Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Page 11
ÍSLAND Á EM
DV Sport mánudagur 18. júní 2007 11
Sport
sport@dv.is
Frábær sigur á Frökkum
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnu-
kylfingur lenti í 26. sæti á Open de
Saint-Omer mótinu í Frakklandi.
Birgir sýndi mikinn styrk eftir slæma
byrjun á lokadeginum og endaði vel.
Engu að síður telur hann sig hafa
getað gert betur á mótinu.
„Ég var sáttur við að rífa mig upp
á lokahringnum en var svo sem ekki
sáttur við spilamennskuna í mót-
inu yfir höfuð. Þetta var svona bar-
áttumót þar sem ég var oft að redda
mér úr erfiðri aðstöðu. Þessi völlur
er fljótur að refsa manni og það var
stutt á milli þess að fá skolla og fugl.
Vandræðin hjá mér í þessu móti voru
þau að ég tók of mörg slæm golfhögg
og hitti brautir og flatir ekki nægilega
vel,“ segir Birgir.
Birgir spilaði lokadaginn á 72
höggum og á 4 höggum yfir pari alls
á mótinu. Á lokadaginn byrjaði hann
illa og fékk fjóra skolla á fyrstu fimm
holunum. Síðan kom hann til baka
með þremur fuglum í röð og var einu
yfir eftir níu holur. Hann fékk síð-
an skolla á 18. holu og paraði síðan
næstu sjö holur og endaði með fugli
á lokaholunni.
Fyrir mótið var hann í 155. sæti á
peningalistanum og ef að líkum læt-
ur mun hann hækka sig um 5-6 sæti
á peningalistanum með þesum ár-
angri í Frakklandi.
Birgir Leifur hefur sýnt jafnari
spilamennsku að undanförnu. „Ég er
að sýna meiri þolinmæði og er fljót-
ari að jafna mig eftir slæm högg og
það kemur bara með reynslunni.
Framundan eru rólegar vikur hjá
mér því það er erfitt að komast í mót
um þessar mundir. Ég ætla að nota
tímann til þess að æfa mig. Í júlí er
úrtökumót fyrir British Open og það
verður gaman að taka þátt í því,“ seg-
ir Birgir að lokum. vidar@dv.is
Birgir Leifur Hafþórsson keppti á Evrópsku mótaröðinni í gær og lenti í 26. sæti.
Þrátt fyrir góðan árangur vildi Birgir Leifur gera enn betur:
Ósáttur við 26. sæti
Ísland áfram á em eftir sigur Í frábærum handboltaleik þar sem sóknarleikurinn var Í fyrirrúmi.
Mánudagur 18. júní 2007
Stöðugur Birgir Leifur
Hafþórsson er að standa
sig vel á Evrópsku
mótaröðinni.
Real Madrid meistari á Spáni