Kjarninn - 13.03.2014, Page 17

Kjarninn - 13.03.2014, Page 17
05/06 Sjávarútvegur erfiðar SamningSViðræður fram undan Íslendingar, Norðmenn og Liechtenstein eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem hefur verið í gildi við Evrópusambandið frá byrjun árs 1994. Samningurinn veitir aukaaðild að innri markaði Evrópusambandsins og ýmsum öðrum þáttum Evrópusamstarfsins án þess að ríkin þrjú gangi í sambandið eða hafi bein áhrif á ákvarðana- töku innan þess. Hluti af samkomulaginu felst í því að EES-ríkin greiða háar upphæðir í svokallaðan þróunarsjóð EFTa. Þær greiðslur eru oft nefndar verðmiðinn inn á innri markað Evrópusambandsins. Þessi sjóður úthlutar síðan fjármagni til þeirra fimmtán aðildar- ríkja Evrópusambandsins sem teljast til þróunarríkja innan þess. Samningar um framlög í sjóðinn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síðast var samið um tímabilið 2009 til 2014. Framlög í hann voru áætluð um 155 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag á því tímabili. af því framlagi var áætlað að Ísland greiddi tæplega fimm prósent, allt að sjö milljarða króna. Á árinu 2014 greiðir Ísland til að mynda 1,4 milljarða króna í sjóðinn samkvæmt fjárlögum. Liechtenstein borgar rétt yfir eitt prósent kostnaðarins og Noregur tæplega 95 prósent. auk þess er til sérstakur Þróunarsjóður Noregs sem þróunarríki Evrópu- sambandsins fá úthlutað úr. Norðmenn borga um 125 milljarða króna inn í hann á tímabilinu. Norð- menn borga því um 260-270 milljarða króna fyrir aðgöngu að innri markaðnum. Í ár, 2014, þarf að semja upp á nýtt um þessar þróunargreiðslur. Hörð afstaða Norðmanna gagnvart Íslendingum í makríldeilunni, sem nú er í uppnámi eftir samkomulagið í gær, og afstaða íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna sinna við Evrópusambandið, sem er í lausu lofti sem stendur, mun gera þær samningaviðræður mun erfiðari en ella.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.