjálfstæðan sjúkdóm hefur hagnýta þýðingu. því að BOOP hefur svarað barksterameðferð mun betur en aðrir bandvefsmyndandi bólgusjúkdómar í lungum. í fyrri rannsóknum hefur í fæstum tilfellum fundist orsök fyrir BOOP-breytingum og sjúkdómurinn því talinn vera af óþekktum orsökum (2-7). Það er þó vel þekkt að BOOP-breytingar greinast í tengslum við aðra sjúkdóma, svo sem sýkingar, liðagigt, krabbamein, geislun og fleira (8-10). EFNIVIÐUR OG AÐERÐIR Leitað var í tölvuskráðum gagnabanka rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Alls fundust 22 tilfelli og var fyrsta tilfellið frá nóvember 1983 og það síðasta frá júlí 1991. Fundin voru gögn þeirra sjúklinga sem við rannsókn á lungnasýnum höfðu hlotið greininguna bronchiolitis obliterans eða organizing pneumonia. 011 tilfellin voru greind á sjúkrahúsunum í Reykjavík, það er Landakotsspítala, Landspítala og Borgarspítala. Meinafrœði: Vefjasneiðar allra sjúklinga voru endurmetnar. BOOP var greind ef Frá 1>lyflækningadeild Landakotsspítala, 2>rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, 3>lyflækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, 11 Dogwood Court, Cromwell, Connecticut 06416, USA. bandvefur fyllti upp í smæstu loftvegi, það er blöðrupíplur og endaberkjunga (bronchiolitis obliterans) og lungnablöðrur (organizing pneumonia) og annað sem markvert þótti í vefjasýninu. Kannað var hvort lungnasýni var fengið með skurðaðgerð eða við berkjuspeglun. Þrír sjúklingar sem hlotið höfðu greininguna BOOP eða bronchiolitis obliterans voru útilokaðir frá rannsókninni þar eð þeir uppfylltu ekki meinafræðileg skilmerki. Nítján sjúkratilfelli voru athuguð nánar. Klímskir þœttir: I töflu I er getið þeirra upplýsinga sem leitað var eftir og skráðar voru úr sjúkraskýrslum. Allir sjúklingarnir, sem voru á lífi, voru skoðaðir á árinu 1991 (SJ eða TA), en að öðru leyti var stuðst við sjúkraskýrslur og göngudeildarnótur. Fimm sjúklinganna voru látnir við upphaf rannsóknar. Dánarorsakir þeirra voru kannaðar með athugun á krufningarkýrslum (sjúklingar # I og #7, töflur II og III) og dánarvottorðum frá Hagstofu íslands. Myndgreining: Röntgenmyndir allra sjúklinganna voru skoðaðar. Til úrlestrar Tafla I. Þœttir sem leitað var eftir við úrvinnslu á sjúkras/cýrslum. Almennt Rannsóknir Aldur Myndgreiningar Heilsufarssaga Blóðmeinafræði (rblk, hvblk, sökk) Reykingasaga Blóðvatnspróf (mótefni, vakar) Sjúkrasaga og einkenni Sýklaræktanir Teikn við skoðun Blóðgasmælingar Sjúkdómsgangur og afdrif Öndunarpróf Meðferð Berkjuskolsýni (frumurannsókn og ræktanir)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.