Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 37
DV Helgarblað Föstudagur 25. maí 2007 37 ist hrífa, virðist nú gera hans útvöldu hreint ærða. Ef hann er svo heppinn að vera ekki enn kvæntur henni ætti hann að segja henni upp á stundinni. Ef breytingin á sér ekki stað fyrr en eftir brúðkaupið, ætti hann að reyna að gefa henni holla ráðningu eða duglegan vinstri handar löðrung. En hann gerir venju- lega hvorugt. Hann kvænist og þegir og held- ur áfram að vera kvæntur en finnur sér fleiri og fleiri tækifæri til þess að finna eftirvinnu og vera sem sjaldnast heima...“ Kostur að vera kvenleg Í bókinni eru sérstakar leiðbeiningar um hvernig geðjast á karlmönnum og höfundur segir konur sem hafi talið sig kynnast einhverj- um „vopnum“ við lestur kafla um það efni í bók- inni hafa án efa orðið fyrir vonbrigðum: „Að vísu eru enn til fáeinar konur, leifar frá öðru tímabili í sögunni sem eru „á veiðum“ eft- ir karlmönnum og gengur vel. Og ávallt mun vera til hópur þessara hræddu kvenna sem eru svo reikular í ráði sínu og lítið öruggar að þær hlaða undir vinsældir sínar og vald. En þetta kvenfólk, sem hefur það að eins konar atvinnu- grein að vera sírenur sinna tíma, eru ekki konur af holdi og blóði. Konur vorra tíma hafa öðrum og meiri verkefnum að sinna. Þær standa við hlið karlmannanna í sinni hörðu baráttu, sem nú er háð víða um heim fyrir frelsi og öryggi einstakl- inganna.“ Og svo kemur lykillinn að leyndardóminum: Hvernig á konan að vera? „Konan geðjast karlmanninum best á þann hátt að vera kvenleg, eins aðlaðandi og tími og geta leyfir, eins blíð og góðlynd og konunni er eig- inlegt að vera og eins full af áhuga fyrir heimin- um, sem hún lifir og hrærist í og karlmaðurinn sjálfur, sem er viðbúinn að leggja lífið í sölurnar þegar á reynir.“ Að vera góð húsmóðir Einn kafli bókarinnar heitir „Búhyggindi“ og þar eru talin upp nokkur skilyrði fyrir því að heimilisstörfin gangi vel. Þar ber regla og skipu- lag hæst. Skipuleggja skal hin ýmsu störf og hafa verksmiðjuhraða á vinnunni. En það er í þriðju búhyggindareglunni sem höfundur bókarinnar lýsir sjálfum sér og kennir okkur hinum um leið hvernig húsmóður ber að haga sér: „Húsmóðirin verður að kunna til margra hluta, eftir því sem þörf krefur í það og það sinn- ið. Oft verður hún að vera allt í senn, matreiðslu- kona, hjúkrunarkona og ráðskona og hún verður að annast reikningshald, vöruinnkaup, dæma í mörgum málum, vera sáttasemjari, góður fé- lagi, húsfreyja, eiginkona og móðir. ...Ég er laus við hið sífellda strit og erfiði, sem er svo þreyt- andi fyrir okkur að við njótum okkar ekki til fulls,“ segir Joan Bennet, höfundur bókarinn- ar. „Engu að síður er ég stundum, eins og aðr- ar konur, dauðþreytt. En ég reyni samt ávallt eftir bestu getu að hafa heimilið sem vistleg- ast, gera það að skemmtilegum dvalarstað fyrir börnin og eiginmanninn, svo að þau hlakki til að koma heim til máltíða og geti verið örugg um að heima sé gott að vera, þar sé hlýtt og hreint, þar ríki gleði og hlátur. Því að hvað sem líður ríkidæmi eða fátækt, þá er það fyrst og fremst húsmóðirin sem setur sinn svip á heimilið, hún ræður mestu um það hvernig andrúmsloft heimilisins er og heimilisbragur allur...“ Samantekt úr bókinni Aðlaðandi er konan ánægð, eftir Joan Bennet. Íslensk þýðing: Þórunn Hafstein, Bókfellsútgáfan h.f. 1945. annakristine@dv.is Konur sinni heimilinu Konur eiga ávallt að hafa heimilið sem vistlegast, gera það að skemmtilegum dvalarstað fyrir börnin og eiginmanninn, svo að þau hlakki til að koma heim. Allt í senn Húsmóðirin verður að kunna til margra hluta. Oft verður hún að vera allt í senn, matreiðslukona, hjúkrunarkona og ráðskona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.