Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 26
Myndin er byggð á sannri sögu Clifford Irving sem selur ævisögu flugmógúlsins Howard Hughes til útgáfurisa fyrir milljónir. Gallinn er bara að Howard Hughes hefur ekki hugmynd um þessa ætlan Irving. En sagan stækkar bara og stækkar. Því einkalíf Irving er ekkert grín og stúd- eringar hans á Hughes kenna honum ýmsar brellur til að knýja áfram sinn vilja við samstarfsmenn og ástkonu. Ekki skemmir fyrir að Irving virðist vera sannfærandi lygari, svo mikill að það jaðrar við geðveiki. Að lok- um veit maður ekki lengur hvað er lygi, geðveiki eða sannleikur. Enda er hér um ótrúlega sögu að ræða. Rich- ard Gere leikur Irving vafasamt vel miðað við fyrri störf og skilar hér allt annarri týpu en maður hef- ur séð hann sem áður. Ég hef aldrei séð Gere jafn góðan og það fer hon- um vel að renna úr sínu dæmigerða hlutverki. Hann leikur á sannfær- andi hátt mann sem er síður en svo gallalaus, hefur alvarlega veikleika og ber það með sér í hegðun. Alfred Molina leikur síðan stórhlægilegan samstarfsmann Irving, barnabóka- höfundinn Dick Susskind og skil- ar því vel. Leikstjórinn Lasse Halls- tröm hefur iðulega gert frábærar myndir. Bæði í heimalandi sínu Sví- þjóð „Mitt liv som hund“ og einnig „What´s eating Gilbert Grape”“ svo maður nefni eitthvað. Hann held- ur í hefðina og kemur hér með góða mynd sem er hægt að gagnrýna fyrir fátt eitt. Eina sem gæti skemmt fyr- ir er ef til vill áhugaleysi Evrópubúa á þessum leyndardómsfulla flug- risa. Móttökur Aviator í Bandaríkj- unum sýna hvað áhuginn á Howard Hughes er skuggalega mikill þar. En einkalíf Howard Hughes er eitthvað sem fæstir utan Bandaríkjanna eru að missa sig yfir. Lasse nær samt að gera söguna eins spennandi og kost- ur er. Persónusköpun, minni flétt- ur sögunnar, samræður, texti og allt birtist gallalaust. Að auki ýjar hann að óbeinum tengingum bókarinnar við Watergate hneyksli Nixon stjórn- arinnar. Í heildina ótrúleg mynd um trúlegustu lygasögu sem þú hefur séð lengi og það er engin lygi. Erpur Þ. Eyvindarson Tónlistarhátíðin G! Festival verður haldin í Fær- eyjum þann nítjánda til tuttugasta og fyrsta júlí. Eftir- spurn ferða á hátíðina hefur aukist gríðarlega enda var hátíðin valin ein af tuttugu og fimm bestu tónlistarhá- tíðum í heimi af tímaritinu URBAN. Flugfélag Færey- inga, Atlantic Airways hefur brugðist við aukinni eftir- spurn með því að bæta einu aukaflugi við reglubundið áætlanaflug sitt á milli Íslands og Færeyja. G!Festivalið er vinsælasta tónlistarhátíðin meðal Íslendinga á eft- ir Hróarskelduhátíðinni svo búist er við því að auka- flugið fyllist á næstunni. Bókanir frá Íslandi eru í full- um gangi og er hægt að kaupa pakkaferðir í gegnum vefsíðuna greengate.fo fyrir einungis þrjátíu og fjögur þúsund krónur. Innifalið í því verði er flug báðar leið- ir, flugvallaskattar, helgarpassi og aðgangar að tjald- svæðinu. G! hátíðin fer fram á ströndinni í Götu sem er þúsund manna þorp á Austureyju í Færeyjum. Um- hverfið og öll umgjörð hátíðarinnar er einsog best er á kosið svo engin að furða að hátíðin sé orðin eins vin- sæl og raun ber vitni. Meðal þeirra íslensku sveita sem ætla að spila á G!Festivalinu í ár eru Ultra Mega Tecno- bandið Stefán og Dr.Spock. MÁNudagur 18. JÚNÍ 200726 Bíó DV álfabakka VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ZODIAC kl. 6 - 9 16 BLADES OF GLORY kl. 6 12 ROBINSON ÍSL TAL kl. 4 L MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 L OCEAN´S 13 kl. 6 - 8 - 9 - 10:40 7 OCEAN´S 13 VIP kl. 8 - 10:40 PIRATES 3 kl. 6 - 8 - 10 10 PIRATES 3 VIP kl. 4 kRINGlUNNI DIGITal DIGITal akUREYRI CODE NAME CLEANER kl. 6 - 8 - 10 10 OCEAN´S 13 kl. 8 - 10:10 7 kEflaVÍk www.SAMbio.is 575 8900 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FANTASTIC FOUR kl. 8 L OCEAN’S 13 kl. 8 - 10:20 12 ZODIAC kl. 10 16 Þegar óhreinindin er orðin of mikil þarf einhvern til að taka til hendinni! Nicollette Sheridan Cedric the Entertainer Lucy Liu CODE NAME CLEANER kl. 6 - 8 - 10:10 10 OCEAN´S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 7 PIRATES 3 kl. 7:20 - 10:30 10 FANTASTIC FOUR 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 FANTASTIC FOUR 2 LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 HOSTEL 2 kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE LAST MIMZY kl. 3.40 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 5 - 9 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á NÝTT Í BÍÓ! HEIMSFRUMSÝNING! EIN SVALASTA STÓRMYND ÁRSINS! SÍMI 530 1919 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8.20 -10.30 THE HOAX kl. 5.30 - 8 - 10.30 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 FRACTURE kl. 8 - 10.30 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 18 10 10 12 16 16 18 16 16 14 FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8 - 10 HOSTEL 2 kl. 6 - 8 - 10 18 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu QUENTIN TARANTINO KYNNIR FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 - 8 - 10 HOSTEL 2 kl. 8 - 10 THE INVISIBLE kl. 6 - 10.30 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 FANTASTIC FOUR 2 kl. 4, 6, 8 og 10 L HOSTEL 2 kl. 6, 8 og 10 18 THE LAST MIMZY kl. 4 og 6 L DELTA FARCE kl. 8 og 10 10 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 4 -450 kr.- L www.laugarasbio.is - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR Sími: 553 2075 Bíódómur Niðurstaða: HHHHH Molina, Marcia Gay Harden, Julie Delpy og Hope Davis HOAX Í heildina ótrúleg mynd um trú- legustu lygasögu sem þú hefur séð lengi og það er engin lygi. Leikstjóri: Lasse Hallström Aðalhlutverk:Richard Gere, Alfred Sönn lygasaga Hoax Myndin er byggð á sannri sögu Clifford Irving sem selur ævisögu flugmógúlsins Howard Hughes til útgáfurisa fyrir milljónir. Gere er góður „Ég hef aldrei séð gere jafn góðan og það fer honum vel að renna úr sínu dæmigerða hlutverki.“ Fleiri flug til Fær- eyja á G!Festival Vegna gríðarlegra vinsælda á tónlistarhátíðina G!Festival í Færeyjum hefur flugfélagið Atlantic Airways brugðið á það ráð að fjölga flugferðum frá Íslandi til Færeyja meðan hátíðin stendur yfir. G!Festival Hefur verið valin ein af 25 bestu tónlistarhátíðum heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.