Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 25

Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 25
25 smælBi GLEÐIN Ef við ykjum gleðina á sama hátt og sorgina myndu erfiðleikar okkar ekki skipta neinu máli lengur. Anatole France Mörg gleðin er ekki metin að verðleikum vegna þess að hún kostar ekki neitt. Ók.höf. SORG Sorgin er blátt áfram ryð sálarinnar.Störfin munu hreinsa hana og koma henni til að glitra á ný. S.Johnson. Verði maður fyrir sorg má ekki segja: "Hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir mig?" Nema leggja sömu spurningu fram i hvert sinn sem maður gleðst yfir einhverju. Ók.höf. HEGÐUN Sá sem hegðar sér eins og skepna losnar við þá þján- ingu að vera maður. Samúel Johnson Hlægið til fólks ekki að því. Elbert Husbard Brosið er fegursta blóm jarðarinnar. Henrik Wargeland Bros kostar minna en raf- magn og ber meiri birtu. Skoskt máltæki. LÍFIÐ LÍferni mannsins er ávallt kröftugra en ræða hans. Goethe Sumir menn tala mikið en segja lítið. Ók.hö f. GÓður ásetningur er einfald- lega ávísun á banka þar sem maður á enga innistæðu. Oskar Wilde. LÍtilsháttar góðsemi manna á milli er betri en ást á öllu mannkyninu. R.Dehmel. Sjáir þú góðan mann reyndu þá að líkjast honum. Sjáir þú vondan mann leitaðu þá að göllum hans hjá sjálfum þér. IConfucius.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.