Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 9
9 I ?” "Nei, ég á við að óvinurinn reynir að hafa áhrif á okkur því að hann veit að Biblían gerir hann óvirkan og gegnsæan. - "Hann er ábyggilega dauðfeginn ef við lesum ekki Biblíuna." "Já, því að þá á hann auðvelt með að plata okkur eða rugla \ okkur." I ' - "En hvernig get ég komið mér til að lesa hana?" "Fyrst og fremst er það löngun sem leiðir til ákvörðunar. Það er létt að ákveða að gera það sem mann langar til" - "Vist langar mig, en hvað geri ég þegar ég tek hana upp?" "Sem sagt, hvernig á að fara að því að lesa hana?" - "Já, einmitt." "Biblian er bókasafn með Guð sem ritstjóra. Bækurnar og höfundar eru einstaklingar eins og við. Guð hefur séð um að heildin segi okkur hvernig hann, frá upphafi til enda, elskar okkur og vill leiða okktar til sín þrátt fyrir hve oft við yfirgefum hann og förum okkar eigin leið." ’\ - "já, en sjáðu það er svo margt ljótt í Gamla testamentinu - stundum alveg hryllilegir atburðir. Á ég að gefa þér dæmi?" "Nei þess þarf ekki, því að þau sýna aðeins að Biblían er raunsæ bók sem fjallar um gott og illt en ekki aðeins um dýrðlinga og draumheimin." - "Á ég þá að læra af mistökum annarra?" "já, við gerum það í daglegu lifi svo við ættum að geta gert það frá Biblíunni líka. En miðdepill Biblíunnar er maðurinn sem gerði engin mistök."

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.