Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2007, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR SænSkur Sigur Sænski kylfingurinn Niclas Fasth sigraði með tveggja högga mun á opna Evrópumótinu í golfi sem fram fór í Munchen. Fasth lauk keppni á 13 höggum undir pari en Portúgalinn Jose-Filipe Lima og Þjóðverjinn Bernhard Langer, sem verður fimmtugur í sumar, urðu jafnir í 2. sæti á 11 höggum undir pari. Langer vann sig upp um 9. sæti á lokahringnum, sem hann lék á 5 höggum undir pari. Yfirtaka MancheSter citY í uppnáMi Yfirvöld í Tælandi eru að rannsaka uppruna þeirra peninga sem Thaksin Shinawatra er að nota til þess að kaupa Manchester City. Þessi fyrrverandi forsætisráðherra fékk nýlega samþykkt 81.6 milljóna punda tilboð í félagið. Kaupin eru hins vegar í uppnámi vegna spillingarmála og fyrr í mánuðinum ákváðu yfirvöld í Tælandi að frysta eignir hans í Tælandi, en Shinawatra þykir hafa hagnast á óvenjulegan máta í tíð sinni sem forsætisráðherra. „Hvaðan peningarnir sem notaðir voru til þess að kaupa Manchester City komu er hulin ráðgáta en við munum komast að hinu sanna, sagði Chalongphob Sussangkarn fjármálaráðherra landins um málið. capello hafði rangt fYrir Sér David Beckham lét hafa eftir sér við fjölmiðla að hann sé yfir sig ánægður að hafa náð að spila fyrir Real Madrid að nýju eftir að hafa fallið í ónáð hjá Capello þjálfara Madridarliðsins. Capello sagði í janúar að Beckham hefði spilað sinn síðasta leik fyrir klúbbinn eftir að hann samdi við LA Galaxy. „Ég sannaði fyrir Capello að hann hafði rangt fyrir sér, en það má ekki gleyma því að hann var nógu mikill maður til þess að láta mig spila þrátt fyrir að hann hefði útilokað það áður. Mér finnst hann vera maður að meiri eftir það. „Hann kom samt aldrei til mín og viðurkenndi að hafa haft rangt fyrir sér,“ sagði Beckham. ciSSe verður ekki lánaður Rafa Benitez framkvæmdastjóri Liverpool segir ekki koma til greina að lána Djibril Cisse annað tímabil. Ef lið vilji njóta krafta hans þurfi þau að gjöra svo vel að reiða fram það fé sem þarf til þess að kaupa leikmanninn. Cisse var í láni í Frakklandi með Marseille á síðasta tímabili. „Ef eitthvað lið vill hann verður það að kaupa hann,“ sagði Benitez í samtali við opinbera vefsíðu félagsins. Talið er að lið sem hafi áhuga á honum þurfi að reiða fram um 8 milljónir punda til þess að fá leikmanninn í sínar raðir. Hið árlega Arctic Open mót fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina: Sigurpáll Geir vann miðnæturgolfið Sigurpáll Geir Sveinsson, kylf- ingur úr golfklúbbnum Kili, sigraði á hinu árlega miðnæturmóti Arctic Open um helgina en mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Þetta er í fimmta sinn sem Sigurpáll sigrar á þessu móti en hann lék á 68 höggum eða þremur undir pari. Í öðru sæti varð Birgir Haraldsson á einu höggi undir pari og Elfar Halldórsson í því þriðja á fimm höggum undir pari. Báðir eru þeir úr Golfklúbbi Akureyr- ar. Úlfar Jónsson, golfari úr GKG; sem unnið hefur mótið undanfarin tvö ár var í öðru sæti eftir fyrri daginn en lék ekki eins vel á laugardag og endaði í sjötta sæti. Gamla knattspyrnugoð- ið úr Vestmannaeyjum Ásgeir Sig- urvinsson sigraði í keppni með for- gjöf og telst því vera Arctic meistari árið 2007. Halla Berglind Arnars- dóttir hlaut verðlaun fyrir besta skor í kvennaflokki og David Reynolds fékk sömu verðlaun í öldungaflokki. Arctic Open er alþjóðlegt mót sem fram hefur farið frá árinu 1986. Þátt- takendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri en í ár eða 212 talsins en golfar- arnir koma úr öllum landshlutum og einnig koma margir erlendir golfar- ar gagngert til að spila á þessu móti. Erlendir þátttakendur á mótinu í ár voru þrjátíu talsins. Mikil aðsókn er á mótið og leita skipuleggjendur þess nú leiða til að stækka það enn frekar. Það má því búast við því að fleiri gol- farar fái tækifæri til að spila á þessu skemmtilega móti á næstu árum. Miðnæturgolf Það er alltaf fallegt að spila golf í miðnætursólinni á Akureyri.  Mynd:GolfklúbburAkureyrar Thierry Henry er farinn frá Arsen- al. Áfangastaðurinn er Barcelona, lið sem hann hefur verið orðaður við í mörg ár. Brotthvarf hans þarf ekki að koma á óvart því hann vildi að Arsen- al keypti alvöru knattspyrnumenn, ekki einhverja unga og efnilega. Henry skrifaði undir nýjan samn- ing við Arsenal eftir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í fyrra, einmitt gegn Barcelona. Þá var hann búinn að vera orðaður við för til Spánar en ákvað að fylgja hjartanu og skrifaði undir fjögurra ára samning. Stjórn- armenn Arsenal voru búnir að gefa honum loforð um að sterkir, heims- klassa leikmenn væru á leiðinni. Lof- orð sem var ekki efnt. Arsenal gekk í gegnum miklar breytingar innan fé- lagsins, David Dein hvarf á brott en hann er sagður hafa verið maður- inn á bak við tjöldinn og sagður hafa fengið Henry og stjórann Arsene Wenger til liðsins. Nú er Henry far- inn og Wenger ætlar að hugsa málið þegar samningur hans rennur út eft- ir næsta tímabil. Ástæðan er að hluta til að liðið flutti á hinn glæsilega en rándýra Emirates völl og átti því ekki pening til að styrkja liðið. Henry lék í átta tímabil með Ars- enal og skoraði 226 mörk í 364 leikj- um. Samt var hann miklu meiri leik- maður en bara markaskorari. Leikur hans gekk út á að finna samherja sína. Hann vann tvo deildartitla með Arsenal, varð markahæstur fjórum sinnum og vann FA bikarinn þrisvar sinnum. Hann komst einnig í úrslita- leik Meistaradeildarinnar eins og áður segir þar sem Arsenal tapaði 2- 1 fyrir Barca. tveir milljarðar fyrir 29 ára gamlan leikmann Henry kostar Barca 16 milljónir punda, rúmlega tvo milljarða króna og fær að sögn í laun um hálfan millj- arð á ári. Skattfrjálst þar sem knatt- spyrnumenn á Spáni eru sagði lista- menn og þurfa því ekki að borga skatt. Hann verður þrítugur í ágúst og ljóst að verðmæti hans á bara eftir að fara niður á við. „Ég sagði einhvern tímann að ég yrði Arsenal-maður að eilífu og ég var ekki að ljúga neinu þar. Því einu sinni Arsenal-maður, ávallt Arsen- al-maður,“ sagði Henry í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Félagið mun alltaf eiga stað í mínu hjarta og ég kem til með að sakna allra hjá fé- laginu. Nú verð ég stuðningsmað- ur Arsenal og mun ávallt skoða úr- slitin þeirra. Ég lagði mig allan fram í þetta verkefni með Arsenal og vona að þið hafið notið þess sem ég gerði hér. Ég met allavega það sem þið gerðuð fyrir mig,“ bætti hann við og sagði að framherjarnir Robin van Persie, Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner ættu að geta fyllt í það skarð sem hann skilur nú eft- ir. „Vonandi gera þeir það, um leið og þeir gera það munu stuðn- ingsmennirnir gleyma mér. Þannig gengur boltinn fyr- ir sig.“ Það er ýmislegt hægt að segja um Thierry Henry, margir þola hann ekki vegna þess hvern- ig hann fagnar, eða fagnar ekki mörkun- um sínum. Aðr- ir virða hann fyrir hraða, tækni, ná- kvæmni og persónu- leika sem hann hef- ur að geyma. Og svo má ekki gleyma að hann er fjandi góður knattspyrnumaður. hvað verður um eið Smára Með komu Henry til Barcelona eykst samkeppni um stöðu framherja í liðinu gríðarlega. Barcelona hefur nú að geyma fjóra af tíu bestu fram- herjum heims. Ronaldinho, Samuel Eto´o og Lio Messi. Að auki er okkar maður Eiður Smári um hituna. Gárungarnir segja að Eiður Smári verði í Barcelona á næsta tímabili því Samuel Eto´o verði seldur. Fótboltinn er hins veg- ar þannig að hlutirnir eru fljótir að breytast og því erfitt að ráða í framtíðina nema með kristalkúlu og göldrum. benni@dv.is thierry henry verður formlega kynntur sem leikmaður Barcelona í dag. Þessi 29 ára gamli Frakki hefur unnið allt sem hægt er að vinna á knattspyrnuvellinum nema Meist- aradeild Evrópu. Nú er spurt hvað verður um framtíð eiðs Smára hjá Barcelona. Sveik ARSenAL Ry Snillingur Það verður ekki af Thierry Henry tekið að hann er snillingur með boltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.