Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 17

Innsýn - 01.06.1978, Blaðsíða 17
hálfu þess/þeirra sem gerðu þetta. Né er það ætlun mín að fá mynd af mér birtaaftur með fullu nafni og stórum stöfum. En rétt er rétt. - Einar V.Arason. INNLENDAR MYNDIR Bágt á ég með að sætta mig við augljóslega útlendar myndir í blöðum okkar og bókum, þegar hægt væri að hafa þær íslenskar. Ég hvet Innsýn til að birta meira af innlendum myndum - og fyrir alla muni látum hermannamynd- ir eiga sig. Ég næstum tek út kvalir í hvert skipti sem ég sé eitt af ritum okkar um hvíldardaginn með mynd framan á af amebískum dáta að ganga í kirkju. Þetta er svo fjarlægt okkur, og fær fólk sem er t.d. á móti könum, til að fá andúð á útgáfu okkar. Með þökk fyrir birtinguna. - Vandlátur. Ég er sammála Skúla Ég er sammála Skúla Torfa- syni um að íslenskir aðvent- unglingar ættu að eiga kost á góðri aðventmenntun. - En hvernig getur lítill söfnuð- ur, þar sem meðlimirnir eru innan við 1000, rekið mennta- skóla, þegar stórþjóðirnar þurfa fleiri meðlimi en það til þess að geta rekið þannig stofnanir? Þá er ekki um annað að ræða en að "halda út" til náms. Margir sem það gera heillast af öllu því sem þeir sjá erlendis og vilja helst ekki koma til baka til smáeyjunnar einöngruðu í Norður-Atlantshafi. Aðrir geta ekki komið til baka vegna giftingar, starfs og annarra hluta. Æskilegast væri að þeir aðventistar á íslandi sem vilja fá æðri menntun, stundi nám í Aðvent-skólum, frekar en í almennum skólum. En þá þyrfti varla að spyrja að því hvert yrði haldið - auðvitað út. Sérhver unglingur ætti að hafa í huga ástæðurnar fyrir námi sínu. Erum við 'hér til þess að boða síðasta náðar- boðskap Guðs á jörðinni og til þess að hjálpa öðrum að búa sig undir endurkomu Krists - Eða erum við hérna til að "græða peninga", "hafa það gott", "komast í gott álit hjá öðrum"? Mér virðist sem of margir aðventistar séu farnir að fylgja hinu síðara. Þeir vilja hafa það besta af þessa heims gæðum, og þó vilja þeir komast inn í guðs- ríkið. Oft hefi ég heyrt fólk segja: "Ég ætla að vinna fyrir Guð í Kalíforníu eða Flórída þar sem veðrið er gott allan ársins hring; þar sem ég get farið niður á

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.