Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Side 18
Eins og venja er eftir hverja um-
ferð í Landsbankadeild karla í knatt-
spyrnu velur íþróttadeild DV lið
umferðarinnar. Að þessu sinni eru
FH-ingar og Blikar áberandi í liði
umferðarinnar enda unnu bæði lið
góða sigra í 6. umferð.
Daði Lárusson (FH): Daði varði
eins og berserkur í leik KR og FH.
Hann er með trausta verði fyrir fram-
an sig en varði vel þegar á reyndi og
sumar markvörslunar voru frábærar.
Tommy Nielsen (FH): Gríðarlega
traustur varnarmaður og mikill feng-
ur fyrir FH að hafa slíkan leiðtoga
í vörn liðsins. Útsjónasamur varn-
armaður sem tapar ekki mörgum
skallaeinvígum.
Guðmundur Sævarsson (FH):
Guðmundur var sífellt ógnandi
í hægri bakverðinum á móti KR.
Vinnusamur bakvörður sem þorir
að sækja. Hann og Matthías eru stór-
hættulegir með hlaupum sínum.
David Hannah (Fylki): Leið-
toginn í vörn Fylkis sem fær ekki
mörg mörk á sig. Hannah átti góðan
leik gegn HK og stöðvaði ófáar sóknir
Kópavogspilta.
Arnór Aðalsteinsson (Breiða-
bliki): Arnór átti góðan leik gegn ÍA
líkt og flest allir í liði Blika. Skaga-
menn komust lítt áleiðis og það var
ekki síst Arnóri að þakka.
Arnar Grétarsson (Breiðabliki):
Arnar sýndi og sannaði gegn ÍA að
hann er einn besti miðjumaður
landsins þegar sá gállinn er á hon-
um. Gríðarlega útsjónasamur leik-
maður sem er öruggur í sínum að-
gerðum.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH):
Gríðarlega vinnusamur leikmaður
sem fær kannski ekki alltaf það hrós
sem hann á skilið. Vann vel í leiknum
gegn KR og uppskar mark.
Jónas Guðni Sævarsson (Kefla-
vík): Orðatiltækið „margur er knár
þótt hann sé smár“ á vel við Jónas
Guðna. Einn besti miðjumaður
deildarinnar hér á ferð. Hann er dug-
legur og með góðar sendingar.
Matthías Guðmundsson (FH):
Þegar Matthías nær sér á strik er fátt
sem fær hann stöðvað. Olli miklum
usla í vörn KR með hraða sínum og
útsjónarsemi.
Helgi Sigurðsson (Val): Helgi
skoraði tvö mörk gegn Víkingum og
er markahæsti leikmaður deildarinn-
ar. Helgi er fæddur markaskorari og
fáir varnarmenn ráða við hraða hans.
Prince Rajcomar (Breiðabliki):
Leikurinn gegn ÍA var klárlega besti
leikur Prince til þessa á tímabilinu.
Hann var sífellt ógnandi og varnar-
menn ÍA áttu í mesta basli með hann
í leiknum.
MÁNudagur 18. JÚNÍ 200718 Sport DV
LandsbankadeiLdin
Lið fimmtu umferðar
Daði Lárusson
David Hannah
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Guðmundur SævarssonArnór Aðalsteinsson
Matthías Guðmundsson
Helgi Sigurðsson
Jónas Guðni SævarssonArnar Grétarsson
Prince Rajcomar
Tommy Nielsen
Leiðtoginn á miðjunni arnar
grétarsson sýndi og sannaði gegn Ía að
hann er einn besti miðjumaður landsins.
Ásgeir átti mjög góðan
leik Vinnuhesturinn Ásgeir
gunnar Ásgeirsson átti mjög
góðan leik gegn Kr og
uppskar mark í þokkabót.
Stjórn Arsenal mun ekki hindra Henry í að fara til Barcelona, vilji hann það:
Arsene Wenger ræður ferðinni
Keith Edelman, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Arsenal, hefur stað-
fest að stjórn félagsins muni ekki
standa í vegi fyrir Thierry Henry,
vilji hann yfirgefa Arsenal.
Edelman bætti við að Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Ars-
enal, hefði þó síðasta orðið í því
hvort Henry færi til Barcelona fyr-
ir fimmtán milljónir punda eða rétt
tæpa tvo milljarða króna.
„Þetta er ákvörðun fyrir Arsene.
Það er hans starf að stjórna lið-
inu og þetta er undir honum kom-
ið. Þannig höfum við alltaf unn-
ið með Arsene,“ sagði Edelman.
„Hann mun ráða leikmannamál-
um. Stjórnin mun koma að málinu
en við munum gera það sem Ars-
ene segir okkur að gera,“ bætti Ed-
elman við.
Þráðlátur orðrómur hefur verið
uppi um að Henry sé á leið til Bar-
celona. Fregnir bárust að því í síð-
ustu viku að Wenger hafi fundað
með stjórnarmönnum Barcelona
í París þar sem umræðuefnið á að
hafa verið hugsanleg viðskipti með
Henry.
„Ég veit að þegar Thierry Henry
vill fara þá mun hann banka á dyrn-
ar hjá mér og segja mér það. Hann
hefur ekki gert það. Thierry átti
slakt tímabil, hann er fyrsti maður-
inn til að viðurkenna það.
Samt ef maður skoðar hvað hann
spilaði marga leiki og hvað hann
skoraði mörg mörk er það ekki
slæmt því hann skoraði tíu mörk
(í úrvalsdeildinni) í sautján leikj-
um. Í hreinskilni sagt er það frá-
bært. Hann er pirraður, en hann vill
koma aftur á næstu leiktíð og eiga
gott tímabil,“ sagði Arsene Wenger.
Frammistaða Henry er líklega
besta dæmið um kænsku Arsene
Wenger sem knattspyrnustjóra.
Henry var keyptur til Arsenal frá
Juventus í ágústmánuði árið 1999.
Hann hafði ekki staðið undir vænt-
ingum hjá Juventus og efasemdir
voru uppi um að Henry væri rétti
leikmaðurinn fyrir Arsenal.
Á þeim árum sem hann hefur
spilað fyrir Arsenal hefur Henry rit-
að nafn sitt í sögubækurnar hjá Ars-
enal og er álitinn einn besti sóknar-
maður samtímans.
dagur@dv.is
Á leið til barcelona? Vitað er að
Barcelona hefur mikinn áhuga á að
krækja í Thierry Henry, enda er hann einn
besti framherji heims.