Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 13
DV Helgarblað Föstudagur 25. maí 2007 13
Brautryðjendur í þróunarstarfi
Íslensk stofnun vinnur að þróunarstarfi í löndum fyrrum Júgóslavíu:
Í viðtali við DV þann 4. maí sagði Auðunn
Bjarni Ólafsson frá því hvernig það atvikaðist að
hann tók að sér að sinna þróunaraðstoð í lýðveld-
um fyrrum Júgóslavíu. Auðunn hafði verið sveit-
arstjóri í Súðavík og á Hellissandi en í honum
blundaði ævintýraþrá sem varð til þess að hann
fluttist með fjölskyldu sína til Zagreb í Króatíu
árið 1993 og hóf að starfa fyrir Hjálparstarf kirkj-
unnar og Lútherska heimssambandið.
Auðunn tók meðal annars þátt í því að endur-
byggja þúsundir húsa sem höfðu verið sprengd
eða brennd í átökum, ásamt því að aðstoða
minnihlutahópa á svæðinu við að flytja aftur
heim til sín eftir að hafa hrakist á vergang.
Í ársbyrjun 2001 fór Sænska þróunarsam-
vinnustofnunin þess á leit við Auðun að hann
tæki að sér verkefni fyrir stofnunina. Úr varð að
hann og eiginkona hans Sigurjóna Högnadóttir
komu á fót stofnuninni PEP International sem
unnið hefur að þróunarstarfi í Króatíu, Bosníu,
Serbíu, Svartfjallalandi, Albaníu og Makedóníu.
„Við fórum að efast um að almennar lausn-
ir á borð við sjóði og peningagjafir væru nógu
skilvirkar. Því stungum við upp á því að draga
úr peningaframlögum og leggja meiri áherslu á
nokkurs konar vitundarvakningu,“ sagði Auðunn
Bjarni í viðtali við DV. Þessar hugmyndir urðu til
þess að ryðja brautina fyrir nýja nálgun í þróun-
arstarfi þar sem áherslan er lögð á að gera sam-
félagið sjálfbært og íbúar og sveitarstjórnir vinni
saman með lýðræðislegum hætti.
Þessar hugmyndir mættu nokkurri andstöðu
í fyrstu en hafa síðan skilað miklum og mælan-
legum framförum. Verkefni PEP International á
Balkanskaga nálgast nú leiðarendann. Beinum
peningastyrkjum hefur verið hætt og nú vinn-
ur þessi íslenska stofnun fyrst og fremt sem ráð-
gjafi fyrir sveitarstjórnir í Albaníu og Makedón-
íu. Verkefnum á Balkanskaga lýkur í nóvember.
Auðunn Bjarni og hans starfslið búa sig því undir
að takast á við ný verkefni.
sigtryggur@dv.is
DV, 4. maí 2007
auðunn Bjarni Ólafsson sagði frá þróunarstarfi
íslensku stofnunarinnar PEP International á Balkan-
skaga. arijana Foric sagði einnig frá vonleysinu sem
fylgdi því að horfa upp á heimahagana lagða í rúst og
íbúana hrakta út í hungursneyð og vosbúð.
Föstudagur 4. maí 200718 Helgarblað DV
til þess að hugsa og gera áætlanir,“
segir �uðunn�
Ný sýn á starfið
Þegar �uðunn var fastur á Ís-
landi í endurhæfingu eftir bílslysið
fór hann að velta fyrir sér árangrin-
um af hjálparstarfinu� „Þegar mað-
ur lítur til baka, þá skildi uppbygg-
ingin í Bosníu og Kosovo í sjálfu sér
ekki mikið annað eftir sig en end-
urbyggð hús og kannski einhver
tækifæri, vegna þess að þarna var
verið að dreifa alls lags landbún-
aðartækjum og jafnvel búpeningi�
Þessi vinna hafði sennilega engin
áhrif á hugarfarið, hvað þá stjórn-
sýsluna� Við vorum farin að huga
að því að kannski hefði okkur sést
yfir þessa þætti,“ segir hann�
Hann var þegar í samræðum við
Sænsku þróunarsamvinnustofnun-
ina um að þróa verkefni sem hefði
aðra nálgun og önnur markmið en
þau sem unnin höfðu verið fram að
þessu� SID� ræddi við Lútherska
heimssambandið um að �uðunn
myndi leiða fleiri verkefni á Balk-
anskaga, en þær viðræður báru
ekki árangur og á endanum leituðu
Svíarnir eftir því að �uðunn kæmi
á fót eigin stofnun sem sæi um að
ráðstafa fé frá SID��
„Á meðan ég var heima í endur-
hæfingunni var ég farinn að vinna
í því að koma minni eigin stofnun
á fót� Ég fékk sænska stofnun í lið
með mér til þess að veita mér eins
konar skjól til þess að koma þessu
í gang� Síðan unnum við að því að
skrá okkar eigin stofnun�“
Upp úr þessu spratt PEP Inter-
national, stofnun �uðuns og Sig-
urjónu� „Við byrjuðum strax í upp-
hafi árs 2001 og komum hingað til
Makedóníu í janúar� Það ár settum
við upp skrifstofur bæði í �lban-
íu og í Ohrid í Makedóníu� Það ár
fór nánast einungis í rannóknar-
og undirbúningsvinnu,“ segir �uð-
unn�
Vitundarvakning í stað
peninga
PEP International hófst handa
með því að koma á fót hvatning-
arsjóði sem hafði um 400 þúsund
evrur til úthlutunar á þriggja ára
tímabili� „Engu að síður fórum við
að efast um að almennar lausnir á
borð við sjóði og peningagjafir virk-
uðu nægilega vel� Því fórum við að
stinga upp á því að réttast væri að
draga úr mikilvægi þessara fjár-
framlaga og auka verulega á nokk-
urs konar vitundarvakningu�“
Þessi hugmyndafræði mætti
talsverðri andstöðu í upphafi, enda
höfðu þorpshöfðingjar og sveitar-
stjórar gjarnan lagt fram einhvers
konar innkaupalista til hjálparstofn-
ananna� Það segir �uðunn hafa ver-
ið orðna viðtekna venju�
„Við ákváðum samt að halda
þessu til streitu og drógum úr fjár-
framlögunum alveg niður í það
að hvert þorp gat sótt um framlag,
að gefnu ákveðnu ferli, sem svar-
ar fimm þúsund evrum� Þetta var
gegn ákveðnu mótframlagi af þeirra
eigin hálfu� Þau urðu að leggja sjálf
fram bæði peninga og vinnu� Marg-
ir efuðust og sögðu að þetta myndi
aldrei ganga� Þetta hefur hins vegar
gengið mjög vel þegar upp er stað-
ið� Við erum meira að segja alveg
hætt öllum peningagjöfum í dag og
erum á staðnum til ráðgjafar og að-
stoðar�“
Svipað og heima
�uðunn segir að við margs kon-
ar vandamál hafi verið að glíma�
Meðal annars hafi vantraust manna
á milli verið mikið og allra síst hafi
fólk treyst yfirvöldum til þess að fara
með almannafé�
„Við höfum reynt að auka gagn-
sæið í stjórnsýslunni hjá þeim sveit-
arstjórnum sem við höfum verið að
vinna með� Það er alveg ný reynsla
hjá þessu fólki að sjá samheng-
ið á milli gagnsærrar stjórnsýslu,
þess að dreifa upplýsingum og gera
þær aðgengilegar fyrir borgarana,
og breyttra viðhorfa borgaranna�
Menn eru farnir að sjá að fólk met-
ur stjórnvöld betur og er jákvæðara
í garð þeirra,“ segir hann�
PEP International hefur að þessu
leyti unnið sem ráðgjafi og viðræðu-
aðili� Stofnunin hefur boðið sveitar-
stjórnunum upp á fundaaðstöðu
og aðgang að tölvubúnaði og þess
háttar�
„Sveitarfélögin hér eru mörg hver
á svipuðum slóðum og íslensk sveit-
arfélög voru á fyrir á að giska tuttugu
árum� Hér er þó í dag ekkert sveit-
arfélag með færri en fimm þúsund
íbúum� Þessi fimm þúsund manna
sveitarfélög hér eru í svipaðri stöðu
og Súðavík var sem 250 manna sveit-
arfélag þegar ég var þar sveitarstjóri
árið 1980,“ segi �uðunn�
Hann segist oft verða var við það
viðhorf að í Makedóníu geti hlutirn-
ir aldrei orðið í lagi� Hann segist þá
nota samlíkinguna við Ísland� „Þeg-
ar ég var krakki, þá vorum við að
�rijana Foric gekk til liðs við
�uðun Bjarna Ólafsson og teymi
hans í Bosníu árið 1998� Hún seg-
ir ástandið þá hafa verið ólýsanlega
erfitt� Gríðarleg eyðilegging hafi
blasað við og ekki hafi séð fyrir end-
ann á þeirri mannlegu eymd sem
fylgdi stríði sem enginn skildi�
DV ræddi við �rijönu á hátíð
sem haldin var í þorpinu Sanski
Most í Bosníu í tilefni þess að tíu
ár eru liðin frá því að Lútherska
heimssambandið og Sænska þró-
unarsavinnustofnunin hófu upp-
byggingu á svæðinu undir stjórn
�uðuns Bjarna�
Sorg og vonleysi
�rijana segist ekki hafa skilið
stöðuna til fulls þegar hún kom til
Sanski Most árið 1998� „Ég fædd-
ist í bæ sem er aðeins í þrjátíu kíló-
metra fjarlægð frá Sanski Most, en
var alin upp í Zagreb� Stríðið náði
aldrei til Zagreb með sama hætti
og það náði til þessara svæða hér
í sveitinni� Þegar ég sá gamla fæð-
ingarbæinn minn, þá stóðu engin
hús lengur,“ segir hún�
�rijana segist hafa verið ung
og reynslulaus á þessum tíma� Við
henni hafi blasað botnlaus fátækt,
sorg og vonleysi� „Það er sennilega
erfitt fyrir fólk sem aðeins hefur
fylgst með stríðinu í kvöldfréttun-
um að setja sig inn í þetta andrúms-
loft, en málið er að það var jafnvel
erfitt fyrir mig sem samt er alin hér
upp og var hér allan tímann�“
Fyrsti hugrakki maðurinn
Þegar hún er spurð um �uðun
og starf hans, þá telur hún að fyrst
og fremst sé hann mjög hugrakk-
ur maður� „�uðunn reyndi að sjá
heildarmyndina og átta sig á því
hvað væru viðkvæmustu staðirnir
og hvar mikilvægast væri að byrja
aðstoðina� Eftir á að hyggja, þá þyk-
ir mér vel hafa tekist til miðað við
að þetta voru ákaflega erfiðir tím-
ar og það virtist ógerningur að átta
sig á því hvernig væri best að vinna
þetta�
Í þessum skilningi vann �uð-
unn mikið verk og gott� Hann fór
sjálfur inn á svæðin til þess að átta
sig á aðstæðum í stað þess að reiða
sig á upplýsingar frá öðrum� Hann
vildi sjá þetta sjálfur� Hann var fyrsti
hugrakki útlendingurinn sem kom
hingað til þess að vinna hjálpar-
starf,“ segir hún�
Að geta ekki hjálpað
Sárast var, að mati �rijönu, að
átta sig á því í fyrstu hve margir
þurftu á aðstoð að halda� „Ég hafði
ekki gert mér grein fyrir því að þess-
ir hlutir gætu átt sér stað� Það voru
svo margir sem þurftu á hjálp að
halda og að sjálfsögðu gat maður
ekki veitt alla þá hjálp sem þurfti�
Ég gat aðeins hjálpað litlum hluta�
Það var líka ansi erfitt að átta
sig á því að af hverjum eitt hundr-
að manneskjum gat maður aðeins
hjálpað tíu� Þau þurftu öll á sams
konar hjálp að halda� Stundum
þakka ég æðri máttarvöldum fyrir
það að aðstoðin skuli hafa haldið
áfram� Þegar ég kem aftur í gamla
bæinn minn í dag, þá er búið að
endurbyggja nánast öll húsin� Það
er eins og nýr bær�“
Með stolti
„Ég veit hreinlega ekki hvort það
var hollt fyrir mig að fyrsti yfirmað-
ur minn skyldi vera svona góður�
Hann fór alltaf með okkur eins og
við værum fjölskyldan hans� En ég
myndi aldrei kvarta,“ segir �rijana
og hlær við�
Hún kveðst stolt af því að hafa
fengið tækifæri til þess að vinna
með �uðuni� „Jafnvel þó að sam-
félagið sé ekki nákvæmlega eins
og það var áður en átökin brutust
út, og getur sennilega aldrei orðið,
þá hefur svo mikið áunnist og það
er ekki hægt annað en að finna til
stolts þegar maður lítur yfir farinn
veg�“
sigtryggur@dv.is
Arijana Foric Auðuni Bjarna Ólafssyni
FYRSTI HUGRAKKI
STARFSMAÐURINN
Sprengjuregn í
Albaníu albanskir
borgarar virða fyrir sér
ónýtt þakið á híbýlum
sínum í borginni
Neprosteno. stór hluti
af starfi auðunns fólst í
því að endurbyggja,
skemmd og brunnin
hús á Balkanskaga og
undirbúa bæjarfélögin
fyrir endurkomu íbúa
sem höfðu hrakist á
vergang. sumir bjuggu
í flóttamannabúðum,
aðrir í tjöldum við
þröngan kost í landi þar
sem kuldi nær 30
stigum að vetri.
Morgunfundur hjá PEP starfsfólk PEP í Bitola í makedóníu hittist á skrifstofunni
að morgni dags. Þar er verkefnum dagsins deilt út. síðan skiptist liðið og heldur út
í þorpin þar sem unnið er í samstarfi við þorpshöfðingja, sveitarstjórnir og nefndir
við að ná settum markmiðum í stjórnsýslunni. mikil áhersla hefur verið lögð á að
hafa stjórnsýsluna gagnsæja til þess að byggja upp traust borgaranna.
kljúfa okkur út úr skömmtunarkerf-
inu og það var stórmál að reyna að fá
gjaldeyri, til dæmis.“
Óráðin framtíð
Nú sér fyrir endann á verkefn-
um Auðuns, Sigurjónu og starfsliðs
þeirra á Balkanskaga. Verkefni þeirra
fyrir SIDA standa út septembermán-
uð og eftir það er framtíðin að mestu
óráðin. „Við höfum þegar feng-
ið beiðni um að færa þessa vinnu
upp á næsta stjórnsýslustig, það er
að segja að vera milligönguaðili og
stýra samskiptum á milli samtaka
sveitarfélaga og ráðuneytanna.“
Auðunn segir að enginn botn sé
þó kominn í framtíð starfseminnar
og þá vitanlega framtíð þeirra hjóna.
sú aðferð sem þau hafa beitt í þróun-
araðstoð er ný af nálinni og miklar
líkur eru á að áhugi verði fyrir því að
fara í sams konar starf á öðrum víg-
stöðvum. „Við þurfum að selja þessa
hugmynd einhverjum sem eru til-
búnir að fjármagna þetta starf. Það
þarf ekkert endilega að vera Sænska
þróunarsamvinnustofnunin, það
gæti orðið hvaða stofnun eða sam-
tök sem er,“ segir Auðunn.
Sænska þróunarsamvinnustofn-
unin er aðili að þessu starfi PEP Int-
ernational og samkomulag er um
að stofnanirnar eigi aðferðafræðina
að jöfnum hlut. „Ef ekkert verður úr
áframhaldandi samstarfi með SIDA,
þá tek ég náttúrulega þetta konsept
og sel það áfram. Í öllu ferlinu höf-
um við spurt sjálf okkur hvernig við
myndum gera sams konar vinnu á
öðrum stöðum þar sem aðstæðurn-
ar eru öðruvísi. Þannig höfum við
óbeint undirbúið okkur undir það
að fara með þetta prógramm eitt-
hvert annað.“
En skyldi ekki vera kominn tími
til þess að hætta flakkinu og koma
heim? „Fólk hefur oft spurt okkur
að þessu og jafnvel í þeim dúr að
við þyrftum að fara að hætta þess-
ari vitleysu og gera eitthvað af viti.
Ég hef alla tíð kosið að líta á þetta
sem vinnu, frekar en eitthvert hjálp-
arstarf eða þess háttar. Við eigum
heimili á Íslandi sem við notum þeg-
ar við erum þar og komum þangað
reglulega. Svona er bara lífið.“
sigtryggur@dv.is
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 19
„Það er sennilega erfitt
fyrir fólk sem aðeins
hefur fylgst með stríð-
inu í kvöldfréttunum að
setja sig inn í þetta and-
rúmsloft, en málið er
að það var jafnvel erfitt
fyrir mig sem samt er
alin hér upp og var hér
allan tímann.“
Arijana Foric arijana gekk til
liðs við teymi auðuns Bjarna
Ólafssonar árið 1998. Hún segir
að mjög erfitt hafi verið að horfa
upp á alla eyðilegginguna sem
hlaust af styrjöldinni og erfitt hafi
verið að átta sig á því hvar ætti að
byrja. auðunn hafi þó óhræddur
farið inn á viðkvæmustu svæðin
til þess að átta sig á veruleikan-
um.
Endurbyggt þorpið Þorpið Hamabar-
ine í nágrenni sanski most í Bosníu er
eitt þeirra fjölmörgu þorpa sem auðunn
Bjarni vann að því að endurbyggja.
Húsin voru ekki eina vandamálið sem
blasti við því að oft á tíðum tilheyrðu
íbúarnir minnihlutahópum sem voru
síður en svo velkomnir heim til sín. Því
þurfti að beita samningum og fortölum
til þess að þessir fólksflutningar færu
friðsamlega fram.
18°16°14° 20° 22°
22°20°18°16°14°
Svartfjal laland
R ú m e n í a
A l b a n í a
A u s t u r í k i
G r i k k l a n d
B ú l g a r í a
S l ó v e n í a
K r ó a t í a
U n g v e r j a l a n d
B o s n í a o g
H e r z e g ó v í n a
S e r b í a
Makedónía
K O S O V O
Fyrrum Júgóslavía starfsemi PEP International, stofnunar auðuns Bjarna, hefur náð vítt og breitt um Balkanskaga. Fyrstu
árin fóru í að endurbyggja húsnæði fyrir fólk sem lent hafði á vergangi vegna stríðsátaka. síðustu ár hefur starfið aðallega
verið í makedóníu og albaníu, þar sem stofnunin hefur beint sjónum að lýðræðislegri framkvæmd.
Uppskerum minni spillingu
Starfsmaður SIDA í Makedóníu lýsir starfsaðferðum í þróunaraðstoð:
Vasko Hadzievski, starfsmaður Sænsku þróun-
arsamvinnustofnunarinnar, SIDA, í sendiráðinu í
Skopje, sagði frá starfsemi stofnunarinnar í Make-
dóníu. Hann segir markmiðið með starfsemi stofn-
unarinnar í löndunum á Balkanskaga að undirbúa
bæði fólkið og stjórnsýsluna undir aðild að Evrópu-
sambandinu.
Vasko segir verkefnin á Balkanskaga hafa ver-
ið mikla áskorun fyrir Sænsku þróunarsamvinnu-
stofnunina. Árangurinn liggi meðal annars í því að
spilling í stjórnkerfinu hafi minnkað til muna auk
þess sem almenningur sé nú mun meðvitaðri um
hlutverk sitt í samfélaginu. „Sveitarstjórnirnar gera
sér núna grein fyrir því að fólkið í sveitinni er kjós-
endurnir og annað hvort verða þær að ná árangri í
samvinnu við sitt fólk, ellegar verður þeim skipt út í
næstu kosningum,“ segir Vasko.
Hann segir Makedóníumenn hafa þurft að læra
að vera sjálfstæð þjóð. Engar skipanir komi nú frá
Belgrad eins og títt var á tímum kommúnismans.
Eitt af markmiðunum með þróunarstarfinu á Balk-
anskaga er að losa löndin úr greipum miðstýringar.
Vasko segir SIDA notast fyrst og fremst við aðr-
ar sjálfstæðar stofnanir og verktaka til þess að sinna
þessum verkefnum. Þannig sé hlutverk stofnun-
arinnar fyrst og fremst að móta stefnuna í þróun-
arstarfi og sinna eftirliti með framkvæmdinni. Í
Svíþjóð sé þegar nokkurt úrval af stofnunum og
samtökum sem hafi reynslu af því að sinna þróun-
araðstoð.
Vasko lýsti ánægju sinni með það frumkvöðla-
starf sem íslenska stofnunin PEP International hefur
unnið. „Ég hef orðið var við það alveg frá grasrótinni
hversu árangursríkar þessar aðferðir Auðuns hafa
verið. Þetta hefur reynst okkur ómetanleg hjálp við
að losna undan miðstýringunni. Ekki má þó gleyma
því að það hefur tekið talsverðan tíma fyrir þessar
breytingar að skila sér í sýnilegum árangri. Þessi ár-
angur liggur fyrst og fremst í hugarfarsbreytingum
hjá fólkinu, sem síðan skila sér í betri stjórnsýslu og
minni spillingu,“ segir hann.
sigtryggur@dv.is
Föstudagur 11. maí 200716 Helgarblað DV
Lönd fyrrum Jógóslavíu á Balkanskaga hafa geng-ið í gegnum byltingar-kenndar breytingar, frá
miðstýringu kommúnismans í átt
til frelsis og borgaralegra réttinda.
Vasko Hadzievski, starfsmaður
Sænsku þróunarsamvinnustofnun-
arinnar, segir þessar breytingar ekki
hafa komið sársaukalaust.
Eftir styrjöld sem geisaði á Balk-
anskaga um árabil og lauk með um-
deildum loftárásum NATO á Kos-
ovo-hérað í mars árið 1999 kom í
ljós samfélag fólks sem ekki var vant
að takast á við þá ábyrgð sem fylgir
frelsinu.
Vasko er frá Makedóníu, býr í
höfuðborginni Skopje og vinnur í
sænska sendiráðinu þar. Hann seg-
ir að Sænska þróunarsamvinnu-
stofnunin, SIDA, ásamt verktökum
hennar hafi flýtt fyrir umbótum á
Balkanskaga. Markmiðið er aðild að
Evrópusambandinu.
Lærum á frelsið
„Við höfum þurft að læra að vera
sjálfstæð þjóð. Í dag er ekki neinn yf-
irboðari í Belgrad sem sendir pen-
inga og gefur skipanir. Bæði ríkis-
stjórn og sveitarstjórnir hafa þurft að
læra að fara með vald í eigin málum
og taka ábyrgð í samræmi við það.
Ég er að tala um ábyrgðina sem fylg-
ir frelsinu og hún byrjar hjá einstakl-
ingnum,“ segir Vasko.
Hann segir að í valdatíð Títós hafi
almenningur aldrei haft góða til-
finningu fyrir lýðræði, enda hafi það
ekki verið til staðar. „Nú verður hver
og einn að taka ábyrgð. Í þessu felst
mikil áskorun og við verðum líka að
átta okkur á því að þetta er ferli sem
tekur tíma,“ segir Vasko. Hann seg-
ir að með markvissri vinnu af hálfu
stofnana á vegum SIDA hafi ver-
ið hægt að flýta fyrir breytingum til
hins betra.
Sjálfstæðar stofnanir
Sænska þróunarsamvinnustofn-
unin hefur í gegnum tíðina notast við
sjálfstæðar stofnanir til að vinna að
þróunarstarfi fyrir sína hönd. Þannig
sér SIDA um að marka stefnuna og
fjármagna verkefnin, ásamt því að
sinna eftirliti með framkvæmdinni.
SIDA hefur verið stærsti aðilinn í þró-
unarstarfi á Balkanskaga, en bæði
Hollendingar og Bandaríkjamenn
hafa líka unnið mikið starf á svæð-
inu.
Meðal þeirra sjálfstæðu stofnana
sem starfa fyrir SIDA á Balkanskaga
eru samtökin Kvinna till kvinna. Tak-
mark þeirra er að stuðla að jafnrétti
kynjanna á svæðinu ásamt því að
reyna að koma í veg fyrir ofbeldi gegn
konum. Olof Palme-stofnunin hefur
einnig lagt hönd á plóginn, en vinnur
nú fyrst og fremst að lýðræðismálum
í Írak. Sænska Helsinkinefndin hef-
ur unnið mikið starf í öllum löndum
Balkanskaga og víðar. Sænska Hels-
inkinefndin vinnur fyrst og fremst að
því að efla mannréttindi.
Íslenska stofnunin PEP Inter-
national hefur starfað náið með SIDA
að verkefnum á Balkanskaga frá því í
ársbyrjun 2001. Auðunn Bjarni Ólafs-
son leiðir PEP International.
Minni spilling
Vinna Auðuns Bjarna og PEP
International hefur á síðustu árum
beinst að því að styrkja lýðræðis-
hugsun og bæta stjórnsýslu í sveit-
um og smærri bæjum. Í þessari við-
leitni skapaði Auðunn nýja aðferð í
þróunarstarfi, þar sem áherslan var
færð frá peningastyrkjum í átt til vit-
undarvakningar meðal íbúanna og
sveitarstjórnanna.
Vasko segir árangurinn af þessu
starfi augljósan. Hann hafi byrjað
að birtast á undanförnum þremur
árum. „Ég hef orðið var við það alveg
frá grasrótinni hversu árangursríkar
þessar aðferðir Auðuns hafa verið.
Þetta hefur reynst okkur ómetanleg
hjálp við að losna undan miðstýr-
ingunni. Ekki má þó gleyma því að
það hefur tekið talsverðan tíma fyrir
þessar breytingar að skila sér í sýni-
legum árangri. Ég er reyndar sann-
færður um að þessi tími hafi verið
bæði óhjákvæmilegur og nauðsyn-
legur. Árangurinn liggur fyrst og
fremst í hugarfarsbreytingum hjá
fólkinu, sem síðan skila sér í betri
stjórnsýslu og minni spillingu,“ seg-
ir Vasko.
Auðunn Bjarni gerði grein fyrir
starfsemi PEP International í ítar-
legu viðtali við DV um síðustu helgi.
Hlutverk almennings
Vasko segir að oft sé almenn-
ingi ekki ennþá ljóst hver sé réttur
hans og skyldur. „Fólk veit til dæm-
is ekki alltaf hvaða stofnanir það
getur nálgast til þess að hafa áhrif
á tiltekin mál. Það er mín tilfinning
að Makedóníu veitti ekki af nokkr-
um árum til viðbótar af starfi á borð
við það sem PEP International hefur
verið að vinna.“
Hann segir að þannig væri hægt
að vinna með mun fleiri sveitarfé-
lögum. Íbúarnir myndu skilja bet-
ur hlutverk stjórnvalda, hvernig þau
virka og ekki síst myndi fólk skilja
betur hvað er svona mikilvægt við
að stjórnsýslan sé gagnsæ og að-
gengileg.
„Því miður gerir SIDA ekki ráð fyr-
ir að fjármagna fleiri svoleiðis verk-
efni hér í bili. Auðunn Bjarni og hans
stofnun eru að öllum líkindum á för-
um héðan í nóvember. Það er reynd-
ar ekki hægt að útiloka að önnur ríki
eða stofnanir muni fjármagna svipað
starf,“ segir Vasko.
Hann telur að raunveruleg þörf
sé fyrir að halda þessu starfi áfram í
Vasko Hadzievski
LÆRUM AÐ FARA
MEÐ FRELSIÐ
Vasko Hadzievski
sænska þróunarsamvinnustofnunin, sIda, er stærsti aðilinn í þróunarstarfi á
Balkanskaga. Vasko Hadzievski, starfsmaður stofnunarinnar segir frá því hvernig
lönd fyrrum Jógóslavíu þurftu að læra að fara með frelsi og lýðræði. Hann segir þá
tegund þróunarstarfs sem íslenska stofnunin PEP International hefur mótað hafa
haft meiri áhrif til framtíðar á Balkanskaga en flestir gera sér grein fyrir. markmið
sIda er að undirbúa löndin undir aðild að Evrópusambandinu.
„Starf okkar styrkir
lýðræðishugsun. Sveit-
arstjórnirnar gera sér
núna grein fyrir því
að fólkið í sveitinni er
kjósendurnir og annað
hvort verða þær að ná
árangri í samvinnu við
sitt fólk, ellegar verð-
ur þeim skipt út í næstu
kosningum.“
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 17
fimm ár til viðbótar. „Það er þarna
sem PEP International hefur náð
hvað mestum árangri.“
Evrópuaðild er markmið
Endanlegt markmið Sænsku
þróunarsamvinnustofnunarinnar
með starfi sínu í fyrrum Júgóslavíu
er aðild þessara landa að Evrópu-
sambandinu. „Kosturinn er að hér
þurftum við aldrei að byrja alveg frá
grunni. Vissulega var tímabil, bæði í
stríðinu og eftir að átökunum lauk,
þegar við þurftum að einbeita okkur
að því að finna heimili fyrir fólk og
bæta innviði samfélagsins. En þegar
því lauk var til staðar samfélag sem
hægt var að byrja að byggja upp.“
Umhverfismál, sjálfbær nýting
á auðlindum, skilvirkari landbún-
aður og mannréttindamál eru að
þessu leyti aðalmálin í undirbún-
ingi fyrir aðild að Evrópusamband-
inu. „Í augnablikinu er mikilvægast
að byggja upp landbúnaðinn. Um-
hverfismálin tvinnast að sjálfsögðu
þar saman við.“
Vasko segir að innan þessara
málaflokka sé vitanlega bæði að
finna baráttu fyrir jafnrétti kynj-
anna og baráttu gegn fátækt. „Þetta
eru mál sem alltaf þarf að reyna að
ráða bót á, líka í samfélögum þar
sem lýðræðið stendur styrkari fót-
um. Við lítum á það sem lykilatriði
að fólkið og stjórnvöldin geti unnið
sjálf í sínum málum, án utanaðkom-
andi aðstoðar.“
Breytum heilli þjóð
Það að breyta hugarfari heillar
þjóðar í garð lýðræðis og skilvirkr-
ar stjórnsýslu tekur langan tíma og
stöðuga vinnu. Auðunn Bjarni Ól-
afsson segir sjálfur að löng reynsla
sýni að hefðbundin þróunaraðstoð
sem byggist á styrkjum og innfluttu
vinnuafli hafi tilhneigingu til þess
að teygjast út í hið óendanlega. „Á
löngum tíma verður fólki svo ljóst
að breytt vinnubrögð og hugarfar
skila meiri árangri og skilvirkni,“
segir Vasko.
„Nú þegar hafa heimamenn ver-
ið þjálfaðir í að breiða út þessi við-
horf og vinnubrögð. Fólkið sjálft get-
ur haldið áfram að styrkja sitt eigið
samfélag.“ Samtök sveitarfélaga í
Makedóníu hafa verið efld í þeim
tilgangi að þau geti tekið þessa hug-
myndafræði og þróað hana áfram
eftir að þróunarstarfinu lýkur.
„Það kemur líka upp ákveðinn
samkeppnisandi sem við teljum að
sé hollur. Sveitarstjórnir sjá hve vel
gengur hjá þeim sem Auðunn hef-
ur verið að vinna með. Þau fyllast
áhuga á að ná sama árangri. Við telj-
um að þessi nálgun komi til með að
skila miklum árangri. Þannig nýt-
ist þessi vinna sem hér hefur verið
unnin, jafnvel löngu eftir að verk-
efninu lýkur. Langt inn í framtíðina,“
segir Vasko.
Pólitíkin ræður
„Það hefur verið mikil áskorun
fyrir Sænsku þróunarsamvinnu-
stofnunina að starfa í þessum hluta
Evrópu. Það er gaman, bæði fyr-
ir okkur sem styrktaraðila og þá
sem eru úti að vinna með fólkinu,
að fylgjast með árangrinum,“ segir
Vasko.
Hann segir hugmyndina um að
vinna að aðild að Evrópusamband-
inu vera mikilvægan þátt í uppbygg-
ingunni. „Allt eru þetta lönd í Evr-
ópu að sjálfsögðu. Þau misstu af
hluta ferlisins vegna pólitískra að-
stæðna. Nú er tími til þess að vinna
þetta upp.“
„Starf okkar styrkir lýðræðishugs-
un. Sveitarstjórnirnar gera sér núna
grein fyrir því að fólkið í sveitinni er
kjósendurnir og annað hvort verða
þær að ná árangri í samvinnu við
sitt fólk, ellegar verður þeim skipt út
í næstu kosningum,“ segir Vasko.
Hann segir ákveðna óvissu ríkja
varðandi sænskt þróunarstarf. „Nú
er ný ríkisstjórn í Svíþjóð og það
kemur til með að hafa einhver áhrif.
Við vinnum samkvæmt áætlun sem
gildir til ársins 2010, en eftir það
verða ugglaust einhverjar áherslu-
breytingar. Það eru stjórnmála-
mennirnir sem ákveða hvernig fénu
er varið.“
sigtryggur@dv.is
Föstudagur 4. maí 200716 Helgarblað DV
Auðunn Bjarni Ólafsson hefur síðan haustið 1993 unnið hjálpar- og þróun-arstörf í löndum fyrrum
Júgóslavíu á Balkanskaga. Hann á
og rekur í dag stofnun sem heitir
PEP International og stendur fyrir
People Empowerment Project.
Auðunn hefur, ásamt eiginkonu
sinni Sigurjónu Högnadóttur og
starfsfólki þeirra, staðið fyrir endur-
byggingu á nærri sex þúsund hús-
um, skólum og heimilum, í Króa-
tíu, Bosníu, Albaníu, Makedóníu og
Kosovo.
Á átakatímum á Balkanskaga
vann Auðunn einnig að því að koma
fræjum og útsæði til fólks sem hafði
einangrast, til þess að aðstoða við
fæðuöflun. Á síðustu árum hefur
stofnun hans einbeitt sér sérstak-
lega að aðstoð við að styrkja stjórn-
sýslu í smærri sveitum og bæjarfé-
lögum. Árangurinn af þessu starfi er
meðal annars sá að fólkið á þessum
stöðum sýnir meiri áhuga á þátt-
töku í lýðræðislegum ákvörðunum
og samstarfi, nokkuð sem ekki var
rík hef fyrir í ríkjum sem höfðu ver-
ið undir kommúnísku skipulagi um
langt árabil.
Starfsemi PEP International hef-
ur frá því árið 2001 verið fjármögn-
uð af Sænsku þróunarsamvinnu-
stofnuninni, SIDA. Auðunn Bjarni
og stofnun hans hafa þegar velt yfir
tíu milljörðum íslenskra króna í
þessu þróunarstarfi. Árið 2004 voru
um fjörutíu starfsmenn hjá PEP Int-
ernational, í þremur löndum. Í dag
vinna 26 manns hjá Auðuni, flestir í
Makedóníu.
Í viðtali við DV lýsir Auðunn
reynslu sinni af því að flytja með
fjölskyldu sína úr öryggi heima-
haganna, inn á stríðshrjáð svæði
og vinna að því að bæta lífsskilyrði
fórnarlamba tilgangslausra stríðs-
átaka sem enn hefur ekki fengist
botn í hvers vegna urðu svo blóð-
ug.
Styrkjum lýðræðið
Í dag fer megnið af starfsemi PEP
International fram í Makedóníu og
Albaníu. Hún felst fyrst og fremst í
því að aðstoða sveitarstjórnir í hé-
röðum Balkanskagans við að takast
á við venjuleg verkefni eins og þau
að afla fersks neysluvatns og því að
sinna venjulegum skyldum sveitar-
félaga.
Áherslan er á því að sveitarfélög-
in sinni þessum hlutum á eigin for-
sendum og að eigin frumkvæði. Með
þessu móti hefur reynst unnt að
draga stórlega úr beinum fjárfram-
lögum til sveitarfélaganna. Mark-
miðið er að umbætur verði til fram-
tíðar og fólkið í landinu verði sjálft
fært um að leysa úr þeim vanda sem
steðjar að á hverjum tíma. Í þessu
starfi hefur Auðunn þróað nýjar
vinnuaðferðir og stofnun hans hef-
ur unnið frumkvöðlastarf á vett-
vangi þróunaraðstoðar.
Nú sér fyrir endann á starfi Auð-
uns og stofnunar hans fyrir Sænsku
þróunarsamvinnustofnunina. Nú
þegar hafa borist fyrirspurnir frá
öðrum löndum á svæðinu um sams
konar aðstoð. „Við þurfum að selja
þessa hugmynd einhverjum sem
eru tilbúnir að fjármagna þetta starf.
Það þarf ekkert endilega að vera
SIDA, það gætu orðið hvaða sam-
tök eða stofnun sem er,“ segir Auð-
unn. Framtíðin er því að mörgu leyti
óskrifað blað fyrir Auðun og eigin-
konu hans, Sigurjónu Högnadóttur,
sem nú búa í borginni Bitola í Make-
dóníu.
Kynding í kuldanum
„Ég kom fyrst hingað út í byrj-
un október 1993. Þá fór ég í þriggja
mánaða verkefni, að framleiða
og dreifa ofnum sem voru ætlað-
ir til þess að fólk gæti kynt heim-
ilin og eldað mat. Þetta var í gegn
um Hjálparstarf kirkjunnar, en var á
vegum Lútherska heimssambands-
ins,“ segir Auðunn. Þetta verkefni
var fjármagnað af UNHCR, Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna.
Auðunn hafði þá verið sveitar-
stjóri, fyrst á Súðavík árið 1980 og
seinna á Hellissandi í nokkur ár. Það
var ævintýraþrá sem hafði dregið
athygli hans að Hjálparstarfi kirkj-
unnar. Upphaflega sótti hann um
að komast til Súdan, en aldrei varð
neitt úr því.
„Við fluttum út til Zagreb í Króa-
tíu. Þar fóru yngri börnin okkar tvö,
sem þá voru á táningsaldri, í banda-
rískan skóla og undu hag sínum vel.“
Bæði Auðunn og Sigurjóna segja
tímann í Zagreb hafa verið jákvæða
upplifun. „Borgin var talsvert ólík
því sem hún er í dag. Það voru fáir á
ferðinni og nánast engir bílar á göt-
unum,“ segir Auðunn. Í dag er fátt í
Zagreb sem minnir á styrjöld. Borg-
in er lífleg borg með litríku mannlífi
og ferðaþjónusta sækir í sig veðrið.
Tengslin byggð
„Þegar við vorum að framleiða
VITUNDARVAKNING ER
VERÐMÆTARI EN PENINGAR
Auðunn Bjarni Ólafsson
Sigurjóna Högnadóttir
DV Helgarblað Föstudagur 4. maí 2007 17
og dreifa þessum ofnum, þá fór ég
inn á nánast hvern einasta bæ sem
einhverju nafni nefnist í Bosníu.
Þetta var árið 1993. Stundum fylgdi
ég bílalestunum sem fluttu ofnana
fyrir okkur, en oftast nær var ég bara
einn að þvælast.“ Á þessum tíma
byggði Auðunn upp mikið tengsla-
net á svæðinu og öðlaðist mikla
þekkingu á því sem brýnast var að
bæta úr.
Verkefnið gekk vel og þegar upp
var staðið hafði Auðunn dreift ofn-
um inn á fimmtíu þúsund heim-
ili á Balkanskaga. „Á þessum tíma
var ég verkefnisstjóri fyrir þetta til-
tekna verkefni hjá Lútherska heims-
sambandinu. Í kjölfarið vildu þeir
hækka mig í tign og ég var gerður
að verkefnastjóra fyrir allt svæðið,“
segir Auðunn.
Hann segir að enda þótt þörfin
fyrir kyndingu á heimilunum hafi
verið brýn hafi ofnarnir ekki verið
vinsæl vara á þessum tíma. Þeir hafi
tekið mikið pláss í flutningum, pláss
sem fólk hafi jafnvel frekar viljað sjá
notað undir matvæli.
Matvæli fyrir hrjáða
Næsta verkefni sem rak á fjörur
Auðuns var að dreifa útsæði fyrir
korn, hveiti, kartöflur, lauk og fleira
inn á svokallað Bihac-svæði í Bosn-
íu. Víglína lá í gegn um héraðið og
íbúarnir áttu erfitt með aðföng. Það
var því brugðið á það ráð að flytja
útsæði á svæðið til þess að íbúarn-
ir gætu frekar bjargað sér með eigin
framleiðslu.
„Þetta var vorin 1994 og 1995.
Við fluttum nánast allt sem þurfti
inn á þetta svæði nema náttúrulega
áburð, en hann var bannvara vegna
þess að hann má nota til þess að
framleiða sprengiefni,“ segir Auð-
unn.
Auðunn stóð jafnframt að því að
byggja upp fiskeldi til þess að fram-
leiða matvæli fyrir sjúkrahúsin í
Bosníu. „Við vorum með fiskeldis-
stöð í bæ sem heitir Kojnic í Bosníu.
Við sáum um að útvega þeim seiði
og fóður í framleiðsluna.“
Hús fyrir heimilislausa
Á þessum tíma voru spjótin far-
in að beinast að því að byggja upp
húsnæði. Mikið af fólki, þjóðarbrot-
um og minnihlutahópum á hverjum
stað, hafði hrakist frá heimilum sín-
um, sem ýmist höfðu verið sprengd
eða brennd til grunna.
„Þetta starf okkar byrjaði í fjalla-
héruðum í grennd við Dubrovnik í
Króatíu. Megnið af þeim húsum var
friðuð hús og sögulega merkileg.
Það hafði í för með sér að við þurft-
um, lögum samkvæmt, að endur-
byggja þessi hús eins og þau voru
upprunalega smíðuð,“ segir Auð-
unn.
Verkefnið í endurbyggingu húsa
vatt upp á sig enda var þörfin mik-
il. „Þegar lokaátökin stóðu yfir, áður
en skrifað var undir Dayton-friðar-
samkomulagið, seinnihluta ársins
1995, þá hröktust þaðan tvö til þrjú
hundruð þúsund Serbar sem fóru á
vergang. Þetta fólk var að flýja und-
an átökunum og var á leið norður til
Serbíu. Það gerðist þarna að þetta
fólk kom inn á svæði sem var þétt-
setið af Króötum. Króatarnir hrökt-
ust þá frá heimilum sínum og úr
urðu mestu hörmungar.“
Það beið þeirra Auðuns, Sig-
urjónu og strafsfólks þeirra því að
vinna hörðum höndum við að finna
byggingarefni og leiðir til að koma
því inn á svæðið til þess að hægt
væri að gera híbýli fólksins vatns-
og vindheld. Einnig var unnið við
að tryggja aðgang að vatni og raf-
magni.
„Á sama tíma var verið að reyna
að finna lausnir til þess að finna
framtíðarhúsnæði fyrir allt þetta
fólk. Þetta var á seinni hluta ársins
1995 og fram á árið 1996.“
Ætlaði að hætta
„Þegar þarna var komið sögu
hafði ég tekið ákvörðun um að
hætta. Þetta hafði ég ákveðið að
hluta til vegna þess að mér þótti ég
ekki fá nógu mikið sjálfstæði til þess
að gera það sem ég taldi að þyrfti að
gera. Ég hafði orðið vitni að ýmsu
og tekið eftir hlutum sem ég taldi að
væri brýnt að bæta úr.“ Auðunn og
fjölskylda hans héldu því heim til Ís-
lands og voru þar í níu mánuði.
„Þegar ég var heima fórst þáver-
andi yfirmaður Lútherska heims-
sambandsins í Bosníu í bílslysi.
Hann hafði verið byrjaður á því
að huga að verkefnum með SIDA.
Þessar hugmyndir snérust um að
fara í stórt uppbyggingarverkefni í
Bosníu. Það voru ekki margir inn-
an Lútherska heimssambandsins
sem þekktu þetta svæði og það varð
úr að ég var fenginn til þess að fara
með Svíunum og skoða þetta. Sví-
arnir gerðu það á endanum að skil-
yrði fyrir þessari aðstoð að ég myndi
stýra henni,“ segir Auðunn.
Þetta verkefni snérist um að
endurbyggja þorp í sveitum Króatíu
og Bosníu og aðstoða minnihluta-
hópa við að flytja aftur heim til sín.
Þetta reyndist oft á tíðum erfitt starf
og mætti mikilli andstöðu sveitar-
stjórna á þessum svæðum. „Þetta
voru minnihlutahópar sem sumir
voru hreinlega ekki velkomnir aft-
ur heim til sín. Serbarnir vildu alls
ekki sjá múslimana koma til baka,
og öfugt.
Sveitarstjórnirnar unnu stíft
gegn því að þessir flutningar ættu
sér stað. Þannig að vinna fólst bæði
í því að endurbyggja húsin og líka í
því að auðvelda fólkinu flutningana
með viðræðum við sveitarstjórnirn-
ar. Í þessu vorum við að vinna árin
1997, 1998 og fram á árið 1999, þeg-
ar Kosovo-deilan kraumaði að nýju
og allt sauð up úr með öllum þeim
hörmulegu afleiðingum sem komu
í kjölfarið.“
Fyrstur til Kosovo
Auðunn segist hafa verið með
þeim fyrstu sem komu inn í Kos-
ovo, um mitt ár 1999. „Þarna vorum
við brautryðjendur í því að byggja
hús og endurbyggðum heilu þorp-
in. Við vorum farin að byggja hús í
Kosovo löngu áður en aðrir aðilar
voru farnir að flytja inn efni til bygg-
ingar. Þetta var fyrst og fremst vegna
þeirrar þekkingar sem við höfðum
orðið af svæðinu og þeim tengslum
sem við höfðum byggt upp við birgj-
ana. Þess vegna gekk okkur betur en
öðrum að koma byggingarefni inn á
svæðið,“ segir Auðunn.
Um þetta leyti tók Auðunn að
stýra sambærlegu uppbygging-
arverkefni í Bosníu. Hann varði
því helmingnum af tíma sínum í
Kosovo og hinum helmingnum í
Bosníu. „Þarna var ég titlaður sem
sérstakur tæknilegur ráðgjafi í upp-
byggingunni og starfaði á vegum
ACTA, sem eru eins konar regnhlíf-
arsamtök kirkna í hjálparstarfi.“
Þessi vinna stóð fram á vorið
2000, þegar válegir atburðir breyttu
stefnunni í lífi Auðuns og fjölskyldu
hans um tíma.
Hryggbrotnaði í bílslysi
„Ég hryggbrotnaði í alvarlegu
bílslysi í Bosníu, vorið 2000. Það
er í raun ótrúlegt hversu vel ég hef
náð mér og ég er heppinn að hafa
ekki lamast. Það brotnuðu tveir
hryggjarliðir.“ Auðunn var á leið til
Íslands í páskafrí þegar slysið varð
og Sigurjóna kona hans var þegar á
heimleið. Sigurjóna frétti af slysinu
skömmu eftir að hún lenti í Keflavík
og gerði strax ráðstafanir til þess að
halda út aftur.
Sigurjóna segir þessa reynslu
sennilega með því skelfilegasta sem
hún hafi upplifað. „Það var leigð
sjúkraþota sem flaug með okkur frá
Bosníu til Genf og Auðuni var rúll-
að inn á spítalann. Mér var sagt að
ég yrði látin vita af því hver staðan
á honum væri og myndi svo vera
send á hótel. Nóttin leið á sjúkra-
húsinu og ég heyrði ekkert af hon-
um tímunum saman og bjargaði
mér á endanum, hálförmagna inn á
hótel,“ segir Sigurjóna.
Í Genf var Auðunn undirbúinn
fyrir flutning til Íslands og nokkr-
um dögum seinna var hann kom-
inn í heimahagana. „Eftir þetta var
ég heima í endurhæfingu og þvíum-
líku í níu mánuði. Þetta ástand ent-
ist mér út árið 2000. Þá gafst tími
SIDA sænska þróunarsamvinnustofnunin, sIda, hefur fjármagnað þau verkefni sem
PEP International hefur unnið að. sIda ákveður í grófum dráttum til hvaða hluta
fjármagninu er varið og gegnir síðan eftirlitshlutverki með framkvæmdinni.
sjálfstæðar stofnanir og verktakar sjá um sjálfa framkvæmdina.
Framhald á
næstu opnu
Auðunn Bjarni Ólafsson
stofnun auðuns, PEP Inter-
national, hefur unnið þróunar-
starf og að uppbyggingu í
fyrrverandi lýðveldum
Júgóslavíu síðan árið 2001. Áður
starfaði auðunn á svæðinu fyrir
Hjálparstarf kirkjunnar og
Lútherska heimssambandið. Frá
því árið 1993 hefur auðunn
komið að endurbyggingu 6.000
húsa ásamt því að vinna að því
að styrkja stjórnsýslu og
lýðræðisframkvæmd í þorpum
og sveitum á Balkanskaga.
Auðunn og Sigurjóna „Við höfum alltaf leitast við að vera ekki of
lengi í sundur í einu. Hættan er að ef maður leyfir því að viðgangast þá
búi makinn sér til lífsmynstur sem hinn aðilinn passar ekki endilega
lengur inn í. Við höfum unnið saman og búið saman í fjöldamörg ár og
það hefur gert okkur náin.“
DV, 4. maí 2007
í viðtali við dV í síðasta helgarblaði lýsti auðunn Bjarni Ólafsson starfi stofnunar
sinnar, PEP International. um það leyti sem styrjöldinni í fyrrum Júgóslavíu lauk
vann auðunn að uppbyggingu á húsakosti á Balkanskaga. Þegar sá fyrir endann á
því starfi fór auðunn að velta því fyrir sér hvort hægt væri að vinna að umbótum
sem skildu eitthvað annað og meira eftir sig en hús og vegi. Þar með fæddist
hugmyndin um að bæta stjórnsýsluna og fá sveitasamfélögin til þess að bera sjálf
ábyrgð á eigin þróun og velferð.
VERÐA HÁÐ
ÞRÓUNARAÐSTOÐ
Lacar Kotevski
„Þegar fólkið venst á nær-
veru hjálparstofnana sem gefa fé
og byggja hús, þá verður það háð
þessari innspýtingu. Svo þegar
stofnanirnar hverfa á braut upplifa
samfélögin nokkurs konar timbur-
menn.“ Þetta segir Lacar Kotevski,
bæjarstjóri í Novaci í Makedóníu.
Novaci er höfuðstaðurinn í
Novaci-sýslu í Makedóníu. Ís-
lenska stofnunin PEP Internation-
al hefur unnið að þróunarstarfi í
þorpum og bæjum Novaci frá því
árið 2005.
Peningar rata í þéttbýli
„Mest af því fjármagni sem hef-
ur komið til landsins með erlend-
um stofnunum og frá erlendum
ríkisstjórnum hefur ratað til þétt-
ari byggða. Ef á að byggja brú, þá
er hún að sjálfsögðu frekar byggð
handa 50 þúsund manns en fyrir
fimm þúsund,“ segir Kotevski.
Hann segir að þrátt fyrir þessa
tilhneigingu erlendra ríkja og
stofnana til þess að vinna ein-
göngu í þéttbýli hafi íslenska
stofnunin PEP International náð
að sinna dreifbýlinu með undra-
verðum hætti. „Þessi stofnun er
kannski sú eina sem hefur sinnt
fámennari byggðarlögum og náð
miklum árangri. Það er venjulega
séð til þess að peningunum sem
koma frá þessari stofnun er vel
varið, enda eiga íbúarnir sjálfir
venjulega þátt í að ákveða hvernig
þeim er varið,“ segir hann.
Möguleikar í fátækt
Kotevski segir að við fyrstu sýn
haldi fólk gjarnan að Novaci sé ríkt
hérað. Héraðið þekur 760 ferkíló-
metra lands þótt þar búi aðeins
um 4.000 manns. Þar er að finna
drýgstu kolanámur í Makedóníu
og fyrir vikið er þar kolaraforku-
ver sem framleiðir rafmagn fyrir
85 prósent Makedóníu ásamt því
að selja raforku til nágrannanna í
Grikklandi. Í Novaci er einnig að
finna talsvert af verðmætum stein-
efnum í jörðu.
„Við erum þó fjarri því að vera
rík. Það hefur náttúrulega háð
okkur í gegnum tíðina að ríkið hef-
ur tekið til sín allan hagnað. Nú er
þessari miðstýringu að ljúka og
ríkið gerir minni og minni kröfur,
en um leið þurfum við frekar að
bjarga okkur sjálf,“ segir Kotevski.
Ísland er fyrirmynd
Bæjarstjórinn segir það vera
áríðandi fyrir héraðið að laða að
sér erlenda fjárfesta. Novaci hafi
ekki fjárhagslegt bolmagn til þess
að rannsaka og nýta mörg þeirra
steinefna sem þar sé að finna. „Hér
hafa þegar verið Íslendingar á ferð
sem vilja bora eftir steinefnum til
lyfjaframleiðslu. Það var fólk frá
fyrirtækinu Milestone sem kom
hingað í félagi við hérlent fyrirtæki
sem heitir Segin,“ segir hann.
Kotevski segir nauðsynlegt að
hlúa að tækifærum sem þessum.
Þannig sé mögulegt að byggja upp
fjölbreytt atvinnulíf í fátæku hér-
aði sem byggir afkomu sína fyrst
og fremst á landbúnaði.
„Við höfum oft litið til Íslands
sem fyrirmyndar. Það er land sem
á örskömmum tíma þróaðist frá
því að vera óþekkt smáríki yfir í
að vera gildandi land með sterk-
an efnahag og öflug fyrirtæki. Þeir
þingmenn sem ég hef rætt við hér
í Makedóníu eru allir á einu máli
um að Ísland sé skólabókardæmi
um land sem eigi að vera fyrir-
mynd okkar,“ segir Kotevski.
sigtryggur@dv.is
Bæjarstjórinn
Lacar Kotevski er bæjarstjóri í Novaci. Það er fátækt en stórt hérað í makedóníu sem byggir afkomu sína á landbúnaði.
Kolaorkuverið
Landið er ríkt af verðmætum efnum. í Novaci
er stærsta kolaorkuver í makedóníu. Verið
framleiðir rafmagn fyrir 85 prósent landsins.
DV, 11. maí 2007
Vasko Hadzievski lýsti starfsaðferðum og árangri
sIda í makedóníu í viðtali við dV. í sama blaði sagði
Lacar Kotevski, bæjarstjóri í Novaci í makedóníu, því
hvernig bæjarfélögin áttu til að verða háð peninga-
aðstoð. Hann segir slíka aðstoð hafa lítið skilið eftir til
frambúðar og samfélögin hafa upplifað timburmenn
þegar peningaframlögunum sleppti.
Blóðbað á þröskuldinum
Endurteknar þjóðernishreinsanir hafa átt sér stað á Balkanskaga:
Um síðustu helgi rifjaði DV upp átök sem urðu á
Balkanskaga árið 1876. Breski blaðamaðurinn Janúar-
íus MacGahan fór á staðinn og skýrði frá tilraunum
Tyrkja til þess að murka lífið úr Búlgörum. Hryllileg-
um lýsingum breska blaðamannsins á atburðunum í
sveitum Búlgaríu þykir svipa nokkuð til atburðanna í
Júgóslavíu undir lok síðustu aldar.
„Holdið hafði þornað í sumarhitanum, áður en
það tók að rotna. Þarna voru lítil börn með hendurnar
teygðar fram eins og þau kölluðu á hjálp. Stúlkur sem
höfðu dáið grátandi, á bæn um vægð. Þarna voru líka
mæður sem höfðu verið drepnar á meðan þær reyndu
að verja börn sín. Öll líkin lágu þvers og kruss í hræði-
legum rotnandi bing,“ sagði í fyrstu frétt MacGahans,
sem birtist í Daily News þann 28. júlí 1876.
Jafnvel þótt fréttaflutningur í dag sé hraðvirkari
og meiri en hann var á seinni hluta nítjándu aldar,
þá virðist eins og eitthvað hafi farið framhjá okkur í
styrjöldinni í Júgóslavíu. Þegar leið á stríðið komu í
ljós fjöldagrafir víðs vegar á svæðinu. Í Kosovohéraði
einu og sér fundust nálægt fjörutíu fjöldagrafir. Þess-
ar þjóðernishreinsanir fóru fram á öld tæknivæddra
samskipta, í löndum sem tilheyra Evrópu.
Í sama tölublaði ræddi Auðunn Bjarni Ólafsson,
stofnandi PEP International, um verklag við þróun-
araðstoð og þróunarsamvinnu. Hann efast um að
það sé hagkvæmt fyrir Þróunarsamvinnustofnun Ís-
lands að sinna sjálf sínum verkefnum. „Það að rík-
isstofnun sjái um stefnumótun, fjárframlög, fram-
kvæmd, eftirlit og skýrslugerð, allt á sama tíma, getur
aldrei gengið,“ segir Auðunn Bjarni.
Hann segir frá því að hann hafi boðið ÞSSÍ krafta
sína þegar kom að því að hefja uppbyggingu á Sri
Lanka eftir flóðbylgjuna í desember 2004. Stjórnend-
ur stofnunarinnar hafi sagt það vera lögboðið hlut-
verk ÞSSÍ að sinna sjálf þróunarstarfinu.
sigtryggur@dv.is
DV, 17. maí 2007
um síðustu helgi var rakin í dV saga blaðamannsins
macgahans sem komst á snoðir um voðaverk á
Balkanskaga árið 1876. svo virðist sem ýmislegt sé
sameiginlegt með átökunum þá og þeim sem áttu
sér stað rúmum hundrað árum seinna. í viðtali í
sama blaði gagnrýndi auðunn Bjarni Ólafsson
starfsaðferðir Þróunarsamvinnustofnunar íslands.
Hann telur að breytinga sé þörf.a
Fimmtudagur 17. maí 200716 Helgarblað DV
Átökin í fyrrverandi Júgó-slavíu fóru af stað eft-ir að sósíalískt samfé-lag liðaðist í sundur. Í
kjölfarið fylgdi efnahagsleg hnign-
un á svæðinu með þeim afleiðing-
um að venjulegur rammi samfélags-
ins brast. Venjulegar pólítískar deilur
milli sveita og héraða um hvað skyldi
taka til bragðs urðu á endanum að
blóðugum átökum. Þetta er mat Su-
san Woodward sagnfræðings.
Í Júgóslavíu voru framin fjölda-
morð seint á síðustu öld, sem ekki
fréttist af fyrr en fjöldagrafir víðs veg-
ar á Balkanskaga uppgötvuðust. Al-
þjóðasamfélagið fordæmdi þenn-
an hrylling. Atlantshafsbandalagið
hóf loftárásir á Júgóslavíu í mars árið
1999 í þeim tilgangi að stöðva átök
sem alltaf virtust spretta upp aftur.
Þessi átök, sem flestir muna eftir úr
fréttum, eru fjarri því fyrstu blóðsút-
hellingarnar í Evrópulöndunum á
Balkanskaga.
Breska dagblaðið Daily News
gerði fréttaritarann Janúaríus Mac-
Gahan út af örkinni til þess að fá stað-
festingu á sögusögnum um þjóðern-
ishreinsanir Tyrkja í Búlgaríu. Þetta
var í júní árið 1876. Blaðið hafði birt
fréttir um voveiflega atburði á svæð-
inu, en bæði tyrkneski forsætisráð-
herrann og breski utanríkisráðherr-
ann brugðust ókvæða við og sökuðu
blaðið um óheilindi.
Ferðalagið til Búlgaríu tók tæpan
mánuð og fyrstu greinar MacGah-
ans birtust í Daily News, þann 28. júlí
1876.
„Í fjallshlíðunum voru gylltir
akrar með ofþroskuðu hveiti. Ekki
var mann að sjá og enginn virtist
ætla að bjarga uppskerunni sem
þegar var byrjuð að rotna vegna of-
þroska og hirðuleysis. Loksins kom-
um við að lítilli sléttu á milli fjalls-
hlíða og þangað riðum við með það
fyrir augum að ferðast yfir flatlend-
ið. Við kipptum í taumana og hváð-
um í skelfingu þegar við áttuðum
okkur á að beint fyrir framan okk-
ur, nánast undir hófum hestanna,
mátti sjá höfuðkúpur og manna-
bein á víð og dreif, inni á milli rotn-
andi holds, fata og hárs af fólki, allt
í einum fúlum haug. Öðrum megin
vegarins lágu beinagrindur tveggja
barna sem lágu hlið við hlið, að
hluta þaktar grjóti, með ógnvekj-
andi sprungur á höfðinu. Grasið
spratt með ágætum upp úr þessari
óreiðu.
Þegar við nálguðumst miðju
þorpsins urðu beinagrindurnar og
líkamsleifarnar sífellt þéttari. Við
komum að lítilli kirkju sem var um-
kringd lágum steinvegg. Garður-
inn var varla nema fimmtíu metrar
á breidd og sjötíu metrar á lengd. Í
fyrstu var ekkert óvenjulegt að sjá
en við nánari athugun kom í ljós að
grjótið og ruslið sem þakti garðinn
var í raun og veru ógnarstór haug-
ur af líkum, þakinn þunnu lagi af
grjóti. Seinna var okkur sagt að í
þessum litla garði væru þrjú þús-
und lík. Þarna voru smávaxin höfuð
með krullað hár og litlir barnafætur,
varla lengri en fingur mínir. Holdið
hafði þornað í sumarhitanum, áður
en það tók að rotna. Þarna voru lítil
börn með hendurnar teygðar fram
eins og þau kölluðu á hjálp. Stúlkur
sem höfðu dáið grátandi, á bæn um
vægð. Þarna voru líka mæður sem
höfðu verið drepnar á meðan þær
reyndu að verja börn sín. Öll líkin
lágu þvers og kruss í hræðilegum
rotnandi bing.
Núna voru þau þögul. Hvorki
mátti heyra grát né óp. Engin tár
runnu. Uppskeran fór forgörðum á
meðan bændurnir rotnuðu undir
kirkjunni.“
Þessar ógnvænlegu lýsingar
MacGahans voru fyrstu fréttirnar
sem bárust af þessum fjöldamorð-
um. Heimurinn fordæmdi og bresk
stjórnvöld neyddust til þess að við-
urkenna það sem þau höfðu áður
horft í gegnum fingur sér með. Al-
þjóðlegur þrýstingur jókst og árið
1877 fóru Rússar í stríð við Tyrki
vegna framgöngu þeirra á Balkans-
kaga.
Fyrir utan að eiga sér stað á svip-
uðum slóðum, þá eru líkindin með
þessum tveimur sögum nokkur.
„Sennilega er engin tilviljun ef fólk
finnur skyldleika með því sem Mac-
Gahan fann í Búlgaríu og atburð-
um síðustu ára í Júgóslavíu,“ skrifaði
David Randall, fréttastjóri á breska
dagblaðinu Observer, í bókinni The
Universal Journalist.
sigtryggur@dv.is
Blóðbaðið endurtekið
VILJUM AÐ FÓLKIÐ LÆRI AF REYNSLUNNI
Lisolaj,
Lisolaj þorp í Makedóníu kom
illa undan upplausn og stríði í
Júgóslavíu. Það voru ekki sjálf
átökin sem voru erfið fyrir íbúana,
heldur var það upplausnin í land-
inu og þeir erfiðleikar sem fylgdu
því að aðlagast opnu markaðskerfi
sem reyndust erfið. Afkoman bygg-
ist á tóbaks- og hveitirækt ásamt því
sem vínviður er ræktaður á svæð-
inu.
Frá því í mars í fyrra hefur ís-
lenska stofnunin PEP Internation-
al, í samvinnu við þorpsráðið, unn-
ið að þróunarstarfi í þorpinu. Þar
hefur nú verið byggt samkomuhús
fyrir þorpsráðið, eins konar ráðhús,
ásamt því sem vatnsveita var gerð
fyrir allt þorpið. Vane Stojanovski
þorpshöfðingi segir litla byltingu
hafa farið fram.
Gangsæ stjórnsýsla
Eitt það fyrsta sem íslenska
stofnunin hefur gert á smærri stöð-
um eins og Lisolaj er að setja upp
svokallaða gagnsæistöflu á áber-
andi stað í þorpinu. Þar birtir þorps-
ráðið allar ákvarðanir og fundar-
gerðir. Taflan þjónar sama tilgangi
og opinberar vefsíður gera hér á
landi. Auðunn Bjarni Ólafsson hjá
PEP International segir það vera
reynslu sína að áhugi almennings á
störfum sveitarstjórna aukist jafnt
og þétt eftir því sem upplýsingarnar
um störf þeirra eru aðgengilegri.
„Fólkið kemur einatt hingað og
athugar hvað við erum að gera,“
segir Vane Stojanovski, þorpshöfð-
ingi í Lisolaj.
Vatnsveita og ráðhús
Aðstoðin við íbúana í Lisolaj og
á sambærilegum stöðum miðað-
ist fyrst og fremst við að þorpsbúar
og stjórnin gætu sjálf tekist á við að
stýra eigin málum. Íbúarnir ákváðu
sjálfir hvaða hluti væri mest aðkall-
andi að laga og með aðstoð íslensku
stofnunarinnar var ákveðið að byrja
á vatnsveitu fyrir þorpið og fundar-
aðstöðu fyrir þorpsráðið. „Við urð-
um að byrja einhvers staðar og því
var ákveðið að byrja á vatninu. Hér
hefur vatnið verið að einhverju leyti
mengað í mörg ár,“ segir Stojanov-
ski.
Heildarkostnaðurinn við vatns-
veituna í Lisolaj var 1.850 evrur.
Þorpsbúar lögðu til 212 evrur með
vinnuframlagi og 481 evru í pening-
um. PEP-stofnunin lagði til það sem
upp á vantaði.
Lærum af reynslunni
„Við höfum lagt mikla áherslu á
að fólk læri af reynslunni. Það tek-
ur í einhverjum tilvikum lengri tíma
en að mæta með peninga og tæki og
framkvæma verkið fyrir þorpsbú-
Við töfluna
Hluti af framþróun í sveitum og þorpum liggur í því að gera stjórnsýsluna
gagnsæa. Hér stendur Vane Stojanovski, þorpshöfðingi í Lisolaj, við svokallaða
gagnsæistöflu. Þar birtir þorpsráðið fundargerðir, áætlanir og tilkynningar. Þetta
hefur reynst mikilvægt skref í átt til þess að vekja áhuga íbúanna á þátttöku í
mikilvægum ákvörðunum.
„Ráðhúsið hefur
hjálpað okkur mikið og
á eftir að létta okkur
verkin í stjórnsýslunni.
Hér áður fyrr notuðum
við kennslustofu
barnanna fyrir fundi
hjá þorpsráðinu. Það
truflaði börnin og fólk
var að reykja í kringum
þau og þess háttar.
Næsta verkefni er að
öngla saman fyrir
skjalaskáp.“
Svartfjallaland 1916
Fjöldamorð og þjóðernishreinsanir á Balkanskaga eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir
131 ári síðan réðust tyrkir inn í Búlgaríu og drápu þúsundir áður en alþjóðasam-
félagið komst á snoðir um morðin. Á endanum fóru rússar í stríð við tyrki til
þess að freista þess að stöðva framgöngu þeirra. Á myndinni má sjá austurríska
hermenn mjaka sér áleiðis í gegnum hlíðarnar í Svartfjallalandi, árið 1916.
Fjöldagröf í Bosníu
margar fjöldagrafir fundust í Júgóslavíu. mikið starf hefur verið unnið við að greina
nöfn þeirra sem voru grafnir. Hér er gröf 200 múslima sem flestir hafa verið
nafngreindir og allir fengið legstein.
„Í fyrstu var ekkert
óvenjulegt að sjá en
við nánari athugun
kom í ljós að grjótið
og ruslið sem þakti
garðinn var í raun
og veru ógnarstór
haugur af líkum,
þakinn þunnu lagi
af grjóti. Seinna var
okkur sagt að í þess-
um litla garði væru
þrjú þúsund lík.“
DV Helgarblað Fimmtudagur 17. maí 2007 17
l i i
VILJU AÐ FÓLKIÐ L RI AF REY SLU I
ana, en munurinn er að þessi aðferð
skilur eftir sig þekkingu á staðnum,“
segir Auðunn Bjarni.
„Ráðhúsið hefur hjálpað okkur
mikið og á eftir að létta okkur verkin
í stjórnsýslunni. Hér áður fyrr not-
uðum við kennslustofu barnanna
fyrir fundi hjá þorpsráðinu. Það
truflaði börnin og fólk var að reykja
í kring um þau og þess háttar. Þetta
er mikil breyting fyrir okkur. Næsta
verkefni er að öngla saman fyrir
skjalaskáp,“ segir þorpshöfðinginn.
Trúmálin eldfim
Marja Tatarin, starfsmaður PEP
International, segir að sennilega
hafi uppbyggingin í Lisolaj ekki
kostað meira en sex þúsund evrur af
styrktarfé frá Sænsku þróunarsam-
vinnustofnuninni. Hún segir að þó
að íbúarnir sjálfir ráði því venjulega
á hvaða verkum er byrjað, þá sé það
skilyrði að stofnunin komi ekki ná-
lægt því að byggja trúarmannvirki,
kirkjur eða moskur. „Ein staðfest-
ingin á því að starf okkar hérna hafi
skilað sér er að fólkið varð sér sjálft
út um peninga til þess að leggja í
endurbætur á klaustrinu og kirkj-
unni. Það getur hins vegar skapað
deilur ef við förum að blanda okk-
ur í trúmálin og gæti hreinlega verið
hættulegt,“ segir Marja.
Sænska þróunarsamvinnu-
stofnunin hefur líka aldrei styrkt
framleiðslu á tóbaki eða áfengi.
„Reyndar er uppistaðan í landbún-
aðinum hérna bæði ræktun á tóbaki
og vínvið,“ segir Marja.
sigtryggur@dv.is
Í Lisolaj Vane Stojanovski þorpshöfðingi í Lisolaj og goran Stoev starfsmaður PEP
international ræða málin og virða fyrir sér húsin í þorpinu.
Auðunn Bjarni Ólafsson
ÞSSÍ VILDI ENGIN ÚTBOÐ
Það er ekki endilega allt sem
sýnist þegar kemur að þróunar-
starfi. Stofnanir í Bandaríkjunum
og mörgum stærri Evrópulöndum
hafa orðið mikla reynslu af starfi á
átaka- og umbrotasvæðum.
Íslenska stofnunin PEP Inter-
national spratt upp úr starfi Auð-
uns Bjarna Ólafssonar, fyrrver-
andi sveitarstjóra á Snæfellsnesi
og Vestfjörðum, við Lútherska
heimssambandið og Hjálparstarf
kirkjunnar. Síðustu sex árin hefur
Auðunn unnið náið með Sænsku
þróunarsamvinnustofnuninni,
SIDA.
ÞSSÍ vildi ekki útboð
Auðunn Bjarni hefur ekki unn-
ið að þróunarsamvinnuverkefn-
um á vegum íslenskra stjórnvalda,
en hugmyndin hefur komið upp.
„Þegar Þróunarsamvinnustofnun
Íslands, ÞSSÍ, ákvað að leggja út
í uppbyggingarstarf á Sri Lanka í
kjölfar flóðbylgjunnar í desem-
ber 2005 ákvað ég að hafa sam-
band. Þetta gerði ég fyrst og fremst
til þess að láta vita af okkur vegna
þess að á þeim tíma var sennilega
engin önnur stofnun jafnvel í stakk
búin til þess að takast á við upp-
byggingu þar sem allt er í rúst og
okkar,“ segir Auðunn.
Hann segist hafa átt fund með
yfirmönnum ÞSSÍ. Þar hafi sér
verið bent á að ÞSSÍ bæri lagaleg
skylda til þess að sinna þessum
verkefnum sjálf. „Mér voru sýndir
þessir lagabálkar,“ segir Auðunn.
Þorpið vildi ekki útboð
Auðunn er ekki sammála því
að svona þurfi þetta að vera. Máli
sínu til stuðnings bendir hann á þá
einföldu hagræðingu sem venju-
lega hlýst af útboðum. „Sveitar-
stjórnirnar í Albaníu og Maked-
óníu kvörtuðu oft við okkur að
kostnaður við sorphirðu og snjóm-
okstur væri að sliga þær. Við hvött-
um til þess að þessi verk yrðu boð-
in út. Sveitarstjórunum leist ekki
vel á það og bentu á að þeir væru
bundnir við það samkvæmt lögum
að sinna þessum verkum,“ segir
Auðunn.
Hann segir að þá hafi sveit-
arstjórnunum verið bent á að á
svæðinu væru ugglaust bændur
sem ættu tæki og væru líklegir til
þess að geta sinnt snjómokstrin-
um. Svona gætu menn hugsanlega
sparað við sig og náð meiri hag-
kvæmni. „Síðan þarf sveitarstjórn-
in aðeins að sinna eftirliti með að
verkið sé framkvæmt samkvæmt
samningi.“
Ekki slaka á
Auðunn telur að réttara væri
að reyna að færa starfsemi Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands nær
því rekstrarformi sem hann hefur
kynnst hjá Sænsku þróunarsam-
vinnustofnuninni. „Það að ríkis-
stofnun sjái um stefnumótun, fjár-
framlög, framkvæmd, eftirlit og
skýrslugerð, allt á sama tíma, getur
aldrei gengið,“ segir Auðunn.
Hann telur einnig enga ástæðu
til þess að slaka á í framþróun á ís-
lenskri stjórnsýslu, jafnvel þó að
löndin á Balkanskaga vilji gjarnan
hafa Ísland sem fyrirmynd. „Þeg-
ar við aðstoðum við stjórnsýsl-
una hérna úti og krefjumst þess að
stjórnvöld hafi gagnsæi að leiðar-
ljósi, meðal annars í mannaráðn-
ingum, þá verða þessir hlutir að
vera í lagi heima hjá okkur líka.“
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra lagði fram skýrslu fyrr
á árinu þar sem hún mælti fyrir
breytingum á fyrirkomulagi Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands í
svipaða átt og Auðunn hefur talað
fyrir.
Þessar hugmyndir Valgerðar
lögðust þó misjafnlega í stjórnend-
ur og starfsfólk stofnunarinnar.
sigtryggur@dv.is
„Þegar við aðstoð-
um við stjórnsýsluna
hérna úti og krefj-
umst þess að stjórn-
völd hafi gagnsæi
að leiðarljósi, meðal
annars í mannaráðn-
ingum, þá verða þess-
ir hlutir að vera í lagi
heima hjá okkur líka.“
Þróunarstarf í Bosníu
auðunn Bjarni Ólafsson, Katica Havrulahovic og david mcEntee fagna tíu ára afmæli uppbyggingarinnar í Sanski most í Bosníu.
ÞARF AÐ HAGRÆÐA Í ÞSSÍ