Kjarninn - 13.03.2014, Page 85

Kjarninn - 13.03.2014, Page 85
05/06 MarkaðSMáL Söfnunarherferðir Hvort sem ástæðan er áratugalangt fjársvelti heilbrigðis- kerfisins eða sívaxandi fjárþörf sem ríkið mun aldrei geta fullnægt eru söfnunarherferðir fyrir heilbrigðistengd mál- efni nánast stöðugt í gangi. Hér er formúlan sú að eitthvert hræðilegt ástand er sýnt og svo kemur ákall um að fé frá áhorfendum geti bætt ástandið. Til að virkja áhorfandann betur er hið hræðilega ástand oft fært yfir á heimalandið. Dæmi um þetta er nýleg herferð UNICEF þar sem flóttamannabúðir voru skapaðar á Íslandi. Hugmyndin er að fólk sé skeytingarlausara um fólk í fjar- lægum löndum og því þurfi að benda sérstaklega á það sammannlega í aðstæðunum. Á meðan sumar söfnunarauglýsingar benda á vandamálið sýna aðrar árangurinn og gefa von um að breytingar séu mögulegar. Gott dæmi um þetta er auglýsing frá Barnardo’s í Bretlandi.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.