Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 5
5 öllum boðið upp á hressingu, í borðstofunni,sem þær Cecelía Mikaelsson og Sigríð- \rr Elísdóttir sáu um, en þær hafa ásamt Hlíf Guðjónsdótt- ur eldað ofan í okkur góðan mat í vetur. Það skemmtilegasta við þessi skólaslit er að þar voru í fyrsta skipti afhent skirteini, þar sem Hlíðar- dalsskóli er titlaður sem menntaskóli. Árangurinn í menntaskólabekknum var mjög góður og lýsa kennarar við Menntaskólann í Hamrahlíð yfir ánægju sinni hversu vel okkur hefur gengið. Þeir nemendur sem fengu viðurkenningu fyrir ágætan árangur voru: Cecelía Björgvinsdóttir 8. bekk, tvíburarnir Alfa og Birgit Birgisdætur, Arin- björn Björnsson og JÓn E. Elíersersson fengu viður- kenniiigu fyrir einstakar greinar 9.bekkjar. Engin verðlaun voru veitt i menntaskólabekknum sem núna er aðeins fyrsti bekkur. Einnig voru veitt verðlaun fyrir góða hegðun, og er þá tekið mið af stundvísi,vinnu, og umgengni. Þessi verðlaun hlutu Linda María Jónsdóttir og Elías Theódórsson. Þetta skólaár hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegt. Her hefur ríkt góður andi og samstarf og vinátta milli starfsfólks

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.