Kjarninn - 13.03.2014, Page 14

Kjarninn - 13.03.2014, Page 14
02/06 Sjávarútvegur e inn stærsti þröskuldurinn í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins undanfarin ár hefur verið deila um makríl. Ákvarðanir Íslendinga um að setja sér einhliða kvóta setti klárlega strik í reikning þeirra og gerði það að verkum að ekki varð mögulegt að opna mikilvægasta kafla samnings- viðræðnanna fyrir Íslendinga, þann sem snýr að sjávarút- vegsmálum, á meðan viðræðurnar stóðu yfir. Fyrst þyrfti að semja um makríl. Afstaða Íslendinga í makríldeilunni er mjög skiljanleg. Það er stundum sagt að tvennt hafi bjargað Íslandi eftir bankahrun: að landhelgin fylltist af makríl og landið af túristum. Þetta tvennt hafi tryggt það mikið af viðbótar tekjum að Ísland náði að hökta bærilega í gegnum sína kreppu og komast út úr henni. Því kreppunni er, sam- kvæmt hefðbundnum mælingum á slíkum, sannarlega lokið á Íslandi. Makríll bjargar þjóðarbúi Hér hefur verið hagvöxtur um nokkurt skeið, var 3,3 prósent í fyrra sem er sá mesti frá árinu 2007, og viðskiptajöfnuður við útlönd var já kvæður á árinu 2013 um 82 milljarða króna. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem sú niðurstaða næst. Og stór hluti af þessum árangri er makríll. Um síðustu aldamót fluttu Íslendingar ekkert út af makríl. Árið 2011, ellefu árum síðar, var makríll orðinn næst verðmætasta útflutningstegund Íslendinga. Slíkur skilaði samtals 24 milljörðum króna inn í þjóðarframleiðsluna. Árið eftir skilaði makríll tæpum 20 milljörðum króna til hennar og á tímabilinu 2008 til loka árs 2012 nam útflutningsverðmæti makríls samtals um 47 milljörðum króna. flökkustofn sem gæti horfið Makríldeilan snýst um hvernig eigi að skipta veiðum úr makrílstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Norðmenn, og Sjávarútvegur Þórður Snær Júlíusson @thordurssnaer „Norðmenn og Evrópu- sambandið hafa viljað meina að veiðar Íslendinga og Fær- eyinga ógni stærð stofnsins.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.