Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 30

Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 30
30 Elín með skátunum í Grindavík og var ætlunin að vígja hana á aðalfundi samtákanna í fyrravor. Hún komst ekki þá en núna varð úr að enn einn skáti á íslandi fékk æðstu viðurkenningu skáta- starfsins. Þá var galdratölunni fimmtíu náð. Nokkrar duglegar konur í söfnuðinum lögðu mikið á sig og höfðu kökur og djús handa öllum á eftir og voru það fleiri en hundrað manns sem þökkuðu fyrir sig og flýttu sér heim að horfa á "Húsið á sléttunni" Við þökkum öllum sem gerðu þennan dag eftir- minnilegan og vonum að starfið hefjist á ný í haust. David West SUMARFRÍ í USA 1980 Ert þú að íhuga hvað þú átt að gera í sumarfrísmán- uðum í ár? Einn möguleiki fyrir þau sem eru 18-26 ára og tala ensku sæmilega er vinna sem ráðgjafi á barna og unglinga- mótum í Bandaríkjunum. ÞÚ verður ekki ríkur peningalega séð en þú færð ógleymanlega reynslu. ÞÚ færð um það bil 10.000 kr á viku í "vasa- pening", og að sjálfsögðu fæði og húsnæði - en þú verður að borga fargjaldið þangað og til baka. ÞÚ getur sótt um stöðu í því ríki sem þú hefur mestan áhuga á að sjá. Hafðu samband við mig sem allra fyrst ef þig lang- ar að vita nánar um þetta. David West.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.