Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 13
13 sandi. Þetta festist við fæturna á þeim og myndar harðan skurn. Svo geta gæs- irnar gengið langar leiðir án þess að fá sár á fæturna. Hvers vegna ætti kú að vera með stílgleraugu? Hafið þið séð nokkra kú á íslandi með gleraugu? Nei, ég hugsa ekki. Þessar sérstöku kýr búa á steppunum í RÚsslandi og það er ekki þægilegur staður. Allt er á kafi í snjó 6 mánuði á ári og kýrn- ar eiga erfitt með að finna sér gras að éta. Þetta er nú nógu slæmt, en ekki er allt búið enn. Þegar sólin skín, verður birtan af snjónum svo mikil að þær blindast og finna því ■» ekki þessar fáu grastuggur, sem standa upp úr snjónum. Einhver tók eftir þessu og ákvað að eitthvað yrði að gera fyrir veslings dýrin. Lausnin var auðvitað dökk gleraugu. En þetta var nú hægara sagt en gert. Hvernig ætlarðu að fara að því að setja gleraugu á kú þannig að þau tolli og séu þægileg, því ekki er gott að hún rífi þau af sér jafnóðum. Það tók langan tíma að leysa þetta vandamál, en mannin\mn sem vildi hjálpa dýrunuul tókst það á endanum. Núna ganga allar kýr á Rúss rússnesku steppunum með sól- gleraugu og snjóblinda er ekki lengur neitt vandamál, Hefur þú nokkurn tíma séð múlasna £ síðbuxum? Það fengirðu að sjá ef þú heimsæktir eyjuna Re úti fyr- ir Frakklandsströnd. Þessi dýr, sem vinna á vínekrunum hafa gengið í síðbuxum í mörg hundruð ár. Vegna þess að múlasninn hefur fjóra fætur, þarf hann tvennar buxur. Einar fyrir aftur- lappirnar og aðrar fyrir framlappirnar. Af hverju ætli múlasnarn- ir gangi £ buxum? JÚ, það er til að vernda þá gegn . flugum, sem mikið er af á eyjunni. Þessar flugur geta bitið hroaðalega en þær bita ekki i gegnum buxurnar. BÓndakonurnar sauma bux- urnar á dýrin úr alls konar efnum og afgöngum og eru þær þvi oft skrautlegar á að lita. ÞÚ gætir séð múlasna i buxum þar sem tvær skálmar væru bláröndóttar og tvær rauðköflóttar. Eða þá þær væru rósóttar í öllum mögu- legum litum. Svo þegar þú heyrir um gæsir sem ganga í skóm, kýr með sólgleraugu eða múiasna i litskrúðugum buxum þá er það svolitið hlægilegt, en mundu að það segir okkur að einhver hafi verið svo hug- sunarsamur og góður að reyna ð gera lifið léttara fyrir ýrin.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.