Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 41
Starfsferill Ingibjörg Sólrún fæddist í Reykja- vík 31.12. 1954 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MT 1974, BA- prófi í sagnfræði og bókmenntum frá HÍ 1979, var gestanemi í sagn- fræði við Kaupmannahafnarháskóla 1979-81 og stundaði cand. mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981-83. Ingibjörg Sólrún stundaði ýmis almenn störf með námi 1974-81, var starfsmaður dönsku póstþjón- ustunnar 1979-81, var borgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík 1982-86 og Kvennalistans í Reykjavík 1986- 88, sat í borgarráði 1987-88, var rit- stjóri tímaritsins Veru 1988-90 og sinnti ýmsum ritstörfum og blaða- mennsku 1990-91, var alþingis- maður fyrir Kvennalistann í Reykja- vík 1991-94, borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003 og borgarfulltrúi frá 1994, varaþingmaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík 2003- 2005, alþingismað- ur fyrir Samfylkinguna í Reykjavík frá 2005, var varaformaður Samfylk- ingarinnar 2003-2005 og formaður hennar frá 2005. Ingibjörg Sólrún var formaður Stúdentaráðs HÍ 1977- 1978, sat í skipulagsnefnd Reykjavík- urborgar 1982-86, sat í félagsmála- ráði Reykjavíkurborgar 1986-89, var formaður borgarráðs 1994-2003, var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994-2002, sat í stjórn Landsvirkjunar 1999- 2000, var formaður miðborgar- stjórnar 1999-2002, formaður stjórn- ar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000-2003, í stjórn Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu 2002- 2003, formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni vegna Tónlist- ar- og ráðstefnuhúss 2001, formaður stjórnar Aflvaka frá 2002 og formað- ur hverfisráðs miðborgar frá 2002. Ingibjörg Sólrún sat á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1987, sat í þingmannanefnd EFTA/EES 1991- 1994, hefur setið í stjórnarskrárnefnd frá 2005, sat í utanríkismálanefnd Al- þingis 1991-1993, félagsmálanefnd 1991-1994, heilbrigðis- og trygginga- nefnd 1991-1994, efnahags- og við- skiptanefnd 2005-2006 og í Íslands- deild þingmannanefndar EFTA frá 2005. Hún hefur setið í bankaráði Seðlabanka Íslands frá 2003. Ingibjörg Sólrún skrifaði bókina Þegar sálin fer á kreik, minningar Sigurveigar Guðmundsdóttur kenn- ara, 1991. Þá hefur hún skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um almenn stjórnmál og kvenréttindamálefni. Fjölskylda Ingibjörg Sólrún giftist 29.7. 1994 Hjörleifi Sveinbjarnarsyni, f. 11.12. 1949, deildarstjóra hjá Íslenska út- varpsfélaginu. Hann er sonur Svein- björns Einarssonar barnakennara og Huldu Hjörleifsdóttur húsmóður. Synir Ingibjargar Sólrúnar og Hjörleifs eru Sveinbjörn, f. 26.1. 1983, nemi í bókmenntafræði við HÍ; Hrafnkell, f. 10.11. 1985, nemi. Systkini Ingibjargar Sólrúnar eru Kristinn Hilmar, f. 25.11. 1945, vél- stjóri í Reykjavík; Halldóra Jenný, f. 14.11. 1947, kennari í Reykjavík; Kjartan, f. 9.7. 1950, rekstrarstjóri hjá Reykjavíkurborg; Óskar Sveinn, f. 26.9. 1951, stýrimaður og verkstjóri í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar Sólrúnar eru Gísli Gíslason, f. 30.11. 1916, d. 23.10. 2006, verslunarmaður í Reykjavík, og Ingibjörg J. Níelsdóttir, f. 23.2. 1918, húsmóðir. Ætt Gísli var sonur Gísla þjóðhaga- smiðs á Haugi, bróður Jóns, móð- urafa Helgu Sigurjónsdóttur, fyrrv. bæjarfulltrúa í Kópavogi. Syst- ir Gísla á Haugi var Guðrún, lang- amma Hrafnhildar Stefánsdóttur lögfræðings. Gísli var sonur Brynj- ólfs, hreppstjóra og dbrm. á Sól- eyjarbakka Einarssonar, bróður Matthíasar, langafa Haralds Matthí- assonar menntaskólakennara, föð- ur Ólafs, fyrrv. alþm. Matthías var einnig langalangafa Alfreðs Flóka. Einar var sonur Gísla, b. á Sóleyjar- bakka Jónssonar, b. á Spóastöðum Guðmundssonar, ættföður Kóps- vatnsættar Þorsteinssonar. Móðir Gísla á Haugi var Valgerður, syst- ir Bjarna, afa Guðmundar blinda í Víði. Móðir Valgerðar var Gróa Gísladóttir, systir Gests á Hæli, langafa Steinþórs, fyrrv. alþm., föð- ur Gests skattstjóra. Móðir Gísla verslunarmanns var Kristín Jónsdóttir, b. í Austur- Meðalholtum í Flóa Magnússon- ar, b. á Baugsstöðum Hannesson- ar, af Bergsætt. Móðir Kristínar var Kristín, systir Guðnýjar, ömmu Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara og langömmu Erlings Gíslasonar leikara, föður Benedikts, leikara og leikstjóra. Kristín var dóttir Hann- esar, hreppstjóra í Kaldaðarnesi, bróður Þorkels í Mundakoti, lang- afa Guðna Jónssonar prófessors og Ragnars í Smára. Hannes var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðar- nesi Hannessonar, ættföður Kald- aðarnesættarinnar Jónssonar. Ingibjörg er dóttir Níelsar, b. á Kóngsbakka Sveinssonar, sjómanns á Skagaströnd, Guðmundssonar. Móðir Níelsar var María, systir Jóns á Másstöðum, föður Ingibjargar J. Ól- afsson, fyrrv. aðalframkvæmdastjóra KFUM á Norðurlöndum, og langafa Guðrúnar Halldórsdóttur, fyrrv. for- stöðukonu Námsflokka Reykjavík- ur og alþk. Kvennalistans. María var dóttir Ólafs, b. á Barkarstöðum Páls- sonar. Móðir Ingibjargar var Hall- dóra, systir Rósu, móður Hallgríms Guðjónssonar, fyrrv. hreppstjóra í Hvammi í Vatnsdal, og móður Þór- hildar, konu Jóns Ísbergs, fyrrv. sýslu- manns og móður Arngríms Ísberg héraðsdómara. Halldóra var dóttir Ívars, sjómanns frá Skeggjastöðum Jóhannessonar, og Ingibjargar Krist- mundsdóttur, systur Þorleifs, föður Þórarins, skálds á Skúfi, afa Þorleifs Kristmundssonar, prófasts á Kol- freyjustað, og langafa Þórðar Skúla- sonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. DV Ættfræði Föstudagur 25. maí 2007 41 Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstudög- um. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynn- ingum eru nafn afmælisbarnsins, fæðingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nöfn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nöfn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu KONA VIKUNNAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður SamfylkingarinnarSigurður A. Magnússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, er al- mennt talin hafa styrkt stöðu sína og Samfylkingarinnar með stjórn- arsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Sú skoðun er meðal annars byggð á þeirri afstöðu að svo stór stjórnmálaflokkur geti ekki með góðu móti verið utan stjórnar öllu lengur. Þessi skoðun er einnig byggð á þeirri afstöðu að íslenskt samfélag hafi á undanförnum árum verið í hraðri þróun sem ekki sjái fyrir endann á. Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.