Kjarninn - 13.03.2014, Page 49

Kjarninn - 13.03.2014, Page 49
05/07 viðtaL viljum virkja þjóðina Það finnst Björk, og hinum sem standa að „Stopp – Gætum garðsins!“, ekki boðlegt. Hún vonast til þess að viðburður- inn nái að vekja meðvitund um málið og skili því að lögin muni taka gildi á þeim tíma sem upphaflega var lagt upp með, 1. apríl næstkomandi. „Við viljum að málið verði ekki kæft í hel. Að lögin fái að taka gildi. Það er ótrúlega mik- il vinna og barátta búin að fara í að semja þessi lög. Frá mörgum mismunandi umhverfisráðherrum og þverpóli- tískt. Og það er ótrúleg lítilsvirðing að aflýsa þeim bara sí svona. Síðan langar okkur mikið að sýna stuðning við bæði Náttúrverndar samtökin og Landvernd. Við viljum virkja þjóðina í fjársöfnun svo að samtökin geti starfað af fullum styrk og sem fulltrúar okkar og náttúrunnar. Svo þau geti ráðið sér lögmenn, prentað plaköt og verið með alvöru skotfæri til að fylgja þessu máli alla leið.“ vonar að ríkisstjórnin hlusti Það eru, svo vægt sé til orða tekið, ófriðartímar í íslenskum stjórnmálum. Evrópusambandsmálið, breytingar á lögum um Seðlabanka, ósannsögli fjölmargra stjórnmálamanna og svo auðvitað náttúruverndarlögin eru á meðal þess sem skekur íslenska þjóðmálaumræðu. Óróleikinn hefur meðal annars endurspeglast í endurteknum fjöldamótmælum á Austurvelli. Telur Björk að þessi óróleiki, og jafnvel óþol, sem ríkir gagn- vart íslenskum stjórnmálum um þessar mundir muni gagnast þeim málstað sem hún hefur ákveðið að leggja lið? „Við Grímur ákváðum þetta í janúar og vorum þá aðal- lega að hugsa um lögin sem áttu að taka gildi 1. apríl. Þannig að það er tilviljun að þetta raðast svona upp. En ég vona að þessi orka flæði öll í góða átt. Og að þessi ríkisstjórn hlusti á þjóðina sína.“ „En ég vona að þessi orka flæði öll í góða átt. Og að þessi ríkis- stjórn hlusti á þjóðina sína.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.