Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 8
HVERNIG FRELSAST ÞÚ RITGERÐ Arinbjörn Björnsson nemandi í Hlíðardalsskóla. Hvað er að frelsast? Að frelsast er að losna undan einhverju sem þú villt ekki vera bundinn við. Hverju losnar þú þá undan? Þú losnar und- an syndinni. "Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð"(l). Hvað er þá synd? "Syndin er lagabrot"(2). Brot á boðorðunum tíu. Þannig að þú verður að losna imdan syndinni. Hvernig losnarðu þá undan syndinni? Með því að trúa á Jesú Krist hinn krossfesta. "Því að eigi er heldur annað nafn undir himnunum er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða"(3). "Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf"(4). Ef þú trúir Guði þá öðlast þú réttlæti án verka. "Abraham trúði Guði og það var reiknað honum til réttlætis"(5). Því að Kristur dó til að frið- þægja fyrir syndir þínar. En þú verður að iðrast synda þinna áður en þú færð fyrirgefningu. "En Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér munið öðlast gjöf Heilags anda"(6). Og þegar þú hefur tekið við Kristi, iðrast synda þinna og öðlast fyrirgefn- ingu, þá færðu réttlæti Krists að gjöf. En eftir að þú hefur öðlast það máttu ekki stunda synd. En þú getur fallið og þú færð fyrirgefningu ef þú játar afbrotið. "Börnin mín, þetta skrifa ég yður, til þess að þér skulið ekki syndga, og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfimi við árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar"(7). Ef þú villt berjast á móti hinu illa, munt þú í lokin taka þátt í fögnuði hinna endur- leystu. "Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til, hið fyrra er farið"(8). Og ^im þetta segir einn Biblíubókahöfundur.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.