Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 3
re . r oreiarar ueniidx vui u
fátæk, en studdu hana í
þessu máli.
Eftir sex ár frétti hún
um mann sem var nýbúinn að
fá sér Biblíu. Hann sagði
henni frá verði og hvar hún
gæti keypt eina. "En þú
verður að flýta þér",sagði
hann, "þær eru örfáar eftir."
Hún átti nefnilega nógan
pening. En bærinn var 40
kílómbetra í burtu. Hún
byrjaði að ganga snemma
morguns alein og komst dauð-
þreytt til bæjarins seint
um kvöldið. Hún var hjá
prestinum yfir nóttina og
snemma næsta morgun fóru þau
til mannsins sem seldi
Bibliurnar. María var svo
spennt að hún féll saman og
grét þegar maðurinn sagði að
þær væru allar þegar seldar
eða upppantaðar. En þegar
nann neyroi sogu nennar
tók hann til ráðs að láta
hana fá eina frátekna Biblíu.
Þannig eignaðist hún María
loksins Biblíu, átta árum
eftir að hún fyrst kynntist
þessari heillandi bók árið
1792 í Llanfihangel í Wales.
Við þurfum ekki að safna
fé i fleiri ár til að eign-
ast Biblíu í dag.
Við þurfum ekki að ganga
neitt langt til að kaupa
Biblíu í dag.
Gerum við okkur grein
fyrir þvílík forréttindi það
eru að hafa frjálsan aðgang
að Guðs orði? En ábyrgð
fylgir ávallt forréttindum.
Hvernig metur þú þína
Biblíu? Eilífðin byggist
á svari þínu.
David West