Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 15
Heilrœði. OLLUSTA* gefum náttúrunni sjálfri TÆKIFÆRI Þegar te, kaffi, tóbak og áfengi á í hlut, er að- eins eitt öruggt og það er: Reykja ekki, smakka ekki, ekki að prófa. Te og Kaffi hafa sams konar verkun og áfengi og tóbak. í sumum tilvikum er jafn erfitt fyr- ir þá sem eru háðir te og kaffi að hætta eins og er fyrir drykkjumanninn að segja skilið við áfengið. Þeim, sem reyna að hætta við te og kaffi, mun líða illa í byrjun en það varir ekki lengi þar til þeim finnst þeir vera orðnir frískir á "ný". Meltingarfærin þurfa tíma til að jafna sig eftir þessa ofnotkun. Gefðu líkama þínum tækifæri til að safna kröftum, þannig að hann geti fullnægt verki sínu á sómasamlegan hátt. Sumir halda því fram að þeir geti alls ekki breytt því, sem þeir eru búnir að 15 venja sig á. Þeir halda því fram að þeir muni missa heilsuna. En þetta er ein af freistingum Satans. Það eru þessi hættulegu örvandi efni sem koma heilsunni í hættu og sem undirbúa veginn fyrir bráða sjúkdóma. Það er þetta sem eyðileggur hæfi- leika meltingarfæranna og brýtur niður múr náttúrunnar móti sjúkdómum, og leyfir dauðanum að ganga í garð fyrr en ella. MATUR ? Oft eigum við soðnar kartöflur afgangs, sem við vitum ekki hvað við eigum að gera við. Herna er ein leið. KARTÖFLUB UFF 250 gr. soðnar kartöflur (stappaðar) 200 gr. rifinn ostur 2 tsk. kartöflumjöl 1 egg jurtakraftur Öllu blandð saman og búnar til kökur, brúnað á pönnu. Borið fram með lauk og grænbaunajafningi. Einnig er gott að hafa karrýsósu. framhald á baksíðu

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.