Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.11.1993, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 371 I hæstaréttardómi frá 1989 var sönnunarbyrðinni snúið við. Drengur, sem fæddist á Landspítalanum, var 100% öryrki eftir fæðinguna. Naflastrengur hafði fallið fram í fæðingunni. Fyrst var reynt að ná barninu út með töngum. I það bjástur fóru 25-30 mínútur. Þá var tekin ákvörðun um að ná barninu út með keisaraskurði og tókst það um 33 mínútum eftir að naflastrengur féll fram. Héraðsdómur taldi sjúkrahúsið bótaskylt vegna þess að ósannað var að allt sent í valdi viðkomandi læknis stóð hafi verið gert til að ná barninu út á sem skemmstum tíma eftir að naflastrengur féll fram og óupplýst af hverju svo langur tími leið frá því og þar til konan var svæfð fyrir keisaraskurð. Talið var að sá tími hafi skipt sköpum fyrir ástand barnsins og líkur þess að komast óskaddað út úr fæðingunni. Hæstiréttur dæmdi sjúkrahúsið einnig bótaskylt með vísan til þess að skráningu sjúkrahússins var ábótavant og svokallaður síritastrimill glataðist. Strimillinn gat verið mikilsvert sönnunargagn. Athuganir sem fram fóru á vegum Landspítalans hafi ekki skýrt frekar þau atriði sem á skorti. Sjúkrahúsið var látið bera halla af skorti á sönnun um atvik að því er drengurinn fæddist með heilasköddun. Svo virðist sem ákveðinnar tilhneigingar gæti nú hjá dómstólum til að draga úr sönnunarkröfum gagnvart tjónþolum í læknamistakamálum, eða að minnsta kosti þarf minna til að sönnunarbyrðinni verði snúið við. VIÐBRÖGÐ SJÚKRASTOFNANA VIÐ BREYTTUM DÓMSTÓLAVENJUM 1. Almennt. Það verður aldrei hægt að koma algjörlega í veg fyrir öll slys á sjúkrastofnunum. Það er því spurning hvernig sjúkrastofnanir eigi að bregðast við þessum auknu kröfuin dómstólanna um að sjúkrastofnunin, læknarnir séu sekir þar til þeir hafa sannað sakleysi sitt, ef maður getur orðað þetta svo ögrandi. Það virðist að minnsta kosti sem meiri kröfur séu gerðar til sjúkrastofnana en ýmissa annarra hugsanlegra tjónvalda. 2. Rannsókn inni á sjúkrastofnunum - varðveisla gagna. Viðbrögðin verða að vera þau að um leið og minnsti grunur vaknar um að eitthvað hafi farið úrskeiðis, sé strax byrjað á að safna upplýsingum. Öll gögn, allar rannsóknarniðurstöður séu vandlega varðveitt, að síritastrimlar séu varðveittir, svo dæmi séu tekin. Allt starfsfólk sem kom að viðkomandi sjúklingi sé látið skila inn skriflegum skýrslum um atburðinn eða samskipti þess við viðkomandi sjúkling. Hver og einn skili inn eigin skýrslu og í þeirri skýrslu komi aðeins fram það sem viðkomandi starfsmaður getur borið um að eigin raun. Upplýsingar til dæmis um tímamörk og þess háttar séu ekki höfð eftir öðrum. Þessi vinnubrögð er reyndar farið að tíðka inni á sjúkrahúsum, að minnsta kosti hinum stærri. Það er afleitt að sjúkrastofnanir séu dæmdar bótaskyldar vegna þess að skýrslur um tjónsatburðinn eru ófullkomnar eða vegna þess að til dæmis síritastrimlar glatast, eins og gerðist í Landspítaladómnum frá 1989 (11). 3. Skráning í sjúkraskrár. Þá er rétt að víkja að skráningu í sjúkraskrár. Það hefur verið allur gangur á því hvernig skráð er í sjúkraskrár. En það er aldrei of mikið brýnt fyrir starfsfólki að skrá allt sem gert er. Það sem ekki er skráð, hefur ekki verið gert og það er stöðugt hamrað á þessu inni á sjúkrahúsunum. Það hefur verið fundið að skráningum í sjúkraskrár í dómum. Vísa má í þessu sambandi í hæstaréttardóm frá 1987 (12). Ellefu ára gömul stúlka datt í rólu og braut tvær framtennur. Það var þegar farið með stúlkuna á slysadeild Borgarspítalans. Stúlkan og móðir hennar báru að önnur tönnin hefði enn hangið í gómnunr og að þær hefðu haft hina tönnina meðferðis. 1 sjúkraskrá slysadeildar var skráð að tvær framtennur hefðu alveg brotnað úr, en ekkert minnst á það hvort þær væru til staðar. Tannlæknir var ekki kallaður til stúlkunnar á slysadeildinni, en stúlkunni ráðlagt að fara til tannlæknis daginn eftir. 1 sérfræðiáliti, sem lá frammi í málinu, kom fram að vegna ungs aldurs stúlkunnar hefðu verið góðir möguleikar á því að græða tennurnar í aftur. Af hálfu sjúkrahússins var því haldið fram að báðar tennur hefðu verið brotnar úr og ósannað væri að stúlkan hefði haft aðra hvora eða báðar með sér á slysadeildina. Bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti er fundið að ófullkominni skráningu í sjúkraskrá. Spítalinn var sakfelldur vegna vanrækslu á að kalla til tannlækni, en ljóst er af dómnum að ófullkomin sjúkraskrá átti sinn þátt í því að spítalinn var dæmdur bótaskyldur. í dómi hæstaréttar segir: »Lýsing í sjúkraskrá slysadeildar er ófullkomin, að því er varðar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.