Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 5

Innsýn - 01.05.1979, Blaðsíða 5
5 Hvernig er starfseminni háttað almennt? t.d. yfir- ferð a námsefni, föndur, leikir? Hver fundur hefur ákveð- ið form. Við byrjum á því að fara með æskuloforðið og syngja skátasönginn. í>vi næst er lesið vers úr Biblí- unni og beðin bæn. Þá er farið með fánaheitið og sung- inn fánasöngur. Næst er söngstund, fyrst með andleg- um söngvum, síðan með skáta- söngvum, en oft er lesin smá saga sem skiptir söngstund- inni. Að söngstund lokinni fara börnin hvert í sinn hóp með sínum foringja og er þá farið yfir námsefnið. Að loknu hópstarfi er sá tími sem eftir er fiindarins not- aður til leikja. Dálitið höfum við reynt að vera með föndur en þar sem við erum í húsnæði frá öðrum er það mjög erfitt. Það sem háir okkur mest eru húsnæðisvandræði. Því þetta hús er mjög áskipað og erf- itt að komast að. Fyrsta árið vorum við t.d. með alla fundi fram undir jól heima hjá Jóni og Boggu. Það hef- ur líka komið fyrir síðan að við höfum orðið að víkja úr "Kvennó" og er þá ekki annað að gera en fara heim með hópinn. ÞÓ höfum við getað komist í skólastofu í vetur þegar verst hefur staðið á í "Kvennó". Eru þetta allt aðvent- istar? Nei, fæst eru frá aðvent- heimilum. Fyrri árin aðeins 2. börn. í vetur bættust svo 4 við frá Keflavxk og nú eru 3 héðan.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.