Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 26
Föstudagur 25. maí 200726 Helgarblað DV á háskólastigi og hlutfallsleg fjölgun á því stigi er mun meiri hér en ann- ars staðar í Evrópu. Við þurfum að gæta þess vel að hröð þróun og fjölg- unin leiði ekki af sér rýrari gæði. Eitt af stærri verkefnum míns ráðuneyt- is fram undan er að sinna gæðaeft- irliti á öllum skólastigum. Við eigum að gera ríkari kröfur til gæða og innri starfsemi skólanna, það fer ekki alltaf saman aukið fjárstreymi og gæði. Ég á von á því að fjölbreyttari rekstrar- form komi til í skólastarfi enda hafa einkareknar menntastofnanir gefið góða raun.“ Skref inn í framtíðina Á meðan Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins, ræddu möguleika á áfram- haldandi ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna hafði Þorgerður Katrín það hlutverk að ræða við forystu- menn hinna flokkanna. Aðspurð um þátt sinn í að leggja grunn að mynd- un nýrrar ríkisstjórnar brosir Þor- gerður Katrín út í annað. „Það var aldrei um neinn trúnaðarbrest að ræða. Auðvitað er það alltaf þannig að í stjórnmálum tala menn sam- an. Það á við um alla flokka og ég ræddi ekki eingöngu við Samfylking- una. Fyrst og síðast voru það Geir og Ingibjörg sem kláruðu viðræðurn- ar. Mitt hlutverk var að ræða við for- ystumenn flokkanna til að sjá hvort hægt væri að byggja upp samband og traust. Ég er sannfærð um að við getum treyst Ingibjörgu Sólrúnu,“ segir Þorgerður Katrín. Ef horft er um öxl telur Þorgerð- ur Katrín árin í samstarfi viðFram- sóknarflokkinn góð ár og hún ber fráfarandi formanni flokksins, Jóni Sigurðssyni, góða sögu. Hún segir hins vegar að mikilvægt hafi verið að horfa raunsætt til þess að meirihlut- inn hélt aðeins með einum manni. Henni þótti leiðinlegt að heyra Framsóknarmenn tala um trúnaðar- brest milli flokkanna. „Mér fannst miður að heyra hvernig framsóknarmenn töluðu. Sérstaklega vil ég taka það fram að samstarf við Framsókn og ekki síst samstarf við Jón Sigurðsson var gott. Hann er einstaklega traustur mað- ur, víðsýnn og umburðarlyndur. Það var gott að vinna með honum og því finnst mér miður hvernig fram- sóknarmenn tóku á móti honum. Að mörgu leyti var Framsóknarflokkur- inn ekkert óskabú til að taka við og ég er ekki viss um að neinn hafi ósk- að sér þess að taka við flokknum eins og hann leit út. Vandinn er fyrst og fremst innanbúðarmál hjá flokknum og mikilvægt að hann reisi sig upp að nýju á jákvæðum og skynsömum nótum.“ Þegar Þorgerður Katrín er spurð að því hvernig henni líst á nýja sam- starfsflokkinn í ríkisstjórninni er ljóst á svörum hennar að hún hefur mikla trú á jákvæðu samstarfi flokkanna. „Ég er mjög ánægð með nýju ríkis- stjórnina. Mannval hennar er gott og útlit fyrir samheldinn hóp. Hana myndar fólk sem þorir að ganga til þeirra verkefna sem blasa við. Já- kvæðast í þessu er að formenn flokk- anna, fólk sem þekktist ekkert allt- of vel, virðist ná vel saman. Á milli þeirra ríkir góður andi og það er al- gjört lykilatriði að svo sé. Ingibjörg og Geir virðast hafa þann kjark sem til þarf og þor til að stíga skref inn í framtíðina.“ Mikilvægt að fylgja forystunni Í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks- ins er Þorgerður Katrín eina konan. Gremju mátti greina meðal þing- kvenna flokksins er sú niðurstaða var ljós en þær lögðu áherslu á að þær styddu ákvörðun formanns- ins við val á ráðherrum. Þorgerður Katrín telur þessa samstöðu skipta miklu máli. „Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn eru stóru hagsmunirnir þeir að samheldni ríki innan hans til þess að málefnunum sé fylgt eftir. Það er mikilvægt að fylgja forystunni og hef- ur alltaf sýnt sig að þegar sundrung hefur verið í flokknum hefur hann komið illa út úr kosningum. Það er hins vegar enginn sem minnist á það að konum fjölgaði í þingflokki okkar við þessar kosningar. Enginn ann- ar flokkur hefur jafnmargar konur á þingi og það gleymist í umræðunni,“ segir Þorgerður Katrín ákveðin. „Í mínu kjördæmi hefur veg- ur kvenna iðulega verið mikill enda konur verið mjög sýnilegar í kjör- dæminu. Það er stórkostlegur árang- ur sem við náðum, að bæta við okkur í þessu öfluga kjördæmi. Í grunninn er ég á móti kynjakvótum þó svo að jafnvægi kynjanna sé mjög mikil- vægt. Hér í ráðuneytinu hugsa ég markvisst um kynjajafnvægi starfs- liðsins. Kynjakvóti getur hins vegar snúist gegn konum í baráttunni og sterkara er að koma inn meðvituð- um hugsunarhætti að jafnvægi sé eðlilegt. Meðvitundin verður að vera sterkari og það á við um allt þjóðfé- lagið. Launamunur kynjanna er al- gjörlega óþolandi og síður en svo til sóma. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér sérstaklega fyrir því að laga þennan mun og hennar bíður nokkurt verk.“ Ég er engin strengjabrúða Á Alþingi Íslendinga eru kven- þingmenn einungis tæpur þriðjung- ur allra. Ef horft er til kynjaskiptingu ráðherra nýrrar ríkisstjórnar hallar enn frekar á kvenþjóðina, ekki síst í þingmannaliði Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar Þorgerður Katrín er spurð hvernig er að vera sterk kona í karla- heimi stjórnmálanna getur hún ekki stillt sig um að brosa. „Þetta finnst mér kurteislega orðað hjá þér. Sumir spyrja mig frekar hvernig er að vera svona mikil frekja. Mér finnst óskap- lega gaman að taka þátt í stjórnmál- um. Auðvitað hef ég fundið fyrir því sem kona að ég þarf oft á tíðum að standa fastar á mínu. Ég dreg ekki dul á það og að mörgu leyti þurfum við konur að berjast meira fyrir hlut- unum í pólitíkinni,“ segir Þorgerður Katrín. „Það hef ég upplifað svo oft á síð- ustu árum og á tíma var gjarnan tal- að um mig sem strengjabrúðu Dav- íðs. Hvert skref sem ég tek er hins vegar byggt á sjálfstæðum hugsun- um og íhugun. Við stelpurnar þurf- um gjarnan að taka lengra tilhlaup en karlarnir í stjórnmálunum. Konur er gjarnan litnar gagnrýnni augum og framkoma okkar er meira undir smásjánni. Mikilvægt er fyrir okkur konur í pólitíkinni að vera fastar fyrir og með allar röksemdir á hreinu því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Við þurfum að sýna þrjósku og þraut- seigju, leggja okkur hart fram og láta finna fyrir okkur.“ „Konur og karlar eru ekki eins og vonandi verðum við það aldrei, við konur eigum að vera ófeimnar og ekki skammast okkar fyrir neitt. Í eðli mínu er ég mikil strákastelpa og berst kröftuglega fyrir mínum hug- sjónum svo jaðrar ábyggilega við þrjósku á köflum. Fyrst og síðast er þó mikilvægast að hafa gaman af því sem maður er að gera. Óhætt er að segja að ég hef ofsalega gaman af því sem ég er að gera,“ bætir Þorgerður Katrín við. Því sem manni er trúað fyrir er manni trúað fyrir Þá berst talið að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katr- ín segir skipta verulegu máli hversu góðan stuðning þeir fengu frá flokks- mönnum. Hún er sannfærð um að flokkurinn haldi áfram að bæta við sig fylgi. „Það skiptir miklu máli að við sjálfstæðismenn höldum áfram að vera skynsamir og heilbrigðir. Við eigum að finna hjartsláttinn hjá þjóðinni og megum aldrei gleyma því sem okkur var treyst fyrir. Því sem manni er trúað fyrir er manni trúað fyrir á að vera lífsmottó allra stjórn- málamanna,“ segir Þorgerður Katr- ín. „Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur í þetta og gleymir aldrei uppruna sín- um á okkur eftir að vegna vel áfram. Stefnu flokksins hefur aldrei þurft að breyta og hún á alltaf við.“ Vikurnar fyrir kosningar kom- ust nokkur mál í umræðuna í þjóð- félaginu þar sem örlaði á fyrir- greiðslupólitík og fólk velti fyrir sér hugsanlegum spilltum starfsháttum stjórnmálamanna. Þorgerður Katrín er sannfærð um að Ísland sé minnst spillta land veraldar. „Það koma allt- af upp einhver svona dæmi og við verðum auðvitað bara að læra af þeim. Við sjáum það hins vegar í öll- um samanburði að Ísland er minnst spillta land í heimi og fjölmiðlafrelsi er hvergi meira en hér. Í grunninn tel ég íslenskt samfélag heilbrigt sam- félag og mikilvægt að við pössum okkur á því að stjórnsýslan fjarlægist ekki íbúana og megum aldrei van- meta áhrifamátt frjálsra félagasam- taka í þessum efnum,“ segir Þorgerð- ur Katrín. Ég vil meira af Geir Þegar Davíð Oddsson hvarf af sviði stjórnmálanna óttuðust marg- ir að Geir myndi reynast erfitt að feta í fótspor hans sem formanns og for- sætisráðherra. Engu að síður tókst forystu flokksins, Geir og Þorgerði Katrínu, að bæta við sig töluverðu fylgi í síðustu kosningum. Hún segir engan vafa leika á því að flokkurinn hafi breyst eftir að Geir tók við for- mannsembættinu. „Í megindráttum var ég mjög stolt af því sem Davíð gerði í formannstíð sinni. Það þýðir hins vegar ekki að ég sé gagnrýnis- laus á hann karlinn. Hann var svaka- lega skemmtilegur og heillandi, er hann var upp á sitt allra besta stóðst honum enginn snúning,“ segir Þor- gerður Katrín „Geir er náttúrlega allt öðruvísi karakter en Davíð. Hann hefur mikla hlýju og greinilegt að hann nýt- ur mikils traust. Foringjahæfileikar Geirs eru ótvíræðir og í formanns- tíð hans hefur leiðin bara legið upp á við. Það hefur hann gert með því að marka sína braut og fara sínar leiðir án þess að vera bundinn við fortíð- ina.“ Sem formaður flokksins og for- sætisráðherra hefur Geir stundum verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu sýnilegur. Þorgerður Katrín segist einlægur stuðningsmaður for- mannsins og segir hann fullan af víð- sýni og umburðarlyndi. „Geir hefur ekki verið upptekin af því að eiga sviðið einn. Hann hef- ur það einfalda markmið að efla ís- lenskt samfélag og efla Sjálfstæðis- flokkinn, það er nú bara þannig að þetta tvennt fer iðulega saman. Þeg- ar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel vegnar þjóðinni vel, við skulum bara játa það. Auðvitað finnst mér allt- af gott þegar ég sé nóg af Geir því í kringum hann er gott að vera. Ég vil meira af Geir.“ trausti@dv.is „Þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel vegnar þjóðinni vel, við skulum bara játa það. Auðvitað finnst mér alltaf gott þegar ég sé nóg af Geir því í kringum hann er gott að vera. Ég vil meira af Geir.“ Kröftug kona í karlaheimi Þorgerður Katrín segir mikilvægt að konur í stjórnmálum standi fast á sínu og láti finna fyrir sér. Hún þakkar foreldrum sínum hlýtt uppeldi og hefur brynjað sig gegn kjaftasögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.