Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 34
364 LÆKNABLAÐIÐ Tafla VI. Hópum raóar efíir kólesterólgildum án tillits til reykingavenja. Hópur 1 og 4 Lágt kólesteról Hópur 2 og 3 Hátt kólesteról p-gildi Fjöldi 68 24 Aldur (ár) 47 ±6 49 ±5 em Kólesteról (mg/dl) 194 ±21 298 ±30 <0,0001 Þríglýseríð (mg/dl) 98 ±59 130 ±53 <0,05 Fyrir áreynslu Púlstíðni (sl./mín.) 81 ±14 82 ±11 em Blóðþrýstingur (mm Hg) 126 ±13 130 ±16 em ABI hægra megin 1,13± 0,08 1,08± 0,06 <0,01 ABI vinstra megin 1,12± 0,08 1,10± 0,07 em Mesta tíðni hægri nára (kHz) 3,8 ± 1,2 3,5 ± 0,9 em Mesta tíðni vinstri nára (kHz) 3,6 ± 1,0 3,4 ± 0,9 em Eftir áreynslu Púlstíðni (sl./mín.) 117 ±16 122 ±12 em Blóðþrýstingur (mm Hg) 143 ±18 148 ±21 em ABI hægra megin 1,05± 0,10 1,01 ± 0,11 em ABI vinstra megin 1,01 ± 0,11 0,98± 0,12 em Mesta tíðni hægri nára (kHz) 5,2 ±1,5 4,7 ± 0,9 em Mesta tíðni vinstri nára (kHz) 5,0 ± 1,6 4,8 ± 0,9 em em=ekki marktækt 1 khz=1000 rið ABI=ökkla/upparms hlutfall heldur. Hjá mönnum sem ekki nota tóbak mældist þó nokkru hraðari hjartsláttur hjá þeim sem höfðu há kólesterólgildi. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að blóðflæði til ganglima í hópi miðaldra manna, sem hvorki hafa þekkta sjúkdóma í slagæðakerfinu né einkenni um slagæðaþrengsli, er verulega háð reykingavenjum. Þannig er ökkla/arms þrýstingshlutfallið mun lægra meðal reykingamanna og verður sá munur enn greinilegri eftir áreynslu. Kólesteról virðist ekki vera sjálfstæður áhættuþáttur hvað þetta varðar, en þegar saman fara há gildi kólesteróls og reykingar eru greinilega auknar líkur á trufluðu blóðrennsli til ganglima. Þessi rannsókn virðist því styðja þá tilgátu að tóbaksreykingar hafi meiri áhrif til minnkunar blóðrennslis í ganglimum en hátt kólesteról. Edinborgar-rannsóknin á blóðflæði til ganglima hjá einstaklingum 55-74 ára sýndi fram á sterkari fylgni tóbaksreykinga en kólesterólgilda við lækkun á ö/a-stuðli (6). í þessari rannsókn gafst ekki tækifæri til að meta sérstaklega áhrif þeirra blóðfituþátta sem kunna að hafa mikið vægi við myndun þrengsla í slagæðakerfinu, svo sem lág HDL gildi eða óvenju há VLDL gildi (13), enda voru þessir þættir ekki mældir í úrtakinu. Aukinn rennslishraði á blóði í slagæð við venjulegt útflæði hjarta bendir að jafnaði til þrengsla í æðinni (10), svo sem sjá má við æðakölkun og sjást slík þrengsli einnig við notkun doppler- mælinga á hjartalokuþrengslum. Þessi aukni blóðrennslishraði kann einnig að vera háður semju- (sympathic) spennu æðaveggja og hjartsláttartíðni meðal reykingamanna og getur þannig bent til aukinnar mótstöðu í æðakerfinu. Aðrir þættir sem kunna að hafa aukið vægi meðal reykingamanna eru aukið magn blóðrauða og fíbrínógens og aukið magn af kolsýrlingi tengdum blóðrauða. Sumir þessara þátta auka einnig seigju blóðsins (1,14). í rannsókn þessari reyndist blóðrennslishraði aukinn í slagæðum reykingamanna ef ekki var tekið tillit til blóðfitugilda, þessi munur virðist hverfa ef hóparnir eru aðgreindir eftir kólesterólgildum og reynt að meta sérstaklega áhrif hárrar og lágrar blóðfitu í hópi reykinga- og ekki reykingamanna. Ef til vill er um raunverulegan mun að ræða, en þar sem hóparnir urðu litlir þegar þeim var raðað eftir háum og lágum kólesterólgildum verður munurinn ekki sýnilegur. Einnig kunna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.