Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Blaðsíða 51
DV Helgarblað föstudagur 25. maí 2007 51 Þetta er frábært sumum finnst þetta kannski ósmekklegt en öðrum skemmtilega smart. sígarettuhálsmen sem ekki allir geta borið en þeir sem geta það eru svo sannarlega alvöru töffarar. Þetta fallega sígómen er úr glamúr og það eru einnig til eyrnalokkar. töff, töff, töff. SérStakur Sumarilmur Þeir sem eru hrifnir af Burberry geta verið kátir núna því Burberry gerði í fyrsta sinn sérstakan sumarilm bæði fyrir dömur og herra. Innblásturinn kemur frá sumarlínunni 2007 og minnir á sumarsiglingar, en þær voru hugsaðar sem aðalþemað. Þetta eru léttari útgáfur af hinum upprunalegu Burberry-ilmum og eru alveg í anda sumarsins. Persónan Helmut Newton lést árið 2004 en á að baki einstakan ljósmyndaferil. Helmut sem er af þýsku bergi brotin vakti hvað mesta athygli fyrir myndir af nöktum konum. Á unga aldri var það ljósmynd- un sem heillaði Helmut og ungur að aldri vann hann með þýska ljósmyndaranum Yva (Else Neulander simon). Helmut flúði nasistana árið 1938 og vann stutt í singapore en flutti síðan til melbourne í Ástralíu. Þar giftist hann leikkonunni June Browne sem er þekkt í ljósmyndabransanum undir nafninu alice springs. Helmut opnaði stúdíó þar sem hann vann aðallega að tískuljósmyndun en hann og ljósmyndarinn Henry talbot voru í miklu samstarfi en stúdíóið bar nafnið Helmut Newton and Henry talbot. Leiðin lá til Parísar þar sem ljósmyndirnar hans voru í öllum helstu tískutímaritunum en stíllinn hans er erótískur, fetatískur (fetishistic) og soldið í anda sadómasó. Big Nudes- serían hans vakti gífurlega athygli árið 1980 en raunin er sú að sjón er sögu ríkari og því er um að gera að kíkja á hið fagra frá Helmut Newton. Naktar koNur og erótík töfrum líkaSt Haust- og vetrarlínan 2007-8 frá smeilinener er ótrúlega flott. Litirnir, efnin og munstrið eru frábær í alla staði enda erum við kolfallin. Okkur langar í þessar fallegu flíkur strax í dag. Nakti apinn er með puttann á púlsinum og er með vörur frá þeim en ferðalangar sem eiga leið um Kaupmannahöfn, Helsinki eða Berlín geta svo sannarlega tekið upp pyngjuna og brosað breitt. Þeir sem vilja svala forvitninni geta kíkt inn á heimasíðuna smeilinener.de. birgir ísleifur Nafn? „Biggi... oft kallaður Birgir ísleifur gunnarsson. sumir kalla mig Bigga mix. Ekki Bix... það er annar...og ekki rugla mér saman við Bigga í maus eða listamann- inn sem hét einu sinni Bibbi, þá annars mætu menn. Það eru alltof margir sem heita Birgir. stundum hugsa ég um að taka upp listamannsnafnið Birgár dan.“ Aldur? „26.“ Starf? „tónlistarmennska.“ Stíllinn þinn? „Hvað þýðir það? Ég myndi áætla að hér sé átt við einhvers konar fas eða tísku. Eða er það ekki? Ég hef alltaf gefið mig út fyrir að vera elegant.“ Hvað er möst að eiga? „Peninga og aftur peninga. Peningar eru það eina sem skiptir mig máli.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Hlutabréf.“ Hverju færð þú ekki nóg af? „Bryan ferry.“ Hvert fórstu síðast í ferðalag og hver var tilgangur- inn? „Ég fór síðast til Perú á vegum fyrirtækis sem ég stofnaði á dögunum með félaga mínum frauder arnhold. Við vorum að kynna vöru sem ber heitið soundfiler sem er prótótýpa af stýringu á gagnaflutn- ingum í gegnum móðurborð í farartækjum sem eru reyndar ekki ennþá komin á markað. fyrirtækið ber nafnið tonewhale, bara svo að það komi fram. Við erum að auglýsa eftir hljóðmönnum nú þegar svo að endilega hafið samband.“ Hvenær fórstu að sofa í gærnótt? „Ég hef ekkert sofið af neinu viti í viku. Það er ótrúleg upplifun. Ég reikna með að sofa eitthvað í júní.“ Þér er boðið í partí í kvöld, í hverju ferðu? „Bara einhverju úr Jacky [Jack and Jones], skiptir ekki máli hvað það er. Ég gæti klæðst slæðu, axlaböndum og kakíbuxum eða einhverju hördóti. Það skiptir mig engu máli hvað það er... aLLt úr Jacky klæðir mig. Ég mætti einu sinni á stjórnarfund í fyrirtækinu mínu í slopp frá Jack og Jones og enginn sagði neitt, það voru allir bara mjög sáttir og nóta bene, fannst ég smart. Nei annars, ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég með nokkra aðila sem að sérsauma á mig fötin. Þetta eru að mestu leyti ungir fatahönnuðir frá Bretlandi. Ég fer út nokkrum sinnum á ári og læt þá tékka á því hvort ég hafi nokkuð gildnað.“ Hvenær hefur þú það best? „Klukkan 10 á morgnana, áður en stressið tekur öll völd og rífur mann úr sætinu. mitt takmark í lífinu er að geta setið og gert ekkert. um leið og ég hef náð því takmarki verð ég ánægður og þá get ég aftur byrjað að gera eitthvað.“ Afrek vikunnar? „Ég hef ekki ennþá afrekað neitt af viti í þessari viku fyrir utan það að halda mér vakandi. Jú annars tókst mér að halda nokkrar motion Boys- æfingar og ætli það sé ekki afrek.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.