Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2007, Side 55
Fellirúllur -Nýjung á Íslandi Sumarhúsaeigendur ættu að skoða kosti fellirúlla þegar loka á bústaðnum vel og vandlega fyrir veturinn eða þegar enginn er í honum. Þær auka öryggið, sérstaklega gegn innbrotum því erfitt er að komast inn fyrir fellirúllur úr sterku áli. Hér á landi eru gluggar á húsum almennt hafðir stórir til þess að fá sem mest af dagsbirtunni inn. Fellirúllur koma í veg fyrir það að sólin hiti húsið of mikið og einnig að hún uppliti húsmuni. Að sama skapi gefa fellirúllurnar gott skjól í vetrarveðrum þegar vindur, regn og snjór lemur á gluggunum. Fellirúllur má setja upp innan dyra eða utan. Hægt er að setja upp fellirúllur á eldri húsum eða gera ráð fyrir þeim á meðan húsið er í hönnun. Hægt er að fá fellirúllur í öllum stærðum og margvíslegum litum til þess að tóna við litaval hússins. Fellirúllurnar verða þannig prýði á hverju húsi fyrir utan þægindin sem fylgja. NOTAGILDI FELLIRÚLLANNA 1. Orkusparnaður: Hiti helst betur inni í húsum og hitastigið verður stöðugra. Þess vegna er hér um ákveðna einangrun að ræða. 2. Verndun innanstokksmuna: Fellirúllur vernda húsmuni fyrir upplitun af völdum sólarljóssins. 3. Hljóðvörn: Fellirúllur einangra húsið fyrir hávaða í umhverfinu og sérstaklega gegn umferðarnið. 4. Fok- og vindvörn: Fellirúllur útiloka að rúður brotni í ofsaveðrum vegna vindstyrks eða foks á lausamunum. 5. Gler og gluggar: Fellirúllur vernda glerið og auka endingu þess og einnig gluggaumbúnaðar. 6. Vörn gegn innbrotum: Erfitt er fyrir innbrotsþjófa að komast inn um glugga þar sem fellirúllur eru fyrir. 7. Vörn gegn náttúruhamförum: Fellirúllur verja gegn minni háttar snjóflóðum og aurskriðum því þær verja rúður sem auðveldlega brotna við slíkar aðstæður. 8. Verndun einkalífsins: Fellirúllurnar virka sem þykk gluggatjöld og fyrir bragðið sér enginn inn í húsið. Nánari upplýsingar hjá Víðitré, Kauptúni 1, Fellabæ. Sími: 824-2210 / 866-6239 / 824-2219 • Netfang: sbloendal@visir.is Fellirúllur eru nýjung á markaði hérlendis en margir hafa beðið eftir þessum val- kosti. Á meginlandi Evrópu hafa rúmlega 90% heimila fellirúllur og sama er að segja um Bandaríkin. Í mörgum löndum koma fellirúllur oft í stað gluggatjalda því þær þjóna hlutverki þeirra til að byrgja gluggana fyrir utanaðkomandi. Nánari upplýsingar hjá Víðitré, Kauptúni 1, Fellabæ. Sími: 824-2210 / 866-6239 / Netfang: sbloendal@visir.is Nánari upplýsingar hjá Víðitré , Hléskóar 2 Egilsstaðir Sími: 866 6239 - Netfang: viditre@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.