Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 12
- 10 - Jónsson sagnfræðingur og Bjöm Sigfússon háskóla- bókavörður. Um leið og doktorsvömin er merkur áfangi í ævi Gunnars Karlssonar sagnfræöings, er hún einni^ merkur viðburður í sögu þingeysks mannlífs, einkum þo á félagssvæði Kaupfélags Þingeyinga. K.Þ. hefur með fjárframlagi styrkt útgáfu bókarinnar og auk þess þrjú kaupfélög önnur og Menningarsjóður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það er því ljóst að samvinnumenn láta sig bókina nokkiru varða. Páll H. Jónsson. Vöruverð - Flutningskostnaður. Samanburður á verði í matvöruverslunum í Reykjavík og úti á landsbyggðinni leiöir allt of oft í ljós mikinn verömismun og verður hann oftast því meiri sem fjær^dregur frá Reykjavíkursvæðinu. Hér er um að ræða eitt mesta vandamál verslunar í dreyfbýli. Flutningskostnaður er í mörgum til- fellum stór hluti af smásöluverði vöru og má sem dæmi nefna að ein flaska af Coca-Cola er seld í Reykjavík á kr. 48.- en hér á Húsavík kr. 88.- Okkur í K.Þ. ber skylda til að finna leiðir til að koma í veg fyrir þennan verðmismun, eða að minsta kosti að hafa hann eins lítinn og mögulegt er. Að þessu er unnið. Eftirfarandi sýnir vörukaup matvörudeildar K.Þ. árið 1976 skipt eftir verðmæti: a. Keypt frá Birgðastöð SIS, Reykjavík 16.0% b. " " heildsölum Reykjavík. 9.47 c. " " " Akureyri 4. o7 d. " " verksmiðjum á Akureyri 10.77 e. " " • " í Reykjavík 1 .17 f. " beint erlendis frá 6.27 g. Annað: Kjöt og mjólkurv. tóbak 52.67 Aðgerðir K.Þ. til lækkunar vöruverðs eru í þrennu lagi: 1 . Stefnt er að því að auka verulega beinann inn- flutning, þannig aö hlutfalliö 6.27 verði 107. 2. Allar vörur frá verksmiðjum SIS og KEA á Akureyri eru í dag seldar án þess að á þær sé lagður flutningskostnaður. Sama máli gegnir um smjörlíki frá Smjörlíkisgerð Akureyrar (AKRA).

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.