Kjarninn - 13.03.2014, Side 62

Kjarninn - 13.03.2014, Side 62
01/05 piStiLL n ú er útlit fyrir að við, það er að segja yfirvöld í nafni íslensku þjóðarinnar, ætlum að vísa roskinni ömmu, dóttur hennar og sjö ára dótturdóttur úr landi. Þessar konur eru ættaðar frá Kólumbíu en eiga bæði ættingja og traust bakland hér á landi. Elsta konan á dóttur sem er íslenskur ríkisborgari og barnið hefur búið á Íslandi þriðjung ævi sinnar, enda liðin meira en tvö ár síðan telpan kom hingað með ömmunni, Susana Ortiz de Suarez. Mamman, Johanna, hefur menntað sig á Íslandi og á bæði íslenskan kærasta og systur hérna. Systirin er Mary Luz Suarez, kona sem hefur lengi verið meira en þyngdar sinnar virði í gulli sem dagmóðir hér á landi. Hún kom til Íslands ásamt sonum sínum og fleiri kólumbískum konum árið 2007 en nokkrum árum síðar fékk hún íslenskan ríkisborgararétt eftir umtalsverða baráttu, þrátt fyrir gott orðspor sem dag- móðir og vilyrði stjórnvalda. Mæðgur í hakkavél möppudýra Auður Jónsdóttir segir frá tilveru fólks frá Kólumbíu sem stendur til að vísa úr landi piStiLL auður jónsdóttir rithöfundur kjarninn 13. mars 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.