Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 23
Þýðing ljóðabókarinnar Ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má
Guðmundsson hefur fengið góða dóma í Danmörku að undanförnu. Höfundur-
inn segir að hinn danski þýðandi hans sé afar fær, enda hafi hann þýtt allar hans bækur.
DV Menning MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 23
Menning Álfasögur á enskuBarnabókin Tales of the Elves – Icelandic Folktales for Children er komin út hjá Bjarti. Hér eru sagðar sjö álfasögur sem Anna Kristín Ásbjörnsdóttir endursegir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og þær myndskreyttar listilega af Florence Helgu Thibault. Bókin Álfasögur úr þjóðsögum Jóns Árnason-ar kom út á íslensku síðasta haust og hlaut frábærar viðtökur. Victoria Cribb þýddi.
Bókmenntir
Ljóð
Verðlaunabókin Sumarljós, og svo kemur nóttin væntanleg í danskri þýðingu:
Jón Kalman nemur ný lönd
„Ég er sérstaklega ánægður með að
bókin komi út í Danmörku vegna þess
að ég bjó þar í þrjú ár, hef þýtt á dönsku
og tengist þessu landi og tungumáli
því á vissan hátt,“ segir Jón Kalman
Stefánsson rithöfundur en á dögun-
um náðust samningar um útgáfu þýð-
ingar á
skáld-
sögu
hans, Sumarljós, og svo kemur nóttin,
í Danmörku. Þetta er fyrsta bók Jóns
sem kemur út þar í landi. Forlagið
Batzer og Co. ætlar að gefa hana út
en það hefur á snærum sínum með-
al annarra nóbelsverðlaunahafann
Imré Kertez og nýbakaðan IMPAC-
verðlaunahafa, Per Petterson.
Jón telur að bókin, sem hlaut Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin árið
2006, komi út næsta vor. Áður hafði
verið gerður samningur um útgáfu
bókarinnar í Þýskalandi. „Ég er með
forlag þar sem gefur bækurnar út
jafnóðum. Það eru svo einhverjar
þreifingar í öðrum löndum. En þetta
eru frekar erfiðir tímar fyrir þýðingar
alls staðar í Norður-Evrópu því það
hefur verið mikill niðurskurður, til
dæmis í Danmörku, Svíþjóð og jafn-
vel Þýskalandi. Möguleikum hefur
því fækkað fyrir höfunda,“ segir Jón.
Hann vinnur nú að nýrri skáld-
sögu sem líklega kemur út í haust.
„Ég er svona að setja síðustu komm-
urnar,“ segir rithöfundurinn. Eitthvað
„nýtt“ á seyði þar? „Maður reyn-
ir alltaf að koma með eitthvað nýtt.
Það versta sem hendir höfund er að
vera alltaf í sömu sporum. Þá koðn-
ar hann bara niður. Maður reynir því
alltaf að koma með eitthvað nýtt eða
finna einhverjar nýjar leiðir. Ég vona
að mér hafi tekist það núna.“
kristjanh@dv.is
„Það er alltaf gaman að fá svona
umfjöllun, ekki síst um ljóðabæk-
ur því þær eru ekki á hverju strái,“
segir Einar Már Guðmundsson
rithöfundur en ljóðabók hans, Ég
stytti mér leið framhjá dauðan-
um, kom nýverið út í Danmörku
og hefur fengið góða dóma, með-
al annars hjá Weekendavisen, In-
formation og Politiken. Gagnrýn-
andi þess síðastnefnda segist ekki
hafa hrifist af ljóðunum í fyrstu
en hafi svo smám saman skynj-
að rólega, hljóða, grallaralega og
ómótstæðilega töfra þeirra. „Þýð-
andinn minn í Danmörku, Erik
Skyum-Nielsen, hefur þýtt allar
mínar bækur, okkar samstarf hef-
ur staðið yfir í um aldarfjórðung,
þannig að hann þekkir minn texta
vel og svona hugarheiminn í mín-
um verkum,“ segir Einar. „Svo er
það náttúrlega með þýðendur að
þeir þurfa ekki síst að vera góð-
ir í sínu eigin tungumáli. Það er
hann.“
Andlegur undirbúningur
að sögu
Að mati gagnrýndanda Week-
endavisen endurspegla ljóð bókar-
innar nýtt þroskastig höfundarins.
Einar neitar því ekki að hann hafi
þar eitthvað til síns máls. „Í hverju
verki er maður með einum eða öðr-
um hætti að takast á við nýjan heim
og það er mjög augljóst í þessu verki.
Þemað er dálítið þeir sem bíða ósig-
ur en ósigurinn reynist vera sigur.
Það eru ýmsar raddir sem tjá þetta
viðfangsefni og það má segja að með
þessum röddum sé ég lagður af stað
í dálítið nýtt ferðalag. Til dæmis finn-
ast í þessari ljóðabók lyklar að því
sem ég er að pæla í núna í sambandi
við sögu. Ljóðin eru oft ákveðinn
andlegur undirbúningur að sögu.“
Einar segir þessa skáldsögu vænt-
anlega með haustskipunum en gefur
lítið annað upp um hana, til dæmis
hvort um nýjan þríleik sé að ræða.
„Ég er bara með hugann við þetta
verk núna. En það er oft þannig í
mínum bókum að þær kallast svo-
lítið á með einum eða öðrum hætti
þannig að það kunna að vera efni og
stef í þessari bók sem ég á eftir vinna
meira með.“ Að sögn Einars er eng-
inn „opinber“ titill kominn á bókina.
Púlsinn slær í ljóðlistinni
Einar segir ekkert frágengið með
útgáfu Ég stytti mér leið framhjá
dauðanum í öðrum löndum en Dan-
mörku. „Fyrir nokkrum árum kom út
ansi gott ljóðaúrval í Svíþjóð og þeir
eru kannski að skoða þetta. Í Nor-
egi er svo að koma út þýðing á smá-
sagnasafninu Kannski er pósturinn
svangur. Svo eru aðstæðurnar nú
þannig í útgáfuheiminum að ljóða-
bækur eru ekki efst á lista hjá útgef-
endum. Það má hins vegar segja að
það sé frekar vond þróun því það er
oft sem þjóðirnar þurfa að kveðast á.
Fyrir bókmenntirnar er ljóðlistin líka
mjög mikilvæg því það er oft þar sem
púlsinn slær.“
kristjanh@dv.is
ÞJÓÐIRNAR ÞURFA AÐ kveðast á
Einar Már Guðmundsson rithöfundur
„Fyrir bókmenntirnar er ljóðlistin mjög
mikilvæg því það er oft þar sem púlsinn slær.“
Fyrsta bók
fjöllistamanns
Út er komin hjá Bjarti ítalska
skáldsagan Hver er Lou Sciort-
ino? eftir Ottavio Cappellani.
Þetta er léttleikandi átakasaga
um ítalsk-ættaðan Ameríkana
sem er að feta sín fyrstu spor á
glæpabrautinni.
Eftir misheppn-
að upphlaup
í Ameríku er
Lou Sciortino
sendur til Sik-
ileyjar þar sem
hann á að sitja
við fótskör
mafíuforingja
umdæmisins.
Á Sikiley kynnist
hann alvöru átökum og klass-
ískum aðferðum mafíunnar við
að kveða þau niður. Höfundur-
inn Ottavio Cappellani er fædd-
ur á Sikiley árið 1969 og býr
þar enn, er heimspekimennt-
aður og hefur keppt á Ólymp-
íuleikunum. Hann starfar sem
blaðamaður og er í póst-pönk
hljómsveit. Auk þess er hann
ólívubóndi. Hver er Lou Sciorti-
no? er hans fyrsta bók.
Leikjabók
fyrir alla
Bókin 10 x 10 leikir – Hundr-
að skemmtilegir leikir fyrir
krakka á öllum aldri eftir Sóleyju
Ó. Elídóttur íþróttafræðing er
komin út hjá Máli og menningu.
Í bókinni er að finna leiki sem
henta bæði ung-
um og öldnum
við öll tæki-
færi. Leikjun-
um er skipt í tíu
flokka: afmæl-
isleiki, bílaleiki,
boltaleiki,
eltingaleiki,
feluleiki, inni-
og útlileiki, keppnisleiki,
sundleiki, tvímenningsleiki og
útileguleiki. Hverjum leik er lýst
í stuttum og greinargóðum texta
þar sem fram kemur hversu
margir geta leikið leikinn, hver
er heppilegur aldur þátttakenda,
hvar best er að leika leikinn og
hvaða áhöld eru nauðsynleg.
Skemmtilegar skýringarmyndir
er einnig að finna í bókinni.
Stórlax hann-
aði kápuna
Ervin Serrano, sem hannað
hefur kápur á fjölmargar met-
sölubækur í Bandaríkjunum,
hefur gert nýja kápu á Þriðja
táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur
fyrir Morrow-útgáfuna vestra.
Bandarísk útgáfa bókarinn-
ar lítur dagsins ljós í haust en
íslenskir lesendur fá forskot á
sæluna því útgefandi Yrsu hér
á landi, Veröld,
fékk sérstakt
leyfi til að þjóf-
starta kápunni.
Ný kiljuútgáfa
Þriðja tákns-
ins er komin í
verslanir með
hönnun Serr-
anos en það er
Ragnar Helgi
Ólafsson, margverðlaunaður
hirðhönnuður Veraldarmanna,
sem íslenskar kápuna. Ekki er
vitað til þess að áður hafi banda-
rísk kápa, sem hönnuð er fyrir
skáldsögu íslensks höfundar,
prýtt hérlenda útgáfu verksins.