Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 8

Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 8
8 Rík hjón að nafni Adler áttu stórt og skemmtilegt hús en ekkert barn. Af læknisfræðilegum ástæðum var þeim ókleift að eignast börn. Þau ákváðu að ættleiða barn. Eftir ýtarlegar rannsóknir var ekki nokkur leið að finna ungbarn. Þeim var bent á lögfræðing í Florída sem gæti þó útvegað þeim barn. Þau hringdu og fengu að vita að þegar allt væri talið myndi það kosta 15.000 dollara (u.þ.b. 6 milljón kr á núverandi gengi) "Og ég hef annan áhuga- saman viðskiptavin" sagði lögfræðingurinn "en þvi miður verð ég að taka þann fyrsta sem kemur með pen- inginn." Övelkomin ungbörn til stílu Ofangreint er aóeins eitt raunhæft dæmi um það sem er að gerast í mörgum mismun- andi myndum sérstaklega í Bandaríkjunum. í sumum tilvikum voru vanfærar konur frá Evrópu fluttar til Bandaríkjanna til þess að fæóa því að barnið varð þá sjálfkrafa Bandarískur þegn og léttara að selja það. Þetta gildir aðeins um hvít börn sem mikil eftir- spurn er eftir. í samanburði við það verð sem Guð borgaði til þess að ættleiða okkur er sex milljón krónur ekki neitt. 1 samanburði við þrá barnlausra hjóna til að ættleiða barn er þrá Guðs til okkar óendanleg. "Og ekki eruð þér yðar eigin, því að þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð í líkama yðar." l.Kor.6,20.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.