Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Síða 21
Vilt þú ráða þínum námshraða sími 464-6300 | www.laugar.is Framhaldsskólinn á laugum nemendum við Framhaldsskólann á laugum gefst kostur á að ljúka stúdentsprófi á tveimur til fjórum árum. sveigjanlegt námsumhverfi og persónubundin námsáætlun Í Framhaldsskólanum á Laugum miða kennsluhættir að því að hver nemandi vinni sam- kvæmt persónubundinni námsáætlun. Þannig gefst kostur á að hraða námi og ljúka stúdentsprófi á allt frá tveimur árum eða bæta við hefðbundinn námstíma. Þarfir, geta og vilji hvers og eins ráða för og námshraða. Námsumhverfið er sveigjanlegra og gerð krafa um sjálfstæði í námi og öguð vinnubrögð. Veitt er markviss leiðsögn og aðstoð og vinnudagur nemandans er samfelldur. Það býður upp á að nemendur geti lokið námi til stúdentsprófs fyrr en ella, séu þeir tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem til þarf. Þetta kerfi hentar vel metnaðarfullum nemendum sem vilja taka námið hraðar en gengur og gerist, og einnig þeim sem þurfa að aga vinnubrögð sín og ná betri tökum á náminu. kynntu þér málið á www.laugar.is Fréttir úr skólalíFinu nýtt námsfyrirkomulag gefur góða raun Í vetur var farið af stað með nýtt námsfyrirkomulag þar sem nemendur hafa meiri stjórn á námi sínu. Var þetta gert sem tilraunaverkefni á fyrsta ári og kom það vel út að kerfið verður tekið upp á öllum námsárum í vetur. Með nýja fyrirkomulaginu geta nemendur hraðað námi sínu og þannig stytt námstímann um allt að tvö ár. Vel heppnað vorboð á laugum Fjöldi gesta sótti skólann heim á opnum dögum sem haldnir voru fyrir skemmstu. Gestirnir fylgdust með störfum nemenda og starfsfólks, þáðu góðar veitingar og skoðuðu sig um á staðnum. Gestir voru bæði foreldrar og systkini nemenda og aðrir velunnarar skólans, sumir komnir um langan veg. Meðal gesta voru Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra og Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. ný stjórn nemendafélagsins Kosið var í þrjú embætti stjórnar Nemendafélags Framhaldsskólans á Laugum í síðustu viku. Gunnar Sigfússon var kjörinn forseti, Einar Guðmundsson féhirðir og Kristín Lea Sigríðardóttir nótaríus. Kosið verður um tvo meðstjórnendur þegar skólastarf hefst aftur í haust og skal minnst annar þeirra koma úr röðum nýnema. aðstaða á skólasvæðinu námsframboð og brautir heimavistir Við skólann eru fjórar heimavistir. Þær heita Tröllasteinn, Dvergasteinn, Fjall og Gamli skóli. Hægt er að velja á milli eins og tveggja manna herbergja og einnig er hægt að velja á milli herbergja með eða án baðherbergis. Í herbergjum er tenging við internet en aðgangur að netinu er nemendum að kostnaðarlausu. Þá er tengi fyrir sjónvarp og hægt að velja úr fjölda gervihnattarása. íþróttaaðstaða Við skólann er frábær aðstaða til íþróttaiðkunar og líkamsræktar. Þar er stór íþróttasalur sem nemendur hafa frjáls afnot af, nemendur fá auk þess ókeypis aðgang að þrektækjasal og nýverið var reist glæsileg 25 metra útisundlaug sem nemendur geta sótt sér að kostnaðarlausu. Þá er góð aðstaða til útiíþrótta á Laugavelli sem var stórbættur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fór fram á Laugum í fyrra. Þá var lagt gerviefni á hlaupa- og atrennubrautir og er aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar ein sú besta á landinu. aðstaða til náms Nemendur hafa aðgang að vel búnu bókasafni sem er í aðalbyggingu skólans. Þar eru einnig tölvur til verkefnavinnu og heimildaleitar. Þá er góð aðstaða í herbergjum á heimavist þar sem hægt er að sökkva sér í lærdóminn. náttúrufræðibraut Nám á náttúrufræðibraut er 140 einingar. Námið skiptist í 98 eininga kjarna, kjörsvið sem er 30 einingar og 12 eininga val. Möguleiki er á mismunandi útfærslum á kjörsviði. Á stúdents- braut er lögð áhersla á að búa nemendur undir háskólanám og annað framhaldsnám, bóklegt og verklegt. Lögð er áhersla á raungreinar og stærðfræði. Félagsfræðibraut Nám á félagsfræðibraut er 140 einingar og er skiptingin sú sama og á náttúrufræðibraut. Möguleiki er á mismunandi útfærslum á kjörsviði. Á stúdentsbraut er lögð áhersla á að búa nemendur undir háskólanám og annað framhaldsnám, bóklegt og verklegt. Lögð er áhersla á félags- og uppeldisgreinar. stúdentsbraut með starfsnámi í íþróttafræðum Starfsnám í íþróttafræði og íþróttagreinum er 24-30 einingar og hefur það markmið að búa nemendur undir þjálfun barna og unglinga hjá félagasamtökum og skólum, jafnframt því sem það er heppilegur undirbúningur fyrir háskólanám í íþróttafræð- um, jafnt hérlendis sem erlendis. Námið er tekið meðfram félagsfræði- eða náttúrufræðibraut til stúdentsprófs. almenn braut Almenn braut er valkostur fyrir þá nemendur sem ekki hafa náð viðunandi árangri á grunnskólaprófi eða fullnægja ekki inntöku- skilyrðum á aðrar brautir og vilja bæta árangur sinn. Námið á brautinni er einstaklingsmiðað og tekur tillit til getu nemenda. Framhaldsskólinn á laugum laugar í reykjadal Á Laugum er mikil náttúrufegurð en einnig gott aðgengi að þjónustu. Þá er stutt í helstu þéttbýliskjarna. Vegalengdir: Akureyri 60 km Húsavík 40 km Framhaldsskólinn á laugum er í senn ungur og gamall skóli. Skólinn tók fyrst til starfa árið 1925 sem héraðs- skóli en hefur starfað sem framhaldsskóli síðan 1988. Við skólann eru að jafnaði um 110 til 120 nemendur. Fyrir vikið verður mikil samheldni meðal nemenda. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og umhyggju gagnvart nemendum, en jafnframt eru gerðar til þeirra kröfur í námi og samskiptum. Þeir nemendur sem sækja heimavistarskóla búa að því alla ævi, bæði hvað varðar vini sem þeir eignast á námsárunum og hæfni til félags- legra samskipta. Í heimavistarskóla læra menn ekki aðeins á bókina, dvölin þar er jafnframt góður skóli í mannlegum samkiptum. í skólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Umsóknarfrestur um skólavist og heimavist er til 11. júní 2007. Frekari upplýsingar um námsframboð má sjá á vefsíðu skólans, www.laugar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.