Kjarninn - 13.03.2014, Page 23

Kjarninn - 13.03.2014, Page 23
05/06 topp 5 2 risavirkjunin kárahnjúkavirkjun Ég stóð á virkjunarveggnum við Kárahnjúka þegar vatnssöfnunin hófst í Hálslón haustið 2006. Það var tilkomu- mikil sjón enda um langsamlega stærstu framkvæmd Íslandssögunnar að ræða. Virkjunin framleiðir rafmagn fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði, eins og alkunna er. Virkjunin er verkfræðilegt afrek en hefur hún verið gífurlega umdeild, ekki aðeins vegna mikilla umhverfisáhrifa heldur ekki síður vegna þess að arðsemi henn- ar, að mati Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar, er ekki við unandi og lítil í alþjóðlegum samanburði. Þetta hefur hann sagt ítrekað opinberlega. Bygging virkjunar innar leiddi til mikillar og djúprar umræðu um náttúruvernd og almenna pólitíska stefnu þegar kemur að orkubúskap þjóðarinnar. Sú umræða stendur enn og mun vafalítið gera um ókomna tíð. Þegar fram í sækir verða djúpstæðustu áhrif virkjunarinnar kannski ekki mæld í seldum megavöttum heldur mikilli samfélagslegri umræðu um náttúruna og áskoranir sem Ísland og umheimurinn standa frammi fyrir í umhverfismálum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.