Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 7
teknar til greina. 14. Menningarsjó5ur K.Þ. Othlutun^úr Menningarsjóöi K.Þ.^ Framsögu hafði Böðvar Jónsson, greindi hann frá umsókiumum styrki úr sjóðnum og lagði fram eftirfarandi tillögu sjóðs- stjómar um úthlutun og var hún samþykkt án umræðu. Til Hins íslenska bókmenntafélags kr. 150.000., Skógræktarfélags S.Þingeyinga kr. 75.000., Héraðs- sambands S.Þingeyinga kr. 175.000., Kirkjukóra- sambands S.Þingeyinga kr. 125.000., Krabbameins- félags S.Þingeyinga kr. 125.000. 1 5 . Deildarmál Tillaga úr Mývetningadeild varðandi útflutning á lopa. Framsögu hafði Eysteinn Sigurðsson. Eysteinn lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur K.Þ. haldinn 18.-19. apríl 1978 beinir þeirri áskorun til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún hlutist þegar í stað til^um það við rétt stjómvöld, að^stöðvaður verði útflutningur á lopa og bandi úr íslenskri ull, þar sem sýnt er að slíkt stefnir mörkuðum erlendis fyrir fullunnar- vörur í hættu. Ef talið er að ekki sé mögulegt að fullvinna innan- lands alla framleiðslu^ullarverksmiðjanna má draga úr innflutningi á erlendri ull, enda er íblöndun við svo fágætt hráefni sem íslenska ull, mjög varhugaverð. Með því eyðileggjast^þau sérkenni ullarinnar sem markaðsöflun erlendis hlýtur að byggjast á. Fundurinn hvetur því íslenska bændur til að selja ekki ull sína til þess aðila, sem staðið hefur að þessum útflutningi á undanfömum árum. Til máls um tillöguna tók Finnur Kristjánsson. Tillagan^var samþykkt samhljóða. Tillaga úr Kinnardeild um stofnsjóð K.Þ. Framsögu haföi Sigurður Jónsson. Tillagan hljóðaði svo: Aðalfundur K.Þ. 18. - 19. apríl 1978, beinir því til stjómar félagsins að hún taki til athug- unar hvort^ekki sé fært^að hefja að nýju^endur- greiðslur í stofnsjóð félagsmanna þegar ástæðurleyfe. Fundurinn telur að hin svokölluðu tilboð geti á engan hátt komið í stað endurgreiðslu í stofnsjóði eða reikninga félagsmanna. Tillagan var samþykkt, án mótatkvæða. 16. Önnur mál: Hlöðver Hlöðvesson mælti fyrir tillögu um kennslu- stól í samvinnufræðum viö Háskóla Islands. Að tillögu þessari standa auk Hlöðvers, Páll H.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.