Kjarninn - 13.03.2014, Page 21

Kjarninn - 13.03.2014, Page 21
03/06 topp 5 4 Myndi hafa áhrif á gullfoss Gullfoss, ein mesta náttúruperla Íslands og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, verður vatnsminni og und- ir miklum áhrifum ef Bláfellsvirkjun verður einhvern tímann að veruleika. Virkjunin er eins og margar aðrar virkj- anir tilbúin á teikniborðinu, en hún er í verndarflokki samkvæmt núverandi Rammaáætlun. Bláfellsvirkjun er yfirheiti virkjunar Hvítár norðaustan við Bláfell á Kili og myndi skila 76 megavöttum. Ef þessi virkjun yrði byggð mætti búast við gríðarlega hörðum deilum og mótmælum enda sjálfur Gullfoss undir, sem Sigríð- ur Tómasdóttir í Brattholti bjargaði frá virkjun í kringum aldamótin 1900. Fossinn skilar vafalítið miklu hærri fjárhæðum í þjóðarbúið óvirkjaður en virkjaður, enda eru margfeldis áhrif ferðaþjónustunnar sem honum tengjast líklega metin á marga milljarða á hverjum ári. Allar aðgerðir sem með einhverjum hætti gætu raskað þessari perlu íslenskra náttúru virka afskaplega vitlausar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.