Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 2

Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 2
Hvenœr Við bjóðum öllum lesendum gleðilegt nýár, en mannlega séð virðist vanta bæði gleði og framtíðarvon hvað snertir nýárið. Einu sinni var gert grín að þeim sem voru að tala um lok heimsins samkvæmt spá- dómum Biblíunnar. NÚ eru það vísindamenn sem segja frá því hvernig heimurinn er að líða undir lok - og hvar stöndum við? Spurningin er ekki lengur EF...? NÚ er það orðið HVENÆR sem menn velta fyrir sér. Mun George Orwell hafa rétt fyrir sér með 1984? Það hefur ekki skeikað hjá hinni marg mistúlkuðu fjölskyldu móður sem Guð notaði á undursamlegan hátt til þess að beina athygli okkar aftur til Krists og Ritningarinnar. Ellen White skrifaði: "siðustu atburð- irnir munu gerast með skjót- um hætti'.' Verðbólga, olíukreppa, íran og nú strax í upphafi nýársins hertaka Afghanist- ans, geysihækkun á verði gulls (sem kemur vegna ótta og vantrausts við framtíðina) eru efstir á baugi erlendis. Endurtekin PÓstrán i Sand- gerði og árás 80-100 ung- menna á lögreglustöðina á Sauðárkróki sýna að ísland hefur smitast af umheiminum. (Á sjónvarpið einhvern hlut í málinu? spyr einhver). Árás á lögregluna á Selfossi og morðin um borð í Tý gera málin enn alvarlegri. Eigum við tíu ár eftir? Eða fimmtíu? Get ég klárað námið? Eða fullgert húsið? "Þvi er það eins og Heilagur andi segir: í dag ef þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki hjörtu yðar." (Hebr.3,7). Leggðu öll áform framm fyrir Guð. Á morgun byrjar i dag með honum. Guð gefi þér gleðilegan dag i hans návist hér á jörðu - þá ert þú tilbúinn fyrir komu hans - i dag.' David West Innsýn Kristilegt blað fyrir ungt fólk Ritstjórn: David West ritstj. og ábyrgðarm. Guðni Kristjánsson, María Björk Reynisdóttir, Ella Kristín Jack. Hönnun: Róbert Brim- dal. Veró: árgangurinn 10 blöð kosta kr. 3.000.- Skoðanir og túlkanir sem birtast í lesendadálkum, blaðsins, að- sendum greinum eða viðtölum eru ekki endilega skoðanir ritstjórn- arinnar eða útgefenda.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.