Innsýn - 01.03.1980, Blaðsíða 17
17
FÍKNIEFNABROT TENGJAST ÖÐRUM
AFBROTUM
Guðmundur GÍgja sagði að
lokum að sú breyting hefði
nú orðið að önnur afbrot
tengdust fíkniefnaafbrotum
en það hefði verið nánast
óþekkt áður. Nefndi hann
sem dæmi að fyrir tveimur
árum hefði verið stolið
talsvert miklu af gjaldeyri
frá fyrirtæki einu x
Reykjavík og var þýfið not-
að til þess að fjármagna
fíkniefnakaup erlendis.
Sagði Guðmundur að nokkur
innbrot hefðu verið upplýst
á þessu ári vegna rannsókn-
ar á fíkniefnabrotum.
- Það er augljóst, sagði
Guðmundur, að fíkniefna-
neysla fer vaxandi. Þetta
er vandamál, sem hefur
verið gefinn of lítill gaum-
ur, því miður. Það þarf
að gera stórátak í fíkni-
efnavandamálinu ef ekki á
illa að fara."
SS.
fjUlskyldumöt
í sumar verður mót í
Vestmannaeyjum í fyrsta
skipti í fjölda mörg ár.
Þetta verður fjölskyldumót
frá föstudagskvöldi til mánu-
dagskvölds, 18-21 júlí 1980.
Við eigum von á mjög góðum
gesti sem er bæði söngstjóri
og ræðumaður - og þekktur af
sumum íslendingum þótt hann
hafi aldrei áður komið til
íslands. Meira um hann
seinna þegar við erum búin
að ganga frá því formlega.
Á sunnudeginum og mánudeg-
inum verða hópferðir - ein
á landi og ein á sjó.
Við förum öll til Vest-
mannaeyja til að boða boð-
skapinn með framkomu okkar
og samkomum.
Söfnuð\irinn býður okkur
velkominn og er þegar farinn
að vinna að undirbúningi
mótsins. Okkar fólk hlakkar
til þess að sem flestir komi
og geri sumarmótið 1980 að
kristilegum viðburði sumars-
ins í Vestmannaeyjum.
(Ef margir haf.a áhuga
kemur til mála að leigja
flugvél og minnka þannig
ferðakostnaðinn).
í VESTMANNAEYJUM