Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 8

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 8
- 6 - Jónsson og Hreiðar Karlsson. Tillagan hljóðar svo: Aðalfundur Kaupféla^s Þingeyinga 1978 skorar á íslensk samvinnufelög og samband þeirra til málafylgju, er til þess dugi að upp veröi komið öflugum kennslustóli r samvinnu- fræðum við Háskóla íslands. Til máls tók um tillöguna Þorgrímur Maríusson. Tilla^an var samþykkt samhljóða. Amljotur Sigurjónsson lagði fram og mælti fyrir eftirfarandi tillögu: Aðalfundur K.Þ. 1978 haldinn dagana 18. - 19. apríl samþykkir.^ Gerð^verði kostnaðarog framkvæmdaáætlun um frágang á húsum^ og lóðum felagsins á Husavík. Höfð skal hliðsjón að því að verkið verði unnið á næstu fjórum árum, þannig að því verði lokið á eitthundrað ára afmæli félagsins 1982. Þeir sem tóku til máls um tillöguna voru Benedikt Jónsson, Böðvar Jónsson, Jónas Egilsson og Finnur Kristjánsson. Tillagan var samþykkt samhljóða. Sigurður Þórisson lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur K.Þ. haldinn á Húsavík 18. og 19. apríl 1978 fordæmir þá stefnu stjómvalda sem fram kemur í bréfi, frá framleiðsluráði landbúnaðarins dagsettu 13. þ.m. þar sem tilkynnt er sú ákvörðun framleiðslu ráðs, að lagt skuli 70.- kr. útflutningsgjald á hvert ^innlagt kíló dilkakjöts frá síðasta hausti sem þýðir í raun 10 - 20% beina kjaraskerðingu fyrir sauðfjárbændur. Fundurin'n telur að þeir tímabundnu erfiðleikar, sem nú steðja að bændastéttinni séu ekki mál hennar einnar, heldur allrar þjóðarinnar. Því beri að leysa þann vanda á samfélagslegum grundvelli, en ekki að vega ávallt í hinn sama knérunn. Það er að þeir sem lægst launin hafa og verst eru settir í þjóðfélaginu, skuli ávallt látnir axla þyngstu birgöamar. Því skorar fundurinn á Alþingi^og ríkisstjóm að taka mál þessi tafarlaust til úrlausnar, og áður en^gripið verði til þeirra neyðarráðstafana sem bréf framleiðsluráðs gerir ráð fyrir, því það sé að miklu leiti athafna- og ráðleysi löggjafans að kenna, hvernig komið er. Þeir sem tóku til máls um tillöguna voru Stefán Skaftason og Helgi Jónasson. Tillagan var samþykkt án mótatkvæða. Þorgrímur Maríusson sagði nokkur orð um gömlu húsin og varðveislu þeirra, utan dagskrár.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.