Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Page 28
Föstudagur 25. maí 200728 Helgarblað DV Stundum þarf fólk að setjast niður og end- urskoða allt sitt líf. Best er þá að byrja í núinu en til að verða raunverulega hamingjusamur ætti maður kannski að líta til fortíðar og at- huga hvernig viðhorfin voru fyrir sextíu árum. Eftir lestur bókarinnar Aðlaðandi er konan ánægð, sem kom út á íslensku árið 1945, sér hver nútímakona hversu heppin hún er. Af bókinni má ýmislegt læra, til dæmis að það er alls ekki eðlilegt að eiga aðallega karl- menn að vinum. Sú kona sem kýs félagsskap karlmanna fram yfir kvenna er greinilega stórgölluð kona. „Þér hafið sjálfsagt rekist á konuna sem gortar af því að hún eigi eingöngu karlmenn fyrir vini eða henni geðjist ekki að kvenfólki,“ stendur í kaflanum sem heitir: Þér verðið líka að vinna hylli kvenna. Hollusta, hæverska og hreinskilni „Ef þér hafið haft tækifæri til þess að fylgjast með henni um lengri tíma, vitið þér að hún er einmana manneskja, þegar hún hefur runnið sitt fyrsta blómaskeið. Flestir karlmenn eiga að einhverja konu sem þeir leita ráða til og viljandi eða óviljandi fara þeir að ráðum hennar; hvort sem það er nú systir, systir vinar þeirra eða gömul vinkona. Ef slíkum konum geðjast illa að yður, líður ekki á löngu áður en karlmennirnir fylgja í þeirra fótspor. Konan, sem fyrir þessu verð- ur, kennir þetta kvenlegri afbrýðisemi. En venjulega er það hitt, sem liggur til grund- vallar andúðinni, að konurnar bera ekki traust til hennar. Sem systur og vinir finna þær ef til vill, að viðkomandi konu skortir í hegðun sinni gagnvart öðrum hollustu, hæversku og hreinskilni og þær vilja ekki að menn sem þeim er annt um láti veiða sig í net hennar. Og þær hafa venjulega lag á því að láta þá hafa færri og færri tækifæri til að umgangast hana.“ Nöldurskjóður settar á gapastokk Nú er það staðreynd, að kona sem ger- ist svo frek að biðja manninn sinn að setja klósettsetuna niður eftir notkun, spyr hvers vegna hann geti ekki sett blautu handklæð- in annars staðar en á rúmteppið eða spyr stöku sinnum hvort það sé ekki alveg eins í hans verkahring að fara út með ruslið er kölluð nöldurskjóða, eða „Naggfríður“. Þessar konur mega þakka fyrir að hafa ekki verið uppi fyrr á öldum. „Það voru þeir tímar á frumbyggja- tíð Bandaríkjanna að refsað var opinber- lega fyrir nöldur. Nöldurskjóðan var sett í gapastokk á almannafæri og þar gátu all- ir séð hana og merkisspjald, sem fest var við hana og sýndi sök hennar. Enn í dag eru skömmóttar nöldurskjóður okkar á meðal, en við meðhöndlum þær ekki jafn skörulega og gert var í gamla daga. Nú fær fórnarlambið – eiginmaðurinn – að líða við nöldrið og skammirnar. Fyrst í stað fyllist hann undrun, síðan er hann særð- ur og loks grípur hann þögul örvænting og hann dregur sig sem mest í hlé.“ Vinstri handar löðrungur Blessaður maðurinn. Hann hélt að konan væri jafn hrifin af honum og hann af henni. Segir í bókinni. Þar er tekið fram að manninum vex ásmegin og hann blómstrar í nærveru hennar. En þá, þá gerist það: „Þá snýr hún við blaðinu. Hún vill ráða því „hvar skápurinn á að standa...“ Hátta- lag hans og framkoma öll sem áður virt- Nútímakonunni finnst oft erfitt að standa undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar. Hún á að vera góður starfskraftur, góð móðir, dótt- ir, vinkona og húsmóðir. Kröfur samtímans virðast oft miklar, en eng- inn gerir lengur þær kröfur að konan bíði heima uppábúin og að gott heimilislíf sé eingöngu á hennar ábyrgð. Hvað þá að réttlætanlegt sé að reka henni vinstri handar löðrung þegar hún nöldrar. sáttasemjari á hamingjuríku heimili Sexí Hlutverk kvenna Konan geðjast karlmanninum best á þann hátt að vera kvenleg, eins aðlaðandi og tími og geta leyfir, eins blíð og góðlynd og konunni er eiginlegt að vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.