Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Qupperneq 43
DV Helgarblað föstudagur 25. maí 2007 43
annakristine@dv.is
Íslenskur uppruni gerði mig að þeim sem ég er
En til að ná langt þarf mikinn aga.
Sjálfur fór ég ekki að taka almenni-
lega á fyrr en ég var fimmtán, sext-
án ára og vissi að ég vildi gera dans-
inn að lífsstarfi. Það eru margir sem
hreinlega gefast upp í ballettnámi
þegar þeir gera sér grein fyrir hversu
mikil vinna fylgir því að vera góður
dansari. Í skólanum hjá okkur í San
Francisco byrja um 350 nemendur
á aldrinum sjö til átta ára en í elsta
hópnum, sautján til átján ára, eru
kannski ekki nema fimmtán, tuttugu
dansarar eftir. Margir hafa byrjað í
ballett því foreldrarnir senda þá – en
þegar alvaran tekur við þarf fólk mik-
inn sjálfsaga.“
Vissi ég kæmist alla leið...
Hann segir góðan dansara þurfa
að hafa líkama sem samsvarar sér
vel, „stutt bak og langir leggir hent-
ar til dæmis ekki“, og áhorfendur vilji
fegurð.
„Dansarar þurfa að líta vel út að
öllu leyti,“ segir hann. „Áhorfendur
vilja fegurð – fallegt andlit, fallegan
líkama, fallegar hreyfingar. Dansari
þarf að vera músikalskur, einbeittur
og ákveðinn í að vilja komast áfram.
Það þarf gríðarlega vinnu til að ná því
marki. Það tekur frá átta upp í tíu ár
að þjálfa dansara þar til hann kemst í
dansflokk og þá er alls ekki öruggt að
viðkomandi nái á toppinn.“
Sjálfur segist hann hafa vitað
frá unglingsaldri að þangað myndi
hann ná en til þess þyrfti hann að
leggja hart að sér.
„Það var einhver innri rödd sem
sagði mér að ég kæmist á toppinn,“
segir hann blátt áfram. „Um leið og
ég hafði tekið ákvörðun vissi ég að ég
myndi fara alla leið.“
Það er í raun eiginkonunni Marl-
ene að þakka að við sitjum þarna í
búningsherberginu á spjalli. Skila-
boðaskjóða Borgarleikhússins var
greinilega biluð þennan dag. Helgi
fór af æfingu inn í búningsherbergi
að bíða eftir blaðamanni, sem hafði
verið sagt að bíða í forsal leikhússins.
Dýrmætar fjörutíu mínútur fóru for-
görðum. Tíminn sem hann hafði tek-
ið frá fyrir DV var að líða þegar við
fundum hvort annað. Hann sagðist
ekki hafa meiri tíma, ég sagði að ég
yrði rekin. Það var eiginkonan Mar-
lene Tómasson sem tók af skarið:
„Tuttugu mínútur,“ sagði hún. Heill-
andi kona sem Helgi hlýtur að hafa
orðið ástfanginn af við fyrstu sýn.
„Já, það var ást við fyrstu sýn,“ svar-
ar hann þegar ég spyr um fyrsta fund
þeirra Marlene. „Ég var að dansa hjá
Joffrey-ballettinum í New York þeg-
ar hún kom þangað í kennslustund.
Ég hugsaði með mér hvað þetta væri
falleg stúlka, hún væri eins og prins-
essa,“ segir hann og horfir ástúðlega
á konu sína.
Marlene brosir hlýlega þegar ég
spyr hana sömu spurningar.
„Ef það er til eitthvað sem heit-
ir „ást við fyrstu sýn“, þá passar sú
lýsing við þá stund þegar við Helgi
hittumst fyrst. Mér fannst hann stór-
kostlegur dansari og við náðum vel
saman frá fyrstu stundu.“
Harður heimur
Árið var 1963 og Helgi ákvað að
láta ekki þessa fallegu stúlku sér úr
greipum ganga. Hann bauð henni
strax á kaffihús
„Þú þurftir eftirlitsmann!“ segir
hann og brosir til konu sinnar sem
greinilega stendur undir því að vera
kletturinn í lífi hans eins og sagt hef-
ur verið.
„Já, hún er kletturinn í lífi mínu,“
samsinnir hann. „Marlene er sjálf
dansari þótt hún hafi kosið að hætta
dansferlinum þegar við eignuðumst
synina, Kristin og Eric. Við giftum
okkur ári eftir okkar fyrstu kynni
og höfum því verið gift í 43 ár. Fyrst
bjuggum við í New York en eftir að
synirnir fæddust fluttum við til New
Jersey og þaðan keyrði ég á hverjum
degi til vinnu minnar við New York
City Ballet.“
Hann viðurkennir að mikið sé tal-
að um dans á heimili þeirra, annað
sé ekki hægt.
„Það er mér mjög mikilvægt að
eiga konu sem skilur dans- og leik-
húslífið,“ segir hann. „Starf mitt er
þess eðlis að það er sólarhrings-
starf alla daga vikunnar og Marlene
hjálpar mér mjög mikið. Kannski er
stundum talað of mikið um dans-
inn á heimilinu, en það stafar af því
að starf mitt sem listrænn stjórnandi
þessa stóra dansflokks er mjög erf-
itt. Ég sé um sjötíu dansara, sem allir
leita til mín með allt. Ferill þeirra er í
mínum höndum. Ég þjálfa þá, plan-
legg öll ferðalög, hvar verður dans-
að, hvað verður dansað, hver fer
með hvaða hlutverk og hvaða dans-
höfundar verða fyrir valinu. Það eru
ekki allir alltaf jafn sáttir við ákvarð-
anir mínar. Þetta er harður heimur.
Ég sé um allt listrænt starf flokksins,
ræð hvern einasta dansara, en það er
líka ég sem þarf að segja fólki upp ef
það stendur ekki undir væntingum.
Það er einn erfiðasti hluti starfsins.“
Langar í laxveiði
Í heimsókn Helga og fjölskyldu
hans til Vestmannaeyja í síðustu
viku var ljóst að Marlene var heilluð
af staðnum, líkt og synirnir tveir. Þá
sagði hún að það væri mikilvægt að
Kristinn og Eric sæju Vestmannaeyj-
ar þar sem arfleifð þeirra er. Helgi seg-
ir Marlene strax hafa verið hlynnta
því að eldri drengurinn hlyti íslenskt
nafn.
„Móðurbróðir minn hét Kristinn,
afskaplega góður maður sem Marl-
ene kynntist. Hún var því algjörlega
samþykk því að við skírðum dreng-
inn íslensku nafni, enda finnst henni
nafnið mjög fallegt.“
Frá árinu 1985 hafa Helgi og
Marlene búið í San Francisco. Það
var árið sem Helgi hætti að starfa
sem atvinnudansari og tók við list-
rænni stjórn San Francisco balletts-
ins, sem er talinn einn af bestu dans-
hópum heims. En tengsl Helga við
Ísland hafa aldrei rofnað, þrátt fyr-
ir næstum hálfrar aldar búsetu í út-
löndum.
„Landið hefur alltaf átt sterk ítök
í mér. Ég hafði auðvitað mikið sam-
band við móður mína, fósturföður
og hálfbróður minn. Ég kom hing-
að heim af og til og sýndi dans og
hef gætt þess að missa aldrei sjónar á
því hvaðan ég kem. Okkur langar að
koma oftar hingað og draumurinn er
að komast í laxveiði.“
Afastolt
Hann segir móður sína aldrei
hafa reynt að hafa þau áhrif á hann
að yfirgefa ekki ættjörðina og freista
gæfunnar í framandi löndum.
„Mamma vissi að ég yrði að fara
til útlanda til að ná þeim árangri sem
ég óskaði. Það var auðvitað erfitt fyrir
hana, en hún lét minn hag sitja fyrir.
Ég veit að margir foreldrar eiga erfitt
með að sleppa tökunum á börnum
sínum. Sjálfur ákvað ég að hafa móð-
ur mína að fyrirmynd og koma ekki
í veg fyrir að synir mínir létu sína
drauma rætast. Kristinn er lærður
bílahönnuður og bjó til dæmis í sjö
ár í München í Þýskalandi þar sem
hann starfaði fyrir BMW. Þá sáum
við hann kannski í mesta lagi einu
sinni á ári. Síðar bjó hann í London
í tvö ár. Eric er kvikmyndagerðar-
maður og ljósmyndari og bjó í Kan-
ada og það er núna fyrst sem þeir eru
báðir fluttir í nálægð við okkur. Eric
er sá sem tekur allar myndirnar fyrir
San Francisco ballettinn og býr þar,
en Kristinn og kona hans eru nýflutt
til Suður-Kaliforníu. Þau eiga son-
inn Mikko sem er eins árs núna – á
reyndar afmæli daginn sem DV kem-
ur út með þessu viðtali, 25. maí,“ seg-
ir Helgi og afastoltið leynir sér ekki.
Dæmigerður Íslendingur
Þegar ég bið hann að lýsa sjálfum
sér kemur örlítið hik á Helga. Hann
spyr Marlene hvernig hann eigi eig-
inlega að lýsa sjálfum sér. Smá þögn.
Ertu til dæmis rómantískur?
„Já, ég held ég sé rómantískur...!“
Marlene tekur undir þau orð.
„Helgi er rómantískur,“ segir hún.
„Hann er duglegur og ástríðufullur í
því sem hann tekur sér fyrir hendur,
sama hvað það er. Hann er dæmi-
gerður Íslendingur að því leyti að
honum finnst allt vera mögulegt og
gefst ekki auðveldlega upp.“
Sá staður sem þau njóta hvíld-
ar á frá erli stórborgarinnar er sum-
arbústaður þeirra í Napa-dalnum.
Þar rækta þau vín og sækja sér hvíld
í garðvinnu.
„Við finnum mikla ró við garð-
vinnuna og Marlene er núna að
rækta tómata. Við erum með stóran
rósagarð. Það nýjasta hjá mér er að
hjálpa Marlene við matseldina; hún
býr til sérstaklega góðan mat og hef-
ur síðustu árin lofað mér að hjálpa til
í eldhúsinu. Ég er bara nokkuð góður
í að brytja niður! Mér finnst afskap-
lega gaman að sýsla í eldhúsinu, en
samt ekki næstum því eins gaman og
að borða góðan mat! Ítalskur mat-
ur er í mestu uppáhaldi og ástæðan
fyrir því að við fitnum ekki er sú að
við göngum mikið og borðum hollan
mat. Ég hef eiginlega ekki tíma til að
fitna, ég er alltaf á ferð og flugi.“
Stærstu stundirnar
Stærstu sigrana og mestu sorgirn-
ar á ævinni á hann erfitt með að skil-
greina.
„Það eru margar gleðistund-
ir sem koma upp í hugann,“ segir
hann. „Stærstu stundirnar í lífi mínu
voru giftingin okkar Marlene og þeg-
ar synirnir fæddust. Varðandi dans-
ferilinn er svo ótalmargs að minnast;
margar stórsýningar í heimsborg-
um sem er erfitt að gera upp á milli.
Erfiðasta stundin var hins vegar sú
þegar ég var að ganga inn á svið í
Washington og fékk símhringingu
frá fósturföður mínum að bera mér
þá fregn að móðir mín væri látin, 66
ára að aldri. Hún hafði greinst með
krabbamein nokkru áður, en enginn
átti von á að andlát hennar bæri svo
brátt að. Þetta var erfiðasta sýning
sem ég hef nokkru sinni dansað.“
Gýs ekki eins og eldfjöllin
En hann er fagmaður. Tilfinning-
arnar lét hann ekki í ljósi fyrr en tjöld-
in féllu.
„Ég kann að gráta og ég kann að
hlæja,“ segir hann. „Ég á ekkert erf-
itt með að láta tifinningar mínar í
ljósi og er gífurlega viðkvæmur. Þess
vegna gat ég ekki annað en tárast
þegar mér var sýndur sá heiður að
vera sæmdur stórkrossinum. Þessi
tími á Íslandi hefur verið stórkost-
legur og ég er þakklátur fyrir þær við-
tökur sem við fengum hér, ekki síst
hjá gestum í Borgarleikhúsinu og
þær góðu viðtökur sem ballettflokk-
urinn fékk.“
Orðið sem fólk notar til að lýsa
Helga Tómassyni er auðmjúkur og þá
auðmýkt sýndi hann þegar hann tók
á móti stórkrossinum.
„Já, ég er auðmjúkur. Ég er fædd-
ur þannig og get ekkert að því gert,“
segir hann og brosir hlýlega. „Ég er
jafngeðja og ef eitthvað kemur mér
úr jafnvægi tel ég upp að tíu. Þótt
ég gjósi ekki eins og eldfjöllin á Ís-
landi, þá býr eldfjall innra með mér.
Ég gleymi aldrei hvaðan ég er. Það að
vera Íslendingur hefur gert mig að
þeim manni sem ég er.“
„Þegar börn eru að byrja í ballettnámi finnst þeim yfirleitt bara gaman og þau upp-
lifa þetta sem leik. En til að ná langt þarf mikinn aga. Í skólanum hjá okkur í San
Francisco byrja um 350 nemendur á aldrinum sjö til átta ára en í elsta hópnum,
sautján til átján ára, eru kannski ekki nema fimmtán, tuttugu dansarar eftir.“
DV-MYND ÁSGEIR