Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 19
DV Umræða föstudagur 25. maí 2007 19
Gustar um stjórnina Ný ríkisstjórn tók við valdataumunum í gær. Vindarnir blésu hressilega við Bessastaði þegar ráðherrar nýju
ríkisstjórnarinnar gengu út og spurning hvort nú eigi eftir að gusta um ríkisstjórnina með sama hætti. alla vega vakti athygli að
vindurinn blés frá vinstri.
Dómstóll götunnar
mynDin
Hvernig líst þér á fækkun strætóferða í sumar?
P
lús
eð
a m
ínu
s
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi fær mínusinn fyrir að
bjóða kínverska ríkisendurskoðandanum
til Íslands til þess að þeir geti miðlað
aðferðum og vinnubrögðum við
endurskoðun. Hvað geta Íslendingar lært
af einræðinu í Kína?
spurningin
„í samræmi við stjórnarsáttmálann
get ég ekki betur sé en það sé búið
að taka inn í hann baráttumál okkar,
bæði hvað varðar breytta stjórnun á
okkar málefnum og hvað varðar
kjaramálin. Nýja ríkisstjórnin ætlar að
færa okkar málefni til sveitarfélag-
anna og tryggingamálin yfir til
félagsmálaráðuneytisins og koma því
í framkvæmd að aldraðir vinna eins
og þeir geta og vilja eftir 70 ára aldur
án þess að nokkuð skerðist af bótum
þeirra frá tryggingastofnun. mér
finnst þetta góður samningur fyrir
málefni eldri borgara og ég vona að
hann gangi eftir en við munum
auðvitað fylgjast grannt með því,“
segir margrét margeirsdóttir, formað-
ur félags eldri borgara í reykjavík.
Hvað þýða stjórnar-
skiptin fyrir eldri
borGara?
Ætli það sé eitthvað að marka þessar áhyggjur fram-sóknarmanna og annarra
stjórnarandstæð-
inga að nú taki
við mikil frjáls-
hyggjustjórn? Ég
er ekki viss en
kannski er best
að hafa vaðið fyrir
neðan sig. Maður
veit aldrei hvar maður
hefur þessa stjórn-
málamenn og
kannski allra síst
þegar þeir hafa
einhver völd.
Það er aldrei að
vita hvað Geir H.
Haarde og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir taka sér
fyrir hendur.
Framsóknarmenn voru fljótir að sjá að samfylkingarfólki og sjálfstæðismönnum væri ekki
treystandi fyrir vel-
ferðarmálunum.
Kannski sönn-
unin hafi komið
þegar Guðlaug-
ur Þór Þórðar-
son var gerður
að heilbrigðisráð-
herra og fór að tala
um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
Að vísu talar hann um að fólk eigi
ekki að þurfa að borga fyrir þjón-
ustuna en maður veit aldrei. Þessir
stjórnmálamenn eru ólíkindatól.
Að vísu minnir mig að fram-sóknarmennirnir hafi tekið upp á því að láta ríkið bara
borga hluta af tannlæknakostnaði
barna. Eða var það ekki heilbrigðis-
ráðherra þeirra, Ingibjörg Pálma-
dóttir, sem setti upp sérstaka gjald-
skrá ráðherra sem var sýnu lægri
en það gjald sem vel
flestir tannlækn-
ar rukka fyrir að
gera við tennur
barnanna okkar?
Síðan var ákveð-
ið að borga bara
75 prósent af gjald-
skrá ráðherra þannig
að kannski voru framsóknarmenn
ekki barnanna bestir. Svo voru bið-
listarnir ekki þeir stystu. Gott ef þeir
voru ekki ansi langir.
En ætli maður eigi samt ekki að hafa áhyggjur. Síðast þegar ég fór á slysadeild á Land-
spítalanum þurfti ég að bíða í fjóra
klukkutíma. Kannski
þarf ég að bíða
lengur næst þeg-
ar hún Siv mín
verður farin úr
ráðuneytinu. Ég
veit ekki betur en
að hún hafi gert sitt
besta þótt hún hafi
kannski ekki fengið mikinn tíma til
að hrinda stórum málum í fram-
kvæmd. Einhvern tíma sagði innan-
búðarmaður í ráðuneytinu að nýr
ráðherra þyrfti tvö ár til að læra á
ráðuneytið. Reyndar held ég að hon-
um hafi litist best á að stjórnmála-
menn entust þar sem skemmst, þá
væri minni hætta en ella á að þeir
lærðu á ráðuneytið og þannig ráðið
einhverju um það sem fram fer. Þar
sem Siv var svo stutt er ég ekki frá
því að sennilega hafi hún staðið sig
nokkuð vel.
Frjálshyggja
og Framsókn
DagFari Þeir eru logandi hræddir
Ég held að tíðni strætóferða skipti ekki
öllu máli fyrir fjölda farþega. Hins
vegar held ég að þetta skipti miklu
máli fyrir þá sem eru þegar að nota
strætó. Þetta er þjónustuskerðing fyrir
þá.
Halla Halldórsdóttir,
50 ára, heimavinnandi
fyrir mig verður það allt í lagi, en ég
hef hins vegar góðan tíma. Ég get hins
vegar ímyndað mér að þetta breyti
miklu fyrir þá sem eru að vinna.
sigríður alfreðsdóttir,
79 ára, ellilífeyrisþegi
mér líst hræðilega á þetta. mér finnst
að það eigi að leggja meiri áherslur á
almenningssamgöngur. Ég hélt að það
væri verið að reyna að fjölga farþegum,
en þetta hefur til að mynda þau áhrif
að ég mun nota strætó minna.
Guðlaug björnsdóttir,
47 ára, háskólanemi
Kjallari
Á
herslur í stefnuyfir-
lýsingu Þingvalla-
stjórnarinnar eru
skynsamlegar. Í
grunninn felast þær
í því að farsæld alls almennings
hvíli á öflugu atvinnulífi. Með því
að bæta starfsskilyrði fyrirtækj-
anna tryggjum við undirstöður
velferðarinnar. Áherslur á mál-
efni barna, aldraðra og öryrkja
eru kærkomnar og settar fram
með skilmerkilegum og afger-
andi hætti í yfirlýsingunni. Ekki
er nokkur vafi um það í mínum
huga að ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar fylgir mik-
ill kraftur og bjartsýni sem mun
hafa áhrif hvarvetna í þjóðlífinu.
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar, þau
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, eru bæði meðal
mikilhæfustu stjórnmálamanna
samtímans og það er óverðskuld-
að og rangt af ritstjóra Morgun-
blaðsins að gera því skóna að
Ingibjörgu Sólrúnu sé ekki treyst-
andi til að starfa af heilindum í
ríkisstjórn. Öðru nær. Hér hefur
ekki verið tjaldað til aðeins einn-
ar nætur. Ef vel tekst til ætti þetta
samstarf að geta varað í tvö eða
jafnvel þrjú kjörtímabil og skap-
að þannig stöðugleika og festu í
þjóðfélaginu. Hér hefur vonandi
verið mynduð farsæl stjórn til
framtíðar.
Framsóknarmenn voru átta-
villtir fyrst eftir kosningarnar og
virtist fyrirmunað að líta í eigin
barm varðandi skýringar á óför-
um sínum. Þeir bentu á kosn-
ingablað DV og grein mína í því
blaði sem eina skýringu á hruni
flokksins. Bæði núverandi for-
maður framsóknarmanna, Guðni
Ágústsson, og sá fyrrverandi, Jón
Sigurðsson, hafa verið að halda
slíku fram. Þetta er einkennilegt
og kómískt, jafnvel tragí-kómískt
háttalag. Hvernig dettur þeim
í hug að halda þessari vitleysu
fram? Kosningablað DV var liður
í kynningarátaki nýrrar ritstjórn-
ar á nýjum efnistökum blaðsins.
Í stað þess að láta stjórnmála-
mennina eina um að taka út verk
sín var það blaðið sjálft sem stóð
að uppgjörinu. Þetta var gott
blað en það var gagnrýnið. Um
það er ástæðulaust að deila. DV
er komið til að vera og vonandi
heldur blaðið áfram á þessari
braut. Skoðar verk stjórnmála-
manna með gagnrýnu hugarfari
sama hvaða flokkur á í hlut. Það
er í þjónustu fólksins og DV ætlar
að tala rödd þess eftir bestu getu
samkvæmt yfirlýsingum ritstjóra
blaðsins.
Þó að ég hafi lýst ánægju með
nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýs-
ingu hennar verður ekki hjá því
komist að gagnrýna hve hlutur
kvenna er rýr í ráðherraliði Sjálf-
stæðisflokksins. Samfylkingin
lyftir tveimur afgerandi konum til
vegs og virðingar auk formanns-
ins, þeim Þórunni Sveinbjarnar-
dóttur og Jóhönnu Sigurðardótt-
ur. Sjálfstæðismenn hefðu vel
getað teflt fram heilsteyptum, vel
menntuðum og öflugum konum
í ráðherrastóla, til dæmis Arn-
björgu Sveinsdóttur, Ástu Möll-
er eða Guðfinnu S. Bjarnadótt-
ur. Þær hafa ekkert síður erindi í
ráðherrastólana en karlarnir sem
völdust til þeirra verka. Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir er mjög
frambærilegur stjórnmálamaður
en það hefði sýnt mikinn styrk og
verið til marks um breytta tíma ef
Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið
að dæmi Samfylkingarinnar, valið
þrjár konur til ráðherrastarfa og
til dæmis skipað þær Guðfinnu
og Arnbjörgu við hlið Þorgerðar
. Vegna þessa get ég því ekki gef-
ið ríkisstjórninni nema 9,5 í ein-
kunn og dreg þá hálfan frá vegna
ráðherravalsins.
Hreinn loftsson
lögmaður skrifar
„Framsóknarmenn
voru áttavilltir fyrst eftir
kosningarnar og virtist
fyrirmunað að líta í eigin
barm varðandi skýringar
á óförum sínum.“
Farsæl stjórn
til framtíðar
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is
Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00
Mikið úRval
af hjólhýSuM
verð frá 1.690.000
og húsbílar verð frá 4.990.000
Skoðaðu úrvalið hjá okkur.