Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 8
mánudagur 25. júní 20078 Fréttir DV
Allt frá því að Siad Barre, þáver-
andi forseti Sómalíu, missti völd-
in hefur ekki tekist að mynda starf-
hæfa ríkisstjórn í landinu. Í sex
mánuði á síðasta ári náðu harð-
línumenn stjórn hluta landsins í
sínar hendur. Þeir voru hins veg-
ar hraktir frá völdum af ríkisstjórn
landsins sem nýtur stuðnings her-
manna frá Eþíópíu og fjármagns
frá Bandaríkjunum. Þessar tvær
fylkingar takast nú á um völdin og
engin leið að spá hvor hefur betur.
Á meðan deyja þúsundir almennra
borgara og hjálparstarfsmenn kom-
ast hvergi að.
Standa í vegi fyrir friði
Sómalska þjóðin er múhameðs-
trúar en uppgangur samtaka harð-
línumanna eða íslamista eins og
þeir eru stundum nefndir var þyrn-
ir í augum Bandaríkjamanna.
Innrás eþíópíska hersins í land-
ið hefur verið réttlætt sem hluti af
baráttunni gegn uppgangi hryðju-
verkasamtaka í heiminum. Hins
vegar skapaðist friðsamlegra and-
rúmsloft í landinu á sex mánaða
valdatíma þeirra en hafði ríkt þar
árin þar á undan. Til að mynda gafst
Sameinuðu þjóðunum tækifæri á
að bólusetja níutíu prósent barna í
landinu á þessum tíma en það hafði
verið óhugsandi árin á undan.
Í stjórnartíð núverandi ríkis-
stjórnar hefur aldrei ríkt friður en
hún tók við í október 2004 og helsta
verkefni hennar var að skapa frið.
Í grein The Economist er því hins
vegar haldið fram að það séu forseti
landsins, Abdullahi Yusuf Ahmed
og forsætisráðherrann, Ali Moham-
ed Ghedi sem standi í vegi fyrir frið-
arviðræðum. Þeir hafa ekki verið til-
búnir að setjast að samningaborði
með fulltrúum íslamista, ekki einu
sinni þeim sem teljast til hófsamari
fylkinga þeirra. Þess í stað hafa þeir
aukið völd Hawiye, ættbálksins sem
ræður mestu í Mogadishu, höfuð-
borg Sómalíu.
Nýjar baráttuaðferðir
Um sautján hundruð manns eru
taldir hafa látist í átökum í höfuð-
borginni í mars og apríl. Langflest-
ir óbreyttir borgarar þó Eþíópíu-
menn fullyrði að meirihlutinn hafi
verið liðsmenn hersveita harðlínu-
manna. Bandaríkjamenn og Eþ-
íópíumenn segja sveitirnar vera á
bandi al-Qaeda en baráttuaðferðir
þeirra minna um margt á aðferð-
ir uppreisnarmanna í Írak og hafa
þeir meðal annars beitt sjálfsmorð-
sárásum sem hingað til hafa ver-
ið óþekktar í Sómalíu. Bandaríkja-
menn hafa stutt eþíópíska herinn
fjárhagslega í átökunum sem hefur
réttlætt veru sína í landinu sem þátt
í vörnum síns eigin lands. Forsæt-
isráðherra Eþíópíu segir her sinn
ekki fara fyrr en friður hafa náðst á
Átök harðna og engin lausn í
Vopn gerð upptæk Hermenn eþíópíska hersins
stilla upp vopnum sem gerð voru upptæk víðs
vegar um höfuðborgina mogadishu.
Stjórnleysi hefur ríkt í Sómalíu síðustu
sextán ár. Í dag takast á um völdin
millibilsríkisstjórn sem Eþíópíumenn
og Bandaríkjamenn styðja og hins veg-
ar múhameðstrúaðir harðlínumenn.
Ástandið er slæmt í landinu og hjálpar-
starfsmenn komast ekki með matvæli
til hundruð þúsunda manns.
Abdullahi Yusuf Ahmed, forseti
Sómalíu afstaða forsetans til
andstæðinga sinna er talin standa í vegi
fyrir friðarviðræðum.
Sprengjurústir í Mogadishu ástandið í borginni er talið minna á þýskar borgir
undir lok seinni heimstyrjaldarinnar.