Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 20
Það var frábært veður á Hólmsvelli í Leiru þegar lokahringurinn fór fram í gær þegar þriðja Kaupþingsmótið fór fram. Aðstæður all- ar eins og best verður á kosið, þó að vindurinn hafi verið að stríða kylfingum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var með sex högga forystu í kvennaflokki fyrir loka- hringinn en hún byrjaði afleitlega og lék fyrstu sex holurnar á 6 höggum yfir pari. Mikil spenna var það sem eftir var hjá konunum en reynsla Ragnhildar vó þungt og lék hún lokahringinn á 83 höggum og var einu höggi á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr GKJ, sem lék lokahringinn á 78 höggum. Tinna Jóhannsdóttir úr GK lék besta hringinn í gær, var á 76 höggum og hafn- aði í þriðja sæti. Samtals lék Ragnhildur hring- ina þrjá á samtals 20 höggum yfir pari, Nína var á 21 höggi yfir pari og Tinna á 23 höggum yfir pari. Sátt við erfiðan völl Ragnhildur var að vonum sátt eftir mótið og sagði að forskotið sem hún hafði fyrir loka- daginn hefði hjálpað sér gríðarlega. „Þetta var erfiður dagur hjá mér, líka hjá hinum. Það er svolítið erfitt að eiga við kargann þarna og brautirnar eru frekar mjóar líka. En völlur- inn var samt æðislegur. Ég var bara að gera þetta alltof erfitt fyrir mig. Var ekki nógu ná- kvæm í neinu sem ég var að gera í dag. Þannig ég þræddi sandgryfjurnar alveg. En aðstæð- ur voru erfiðar og þá getur allt gerst. Þetta er svona völlur sem tekur frá manni svolítið. Þeg- ar hann er settur svona upp, þegar karginn er svona þykkur þá verðlaunar hann mikið fyrir nákvæmni. Það var eiginlega ekkert svona gott. Þetta nuddaðist eiginlega bara áfram. En ég bjó vel að þessu forskoti sem ég hafði þannig að það dugði til.“ Ragnhildur segir að hún hafi lítið æft en nú ætli hún sér að bæta úr því. „Næst á dagskrá hjá mér er meistaramót klúbbsins og síðan er Íslandsmótið í golfi þannig það er heilmikið framundan. En Lands- mótið er ekki fyrr en eftir mánuð þannig mað- ur hefur svona ágætis tíma til að undirbúa sig. Ég hef ekki mikið verið að æfa, er svona að fara sinna því betur núna. Sparka í rassinn á mér eftir þetta mót. Ég er ekki alveg með þetta eins og ég vil hafa þetta.“ Bráðabani hjá körlunum Það var ekki síðri dramatíkin hjá körlunum. Haraldur Heimisson úr GR hafði þó sigur eftir bráðabana við Davíð Már Vilhjálmsson úr GKJ. Davíð Már átti eitt högg á Harald fyrir lokaholuna. Haraldur fékk fugl á 18. holu og lék á 75 höggum en Davíð fékk par og lék hringinn á 78 höggum . Þeir luku því leik á samtals 4 höggum yfir pari. Þeir léku 16. holuna í bráðabana og þurftu að leika hana fjórum sinnum áður en úrslit fengust. Þeir náðu báðir pari fyrstu þrjár um- ferðirnar, en í fjórðu umferð fékk Haraldur par á meðan Davíð varð að sætta sig við skolla. Í fjórðu umferðinni sló Davíð í bönker sem er við 9. flötina á meðan Haraldur setti kúluna sína inn á flöt. Davíð sló úr bönker og inn á flöt og var um 12 metra frá holu á meðan Harald- ur var 10 metra frá holu eftir fyrsta högg. Dav- íð reyndi við parið, en var metra frá holu. Har- aldur átti gott pútt og setti hann um 30 cm. frá holu og tryggði þannig parið. Davíð fékk skolla og þar með rann gullið honum úr greipum. Örn Ævar Hjartarson úr GS lék hringinn á 75 höggum og var samtals á 6 höggum yfir pari og hafnaði í þriðja sæti. Fjögur ár síðan síðasti sigurinn kom í hús „Þetta var mjög erfitt, erfiður dagur, mik- ill vindur og þykkur kargi og þá voru flatirnar mjög harðar,“ sagði Haraldur Heimisson sigur- vegari. „Brautirnar voru líka svolítið harðar og allt til samans gerir það að verkum að það er gríðarlega erfitt að ná góðu skori af einhverju viti. Sérstaklega á fyrri níu. Karginn refsaði mjög. Sérstaklega var talað um fyrir stelpurnar að það hefði verið erfitt fyr- ir þær að slá í gegnum hann. Þegar þú slóst á ákveðna staði á vellinum þá varstu heppinn að ná meira en 100 metrum.“ Haraldur lenti í mögnuðum bráðabana á móti Davíð Má Vilhjámssyni sem var frábær skemmtun fyrir áhorfendur. „Hann átti orðið þrjú högg á mig eftir níu holur og ég vissi að seinni níu myndu spilast eithvað auðveldar og ég yrði að spila á tveim- ur undir til að ná honum. Svo náði ég að jafna á 18. holu og komst í bráðabana. Síðan spilum við sömu holuna fjórum sinnum og þar var alltaf jafnt. Svo gerði hann smá mistök og sló til hægri og lenti í erfiðri stöðu. Ég sló þá inn á flöt og náði að tvípútta á meðan hann fékk skolla og þá vann ég.“ Þetta er þriðji sigur Haralds og segir hann tilfinninguna alltaf jafn góða því langt er síðan síðasti sigur kom. „Það eru kominn fjögur ár síðan síðasti sig- ur kom þannig þessi var helvíti ljúfur. Í fyrra fyrir sama mót fékk ég botnlangakast fyrir æf- ingahringinn þannig að ég missti af mótinu. En það er bara gaman að vinna þetta mót og gaman að vera í baráttunni og ná að klára þetta,“ sagði Haraldur að lokum. benni@dv.is MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200720 Sport DV Haraldur Heimisson úr GR og Ragnhildur Sigurðardóttir einnig úr GR sigruðu á þriðja Kaupþingsmóti sumarsins. Gríðarleg dramatík einkenndi mótið sem fór fram í blíðskaparveðri á Hólmsvelli í Leiru. SVEIFLUR Í GOLFINU 1 Haraldur Hilmar Heimisson GR 70 75 75 220 4 2 Davíð Már Vilhjálmsson GKJ 69 73 78 220 4 3 Örn Ævar Hjartarson GS 76 71 75 222 6 4 Sigurður Pétur Oddsson GR 77 72 74 223 7 5 Björgvin Sigurbergsson GK 74 73 76 223 7 LOKASTAÐAN HJÁ KÖRLUNUM 1 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 74 79 83 236 2 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 75 84 78 237 3 Tinna Jóhannsdóttir GK 78 85 76 239 4 Eygló Myrra Óskarsdóttir GKG 79 80 81 240 LOKASTAÐAN HJÁ KONUNUM Síðasta púttið. Haraldur Heimisson úr GR vann þriðja mót Kaupþingsmótaraðarinnar eftir æsilegan bráðabana. MYNDIR: Víkurfréttir Æsilegur lokahringur Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR var með sex högga forustu fyrir lokahringinn. Hún byrjaði illa en hafði sigur að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.